Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 34
34
NORÐURLJÖSIÐ
slíkar gáfur á þennan hátt?“ „Það hefir þú sjálfur
sagt okkur hér í kvöld.“
Hann hafði þá ekki sofið, en heyrt predikun mína.
Svo sagði hann: „Ég gæti komið með alls konar af-
sakanir, en ég veit, að ég er syndari, mikill syndari,
svartur, andstyggilegur syndari. Það er aðeins einn,
sem getur frelsað mig. Ég vil koma til hans og gefast
honum, eins og þú baðst okkur að gera í ræðu þinni
í kvöld.“
Það kom í ljós, að eftir að hann hafði hlaupið frá
mér síðastliðinn sunnudag, hafði hann snúið við og
komið í humátt á eftir mér og séð, hvert ég fór. Þegar
hann var búinn að sjá það, ákvað hann með sjálfum
sér að reyna að halda sér frá áfenginu næstu viku, og
koma svo og tala við mig næsta sunnudag. Hann vissi
ekki, að hann hafði verið umkringdur biðjandi mönn-
um alla vikuna. Nú sá hann, að þessi tímabundni sig-
ur hans yfir áfenginu var afleiðing þess, að samstarfs-
menn mínir höfðu sameinast með mér í bæn fyrir
flóttamanninum.
Ég kallaði þegar á nokkra af þessum vinum mínum,
og við báðum í um það bil klukkutíma fyrir þessum
vini okkar. Við báðum, að hann frelsaðist, en við
gleymdum ekki heldur að þakka.
Vinur okkar var mjög glaður. „En það er eitt, sem
ég er undrandi yfir,“ sagði hann. — Ég get ekki
rýmt því burt úr huga mínum — þetta hefir gert mig
órólegan alla vikuna, og þetta er ein aðalorsökin til
þess, að ég er hér nú. Hvernig gast þú vitað, hvað ég
var að gera laugardaginn fyrir viku síðan? Þú sagðir
frá því, sem hafði komið fyrir við skipasmíðastöð-
ina, og síðar um daginn, þegar ég fékk mat hjá
líknarsysturinni."
Þá varð ég að gera játningu og segja nákvæmlega frá
öllu, sem gerst hafði. Hann varð bæði undrandi og
glaður. „Þetta er mjög merkilegt. Guð vissi, hvert
hann ætti að senda þig, það er augljóst mál. En hvernig
þekkir þú fjölskyldu mína?“
„Ég þekki hana eklci, en eftir því, sem ég gat séð
og eftir það, sem ég hef fengið að vita, skil ég, að Guð
sagði mér, hvað ég ætti að segja við þig. Er það rétt?“
„Já, þetta er nákvæmlega rétt. Ég á guðhrædda móður,
föður og systur, sem verða nú að fá að vita allt þetta.
Ég verð að fara heim svo fljótt, sem ég get. Það eru
meira en tvö ár síðan þau hafa heyrt frá mér, og jafn-
vel þó að ég hafi verið slæmur sonur og bróðir, er ég
viss um, að þau munu taka á móti mér, þegar þau vita
að ég hef snúið mér til Krists, — því að um það hefi ég
örugga fullvissu nú.“ Þetta sagði hann með mikilli
áherslu.
Við komum málunum fljótt í lag. Með næsta pósti
voru tvö bréf send til gamla heimilisins. Daginn eftir
fékk ég að heyra frá systur hans það, sem gerst hafði.
Bréfið frá H. hafði verið látið innan í bréf frá mér,
þar sem ég skýrði þeim frá því, sem gerst hafði. Ég
skrifaði eftirfarandi:
Kæru vínir! Hér með sendi ég bréf, sem mun
gleðja ykkur. Þegar þið lesið það, þá skuluð þið þakka
hinum dásamlega Guði, sem vissi nákvæmlega, hvern-
ig hann ætti að finna, þann, sem þið hélduð að væri
glataður. Hann var glataður, en nú er hann kominn
aftur. Guð blessi ykkur öll.“
Systir hans var viðstödd, er bréfið var opnað, og
þegar þau sáu hina velþekktu rithönd, hrópuðu þau
öll upp. „Guð veri lofaður! það er frá H.“
Ég fékk símskeyti, sem sagði, að systir hans mundi
koma og sækja hann. Það var gleðileg heimför. Áður
en hún hitti hann höfðum við snyrt hann til og breytt
útliti hans, eins og hægt var. En hann sagði, að hann
mundi segja henni allt um ástand sitt, hvernig það
raunverulega var, er hann frelsaðist, — „því að ég vil,“
sagði hann, „að þau skuli skilja, hve dásamlegur Jesús
er.“
Vegna hljómlistargáfu sinnar fékk hann fljótlega
stöðu í heimabæ sínum sem orgelleikari. Presturinn í
kirkjunni, — gamall vinur minn, — sem þekkir alla
söguna, hefur sagt mér, að fólk komi aftur í kirkjuna,
aðeins til að heyra H. spila algenga sálma, því að hann
spilar af svo miklu lífi og fjöri.
Þegar ég nú rifja upp þessa sögu um H„ verður mér
það svo Ijóst, að gætum við aðeins þaggað niður þær
hugsanir, sem svo oft hindra okkur í að framkvæma
okkar góðu hvatir, og gera í staðinn einfaldlega það,
sem við vitum, að er Guðs vilji, myndu fleiri læri-
sveinar vinnast fyrir Jesúm ICrist. Þegar einhver er
svo hræddur við það, sem aðrir kynnu að geta sett
út á það, sem hann gerir, hindrar þetta okkur í því að
gera mörg brostin hjörtu heil aftur.
Tak burtu þína ímynduðu erfiðleika, og sjá: ísinn
er svo þunnur, að fyrstu brosin bræða hann. Berðu
fram hinn gamla sannleika, og múrarnir byrja að
hrvnja hver af öðrum.
AMAZING GRACE.
Eftir John Newton.
Hve dýrmæt er Guðs undranáð,
sem upp mig hóf úr synd.
Ég týndur var, mitt reikult ráð,
var ræfill, sál mín blind.
I hjartað sendi náðin neyð,
úr nauðum hún mig tók.
Hve mér varð náðin helg og heið,
sem hjartans fögnuð jók.
Or þrautum, snörum, hættum hér
mig hefur frelsað náð.
Og náðin Drottins nægir mér,
hún nær á himnaláð.
Og kominn heim á Ijóssins láð
við lítum Jesúm Krist
og lofum Drottins djúpu náð
í dýrðar sæluvist.
S. G. J. þýddi.