Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 33

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 33
NORÐURLJÓSIÐ 33 Týndur og fundinn Eftir G. F. Dempster. Varla getur maður búist við að finna þann, sem á að vinnast fyrir Guð, undir handkerru, en þetta kom raun- verulega fyrir mig. Tvisvar hafði ég mætt honum sama daginn, en ég bjóst elcki við, að við hittumst í þriðja skiptið daginn eftir, eða að fundur okkar hefði svo mikilvægan árangur sem hann hafði. Þessi maður bjó um þessar mundir undir hand- kerru fiskkaupmanns og notaði hann poka í staðinn fyrir dýnu, kodda og teppi. Á laugardagsmorgun hafði % séð hann við hlið skipasmíðastöðvarinnar, þar sem auglýsing um vinnu hafði verið fest upp. Ekki gátu allir, sem vildu, fengið atvinnu þar. Þessi maður hafði sýnt sig þar sem hinn versta friðarspilli hann hafði hrundið og barið aðra, og látið tilfinningar sínar í Ijós á annan hátt. Dálitla stund ríkti ófriður og há- vaði. Eftir það var ófriðarseggnum hrundið eða hann barinn af öðrum í hópnum, og ég missti sjónar af honum. Seinna um daginn sá ég hann aftur. Ég veitti honum athygli, þar sem hann stóð við bakdyr kaþólsks skóla og fékk þar matarleifar hjá góðhjartaðri nunnu. Auðsjáanlega hafði hann verið þar áður og þekkti staðinn og vissi, á hvaða tíma borðað var í skólanum. Næst hitti ég hann í rökkrinu á sunnudagskvöld, bar sem hann var að búa eins vel um sig og hann gat 1 náttstað sínum undir kerrunni. Þegar ég bað hann að koma með mér til guðshúss, oeitaði hann boði mínu reiðilega. Enginn hafði þörf ^yrir hann, og enginn spurði um hann. Öllum var sama hvort hann lifði eða dó, sagði hann. Hann vildi að- ems fá að vera í friði. Hann sagðist vissulega oft hafa farið í kirkju áður fyrr, og hafði fengið meira en n6s af slíku. Ég hafði heyrt þannig raus oft áður í öllum mögu- legum kringumstæðum, en það var eitthvað hjá þess- um manni, sem gerði það að verkum, að ég hélt áfram að tala við hann. Ég var viss um, að hann vildi reyna a6 komast hjá spurningum og þess vegna settist ég á ^errukjálkann og byrjaði að masa við hann. ,,Æt!ar þú að vera hér í alla nótt?“ spurði hann. >>Átt þú ekki að predika í kvöld?“ „Jú, en áður en ég vil ég aðeins koma með boð frá bezta vini þínum.“ >>Eg á enga vini,“ svaraði hann. „Jú, þú átt það. Þú a~ fu6ur og móður.“ Ég horfði stöðugt á hann og sá, a hann kipptist við, er ég sagði þetta. „Þú átt líka systur,“ bætti ég við. Þá spratt maðurinn upp, starði a mig og hrópaði um leið: „Hver hefir sagt þér það?“ g hafði sýnilega komið við viðkvæman blett. „Ég held f Það sé einhver, sem þú þekkir, sem hefir sagt mér ‘j’f ■ „Hver þá? Hvemig getur þú þekkt ættingja mína? yer ertu eiginlega?“ „Ég er aðeins einn af boðberum nsts, og kem sem svar við bænum ástvina þinna,“ svaraði ég. „Annars sá ég þig í gærmorgun, þegar þú stóðst við hlið nr. 5 á skipasmíðastöðinni og varðst fyrir illri meðferð þeirra, sem vom þar með þér.“ „Nú rétti hann úr sér og starði í andlit mitt. Ég fann þennan hræðilega ódaum af fataræflunum hans og frá vitum hans. Ég vissi, að áfengið var orsök þess, að hann hafði fallið svo djúpt. Hann var glataður sonur. t gegnum mas hans mátti lesa, að hann hafði áður lifað við aðrar kringumstæður. Þó að skegg hans og hár væru í mestu óhirðu, gátu þau ekki dulið það, að andlit hans bar þess vott, að það hafði einhvem tíma átt betri daga. Ég hélt áfram að kvelja hann: „Vinur þinn skildi vel, hvernig þér var innanbrjósts, þegar þú tókst við matarbögglinum frá nunnunni góðhjörtuðu, og hann sá, hvernig það kvaldi þig, þegar þú hugsaðir um systur þína heima.“ „Góði Guð, hver ertu eiginlega?“ spurði hann snöggt. Svo allt í einu var hann þotinn burtu. Ég gat ekki hlaupið á eftir honum, því að ég þurfti að fara á samkomu innan lítils tíma. Ég gat aðeins beð- ið um það, að ég fengi að hitta hann aftur. Þetta kvöld bað ég trúbræður mína að sameinast með mér í bæn fyrir þessum glataða syni, sem hafði hlaupið burtu. Næsta sunnudagskvöld, höfðum við hljómleika- stund, sem ég í spaugi nefni svo, en það voru hrotur í ólíkum tóntegundum. Loftið í salnum var þungt, það var kveljandi heitur haustdagur. Salurinn var fullur af mönnum, sem svo að segja höfðu verið á flótta frá vatni og sápu, mér fannst, að smágustur af hreinu lofti, mundi vera heilsusamlegur. Margir mannanna höfðu ekki sofið í rúmi í margar nætur, og var sterkur óþefur af fötum þeirra. Mælska mín var ekki nógu áhrifamikil til að berjast til sigurs í slíku andrúmslofti. Orgelleikaranum tókst ekki heldur að hrekja burtu svefndrungann, þó að hann léki sterkt á orgelið. Minnsta kosti kom mér þetta svo fyrir sjónir, þegar ég reyndi í um það bil 10 mínút- ur að snúa mér að þessum flökkurum. Hljómlistin frá þessum sterku nefhljóðum hélt áfram að yfirgnæfa allt annað, allt þangað til sunginn hafði verið síðasti sálmurinn. Þar á eftir var stutt bæn. En er við vorum í þann veginn að ganga inn í næstu stofu, til að sækja mat handa þeim, sem þess þurftu, lyftir sá, sem hraut einna mest höfðinu og spurði stillilega, um leið og hann benti á orgelið: „Má ég spila svolítið?” Ég þekkti hann strax aftur, það var kunningi minn frá fyrri viku. Bæn minni hafði verið svarað. „Getur þú spilað?“ spurði ég: „Já, svolítið11. „Jæja, láttu okkur þá heyra það.“ Hann settlst við orgelið, og eftir nokkr- ar mínútur leiddi hann fram verulega fagra hljómlist. Nú var enginn, sem lést sofa. Við hlustuðum á hann um stund. Svo spurði ég: „Hvaðan hefir þú fengið hljómlistargáfuna?“ Meðan hann lét fingurna líða yfir nóturnar, sagði hann, að í nokkur ár hefði hann ver- ið orgelleikari í velþekktri kirkju í bæ þar í nágrenn- inu. „En hvernig stendur þá á því, að þú hefir eyðilagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.