Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 43

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 43
NORÐURLJÖSIÐ 43 slóð, sem leitar Drottins, stundar eftir augliti þínu, þú Jakobs Guð.“ Með 7 grein gerbreytist efni sálmsins. Þó er það í tengslum við efni fyrri hluta hans. Þessi kafli verður best skilinn með hliðsjón af því, sem segir frá í 6. kafla 2. Samúelsbókar, þegar sáttmálsörk Drottins er flutt upp til Zíon. Davíð hefur látið ísrael safnast sam- an. Fólkinu er vafalaust fylkt til skrúðgöngu upp til Jerúsalem. í fararbroddi er örk Drottins. Hún er borin af Levítum, sem áttu að annast burð hennar. Davíð fer á undan henni og dansar þar af öllum mætti og hoppar. Skrúðfylkingin kemur loks að hliðum Jerú- salem. En þar eru menn á verði. Þá syngja þeir, sem koma með örkina: 7. grein: „Þér hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.“ 8. grein. Þá spyrja verðirnir: ,,Hver er þessi konungur dýrðarinnar?“ Þá svara söngavaramir: „Það er Drottinn, hin volduga hetja, Drottinn, bardagahetjan. 9. grein: Þér hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.“ 10. grein: Aftur spyrja verðirnir: Hver er þessi kon- ungur dýrðarinnar?" Söngflokkurinn svarar aftur: „Drottinn hersveitanna, hann er konungur dýrðarinnar." Þá hefur verið lokið upp, og örkin er flutt í bústað sinn. Þegar hún var komin þangað hófust veitingar. Allir þeir, sem fylgt höfðu örkinni, fengu eina brauð- köku, eitt kjötstykki og eina rúsínuköku. Síðan fóru allir heim til sín. Á táknmáli, sem Guð lét skrá svo margt í helgisiða- lögmáli því, sem hann gaf ísrael, var örkin táknmynd af Drottni Jesú Kristi. Allir þeir, sem kjósa að fylgja honum, fá endurnæring og styrk frá honum, uns þeir eru komnir heim til sín, sem er í hinni eilífu dýrð hjá Guði. Ert þú, sem lest þessar línur, komin í fylgdarlið Drottins vors? Ef ekki, viltu þá ekki ákveða það NÚ að vera með í skrúðgöngunni heim til hinnar eilífu dýrðar Drottins? „Trú þú á Drottin Jesúm Krist, og þú munt verða hólpinn.“ (Post.16.31.) S.G.J. ÚR ANDLEGUM LJÖÐUM: Senn vaknar dýrðardagur og döpur nóttin fer. Ó, friðarmorgunn fagur! hve fagnar sál mín þér. Sem ljómi ljóssins gyllir hvert land og haf og strönd, svo dýrðin Drottins fyllir dýrleg himnalönd. S. G. J. Híminn og jörð munu hverfa „Fyrir ásjónu hans hvarf himinn og jörð.“ Opinberunarbókin 20.11. „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, þvx að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð var horfin. . . .“ (Opinb. 21.1.) „Og sá, sem í hásætinu sat, sagði: „Sjá, ég geri alla hluti nýja.“ (Opinb.21.5.) „Og hann sýndi mér móðu lífsvatnsins, skínandi sem krystall, og rann hún frá hásæti Guðs og lambs- ins. . . Og beggja vegna móðunnar var lífsins tré, sem ber tólf sinnum ávöxt, á mánuði hverjum gefur það ávöxt sinn, og blöð trésins eru til lækningar þjóðunum.“ Finnst ekki fleirum en mér, að þetta sé óleysanleg ráðgáta: að fólkið á hinni nýju jörð geti þarfnast lækn- ingar? Mér hefur komið til hugar lausn á henni. í Sálmi 105.8. talar Davíð um Sáttmálann, sem Drottinn hafi „gefið þúsundum kynslóða." I 5. Mósebók, 7. kafla og 9. grein standa þessi orð: „Jahve (Drottinn) Guð þinn er hinn sanni Guð, hinn trúfasti Guð, er heldur sáttmálana og miskunnsemina í þúsund æítliðu við þá, sem elska hann og varðveita boðorð hans.“ Þúsund ættliðir, hvað er það langur tími? Sé gert ráð fyrir, að hjá Israel, sem yfirleitt hafði þann sið, að karlmenn kvæntust ungir, þá skulum við hugsa okkur, að fimm ættliðir lcomi á hverri öld, ef miðað er við tvítugsaldur, sem meðaltal, svo að tuttugu ár liðu frá fæðingu föðurs til fæðingu fyrsta barns hans. Þá koma fimmtíu ættliðir á þúsund árum, en þúsund ættliðir á tuttugu þúsund árum. Samkvæmt öðrum spádómum getur mannkynið ekki átt fyrir höndum svo langa framtíð hér á jörðunni. Hvernig verður fyrirheitið uppfyllt? Samkvæmt spádómum ferst jörðin miklu fyrr en þetta. Allir geta þó sofið rólegir. Hún ferst ekki í nótt eða á morgun. Það eru meira en þúsund ár þangað til. Spádómarnir segja, að Jesús Kristur komi aftur, setjist að ríkjum sem einvaldur konungur í Jerúsalem og að ríki hans standi í eitt þúsund ár. Á síðustu áratugum hafa byrjað ferðalög út í geim- inn umhverfis jörðina. Mönnuð geimslcip geta verið þar vikum saman. Sú spurning hefur því vaknað hjá mér: „Mun Drottinn Jesús nota mjög fullkomnar geimferjur til að geyma ísraels þjóðina, einhvern hluta hennar, í þessum geimferjum, þegar jörðin ferst, en önnur ný jörð verður sköpuð? i Við minnumst þess, að hann notaði brauð og fiska, sem voru fyrir hendi, til að metta fimm þúsundir manna auk kvenna og barna. Getur ekki verið, að hann noti geimferjur til að geyma fólk sitt í, sitt jarðneska fólk, og til að flytja það til nýrrar jarðar undir nýjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.