Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 48

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 48
48 NORÐURLJÓSIÐ hún hafði fellt, er hún var ein í herbergi sínu, og það í margar, margar vikur á eftir. En tíminn mýkti höggið. Ný starfsbraut opnaðist. Annríkið tók að þoka beiskju hins liðna á brott úr hjarta hennar. Þetta var löngu liðið, sagði hún sjálfri sér. Hún gekk á braut frá auglýsingunni og hristi þessar hugsan- ir af sér. Það var huggun, það var léttir í því að vita, að þessi nýi Jón Williams var svo breyttur, svo fjar- lægur og fráskilinn henni. Óbrúandi djúp var á milli þeirra. Hún fór jafnvel að velta fyrir sér, hvers vegna hún hafði verið svona hrifin af honum. En það var á þeim dögum, sem voru áður en hann „breyttist.“ Síðan voru þau sitt á hvoru heimskauti. Hlutina hefði hún aldrei litið sömu augum og hann. Sameiginleg sjónar- mið hefðu þau aldrei átt, né hún getað fylgt honum á þessari nýju lífsbraut hans, sem alveg batt hann við sig. Jæja, senn yrði hún komin í strætisvagninn og á fleygiferð í brott frá auglýsingunni um trúboðssam- komurnar, ögrandi myndinni. „Má ég gefa yður eina af þessum?“ Stúlka, viðfelldin á svip, var með handfylli sína af smáblöðum, sem hún gaf þeim, er gengu framhjá. Með ógeði flýtti Jennifer sér (Eitthvert nýtt ólyktar- eyðilyf, hugsaði hún. Þeim veitir ekki af því hér.) Þá sá hún græna prentstafi. Án þess að hægja á sér brá hún hendinni aftur fyrir sig, svo að stinga mætti blaði í hana. Ekki leit hún á það fyrr en hún hafði gengið stuttan spöl ofan strætið. Þá leit hún á það í laumi. Það var sem hún hafði búist við. Þetta var smækkuð útgáfa af stóru auglýsingunni. Er forvitni hennar var svalað, ætlaði hún að henda blaðinu á götuna. Einhver óljós hvöt kom henni til að brjóta blaðið vandlega saman og láta það með varfæmi niður í handtöskuna. Tilkynning- in vakti engan áhuga hjá henni. En hana fýsti að athuga í næði myndina af Jóni og reyna að gera sér ljóst, í hverju það væri fólgið, að hann var svo breyttur. Pakkann fékk hún Yvette, sem lofaði hana hástöf- um. Hún staðhæfði, að sú hugsun, að Jennifer kæmi svo fljótt aftur með pakkann hefði alveg hresst sig upp. Sér liði þegar miklu betur. Brosandi baðst Jenni- fer undan þakklætinu. En henni þótti sannarlega vænt um að sjá, hve skjótt kom batinn. Hún fór niður til íbúðar sinnar, ánægð yfir gerðum greiða. Gott var að vera komin aftur heim í íbúð sína, einkum eftir komuna í umhverfi Rochester Street. Hún litaðist um. Ibúð hennar var ríkmannleg, hljótt var þar og húsgögnin þægileg. Tilfinningin um létta daga og nægar eignir svalaði huga hennar. Ævi hennar var í sannleika góð. Hún opnaði handtöskuna til að ná sér í bréfvind- ling — og sá um leið samanbrotið dreifiritið. Hún fletti þvt í sundur og straulc úr brotunum. Hún horfði á mynd Jóns Williams lengi og fast. Varir hennar titruðu dálítið og tár gerðu henni dimmt fyrir augum. Þá skall yfir hana beiskjubylgja. Hún kreisti saman boðsbréfið og fleygði því í arininn. Það féll undir rafmagnshitarann, niður í arininn, á ,,eldinn“ þar, sem var stæling á kolaeldi. Auðvitað brann ekki smá- ritið, en það breiddi smám saman úr sér, þegar hönd hennar var hætt að kreista það saman. Henni fannst þá, að það væri kviknað í ritinu, og það mundi fara að loga. Hún rétti fram höndina og greip það, en fann auðvitað, að það var kalt. Hún sléttaði hrukkurnar, lagði það á millurn tveggja pappírsblaða og vissi varla, hvers vegna hún gerði það. Hún lét það svo í hólf í skrifborði sínu og reyndi sem hún gat til að gleyma því. Næsta kvöld þurfti hún að opna sama hólfið. Híin sá arkirnar, mundi, hvað var á milli þeirra og tók smá- blaðið aftur. I þetta sinn var hún strangari við sjálfa sig. Hún reif það í tætlur og fleygði þeim í litla rusla- körfu, sem var í eldhúsinu hennar. Þar með, sagði hún við sjálfa sig væri Jón Williams aftur horfinn úr ævi hennar. Einnig þessar annars heims hugmyndir, sem hefðu svo gagntekið hann og tekið hann frá henni. En hún vissi ekki, hve hlífðarlaust Andi Guðs átti enn eftir að berjast við hana. Iðrun greip hana. Nú æskti hún þess, að hún gæti haldið blaðinu einu sinni enn í hendinni. Fyrir löngu hafði hún fleygt þeim myndum, sem hún átti af Jóni Williams. Nú hafði hún eyðilagt síðustu myndina hans og hina einu, sem hún hefði getað haft. Þá hvarflaði það að henni, að ekki væri það Jón og ekki hún sjálf, sem hún væri reið við, heldur þessar heimskulegu og fjarstæðufullu hugmyndir, sem hertekið höfðu hann og rænt honum frá henni. Mikil bylgja beiskju og gremju hóf sig upp í hjarta hennar. Til þess að losna við þessar hugsanir greip hún kvöldblaðið. Þar fann sál hennar enga hvíld heldur. I fréttunum tók hún eftir dagsetningunni: „Miðviku- daginn 15. september.“ Það var dagurinn, þegar sam- komurnar áttu að byrja, sem hún hafði lesið um í auglýsingunni stóru. I kvöld. Þarna var komið tæki- færið að sjá Jón aftur — að sjá Jón sjálfan. Þessi hugsun gagntók hana. Það var tími til að komast þangað nógu snemma, ef hún tæki leigubíl. Hún fór í kápu, með háum kraga, sem náði upp að eyrum. Hún lét á sig hatt, er skyggði á andlit hennar. Þá datt henni í hug að setja sólgleraugu í handtösk- una. Ef hún setti þau á sig, mundi Jón aldrei þekkja hana. Hún smeygði sér út úr íbúðinni með tilfinningu sem væri hún samsærismaður, kallaði á leigubíl og bað um að verða ekið í Rochester stræti. Það var hið eina, sem henni gat dottið í hug. Hún vissi, að strætið var í sama hverfinu. Þegar hún vissi, hvar salurinn væri, yrði hún ekki nema nokkrar mínútur að komast þangað. Hún steig út úr bifreiðinni og lét hana fara. Hún spurði til vegar. Óþægileg hugsun greip hana. Setjum svo, að þessi gamla kona væri líka á leiðinni þangað! Til allrar hamingju fyrir Jennifer, var hún það ekki. Hjá konunni fékk hún nauðsynlegustu leiðbeiningar til að finna salinn, sem var aðeins í fremur lítilli fjar- lægð. Hún hafði því nægan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.