Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 44

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 44
44 NORÐURLJÓSIÐ himni? Á einhvern hátt heldur hann fyriíheitið, sem hann gaf ísrael. „Verður þá synd á hinni nýju jörðu, svo að sjúkdóm- ar verði þar?“ Getur eirihver spurt. Synd er ekki allt- af orsök sjúkdóma. og slys hljóta að geta komið fyrir þar sem er fólk með mannlegum líkama. Þarfnast þeir ekki lækninga, sem verða fyrir þeim? Eru þessi heilabrot á nokkurn hátt nytsamleg? finnst mér sem einhver spyrji. Ef til vill elcld. „En Andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs,“(l Kor.2.10.) Fræði- maðurinn Esra hafði snúið huga sínum að því: „að rannsaka lögmál Drottins, og breyta eftir því og að kenna lög og rétt í fsrael.“ (Esrabók 7.19.) Þetta var mjög hagnýtt. En opinberun sú, er Guðs orð birtir, nær langar leiðir út fyrir starfsvið Esra. Það er „langt til veggja, heiðið, (loftið) hátt,“ í heilagri ritningu, spádómum hennar og kenningum. S. G. J. BIBLÍUNÁM Hér koma leiðbeiningar handa þeim, sem vilja hafa sem mest gagn af lestri heilagrar ritningar. Gert er ráð fyrir því, að einn kapítuli sé lesinn í einu. Fari námið fram í námshópi, skal kaflinn lesinn fyrir- fram, ef unnt er, áður en komið er saman. Skulu nem- endur búa sig undir að svara sem flestum, helst öllum, eftirfarandi spumingum. Við heimanám má svara þess- um spurningum samhliða lestrinum, þegar lesin hefur verið ein málsgrein. Nemandi góður, hvað finnst þér vera: 1. Aðalefnið, sem kaflinn fjallar um? 2. Hið helsta, sem megi læra þar? 3. Helstu persónurnar, sem talað er um í kaflanum? Getur þú fundið í þessum kafla: 1. Biblíugrein, vers, sem gagnlegt er að muna? 2. Nokkra fyrirmynd eða kenning um Drottin Jesúm Krist? 3. Kennir greinin nokkuð um Guð, Föðurinn? Um heilagan Anda? 4. Nokkra fyrirmynd til að líkjast? Nokkra villu til að forðast? 5. Er í kaflanum nokkurt boðorð, sem á að hlýða? 6. Er þar nokkurt fyrirheit handa þér að trúa og tileinka þér? 7. Er þar nokkuð, sem þú getur borið saman við önnur vers eða efni í heilagri ritningu? SJÁLFSPRÓFUN. 1. Trúi ég, að eilíft líf sé til? 2. Hvað held ég, að sé eilíft líf? 3. Er ég viss um, að ég eigi eilíft líf? 4. Finn ég þörf á að eignast það, ef ég á það ekki? 5. Vil ég leggja nokkuð í sölumar til að eignast það? 6. Hvernig eignast ég eilíft líf? 7. Eignast þú eilíft líf hér í heimi, eða þegar þú deyrð? 8. Hvað á ég að gjöra, ef ég hrasa eða syndga? Svarið finnst í 1. bréfi Jóhannesar, 1. kafla, 7 — 9. grein. Hvernig á að veita Kristi viðtöku. Ef þú veist eldci, hvernig farið er að því, þá skaltu nú íhuga ritningarstaðina, sem fara hér á eftir, og breyta eftir þeim. Blessunin af því getur ekki brugðist, af því að orð Guðs er óbrigðult og fyrirheit hans stendur stöðugt, að: — „öllum, sem veittu HONUM (Jesú Kristi) viðtöku, gaf hann rétt til þess að verða GUÐS BÖRN, — þeim, sem TRÚA á nafn hans.“ (Jóh.1.12.) Segðu þess vegna af öllu hjarta: — „Ég trúi vitnisburði Guðs um Jesúm Krist, að misgerð mín var látinn koma niður á honum (Jesaja53.6.), að hann bar sjálfur syndir mínar á líkama sínum upp á tréð (l.Pét.2. 24.) og að hann lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig á krossinum (Gal.2.20.). Ég ákveð nú að veita Jesú viðtöku sem Drottni mínum og frelsara (Post.2.36. og 5.31) og kem til hans, eins og ég er (Jóh.6.37.). (Bið til Drottins og segðu honum, að þú komir til hans og takir við honum, sem Drottni og frelsara). Ég hefi nú veitt ICristi Jesú viðtöku, og ég trúi því, sem Guð segir mér í orði sínu, að syndir mínar séu fyrirgefnar, af því að Jesús dó fyrir mig (Post.13.38.-39.) og vegna nafns hans (l.Jóh.2. 12.) Þar sem ég hefi þannig veitt Jesú Kristi viðtöku sem Drottni mínum og frelsara, þá veit ég af óbrigðulu orði Guðs og fyrirheitum, að ég er Guðs barn (Jóh.1.12.), og að ég hef eilíft líf. (Jóh.3.36.); og ég segi af öllu hjarta: „Þökk sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf!“ Segðu öðrum frá Jesú. (Jóh.l.35.-51.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.