Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 70

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 70
70 NORÐURLJÓSIÐ þroskað fólk otar víni og tóbaki að æskunni, en átel- ur hana síðan fyrir gjálífi. Dáfalleg siðfræði! Augljóst er, að fullorðna fólkið verður að byrja, neita sér um vín og tóbak, og gefa þannig æskunni gott fordæmi. Margt fleira er í fari vor hinna eldri, sem hverfa þarf. Tóbak og vín, og svívirðilegt orðbragð verkar óbeint í leyni, og eru rætur annarrar spillingar. Vér ættum að gráta fyrst yfir oss sjálfum, síðan yfir bömum vorum. 3. „Yður er mál að rísa af svefni.“ Vér ættum að minnast þessa: „Af orðum vorum verðum vér dæmd- ir, og af orðum vorum veroum vér sýknaðir.“ Hefj- umst því handa og strengjum þess heit að útrýma öllum fúkyrðum og formælingum úr þjóðtungunni. Hver einn og ein, byrji á sér. Takist það, þá er sigur- inn unninn. „Sá getur allt, er trúna hefur“, því að, „Drottinn er í veikum máttugur.“ Þeir, sem ásaka æskuna, minnist orðanna: „Drag fyrst bjálkann úr auga þínu, og þá muntu sjá vel til að draga flísina úr auga bróður þíns.“ — Auga æskunnar, sem kvartað er undan. Margt er það, sem truflar æskuna á þessum síðustu tímum, en engu minna þá eldri. Gaumur er eigi gefinn að orðum Drottins, en kvikmyndir og leikhús stunduð. Þetta snið menningarinnar dregur þó margan niður fyr- ir bakkann. Og ef til vill kemst hann aldrei upp aftur. Götulíf bæjanna getur eigi verið holl uppeldisstöð æskunnar. Til eru börn, sem alast að mestu á útigangi og eyðihjarni, án umönnunar og eftirlitslaus, óupp- frædd þangað til bamaskólamir taka við þeim. Þetta er annað viðhorf en var á fyrri tíð, þegar flest böm ólust upp á sveitabæjum, undir ströngum aga. Nú em freistingamar fleiri og hætturnar margfaldar. Því er þörfin meiri á góðu fordæmi og sterkari uppeldisáhrif- um. En svo virðist sem slakað hafi verið um of á taumhaldinu. 4. Ég man fyrri daga, er við bræður vomm snáðar. Hefðu ljót orð heyrst til okkar, myndum við hafa fengið harða ráðningu. Þegar ég háaldraður lít yfir uppeldi æskunnar nú, og ber það saman við mín æskuár, er munurinn mikill. Ég sé ástæðu til að þakka Guði mínum hans varðveislu og handleiðslu, er við systkinin nutum í foreldrahúsum. Þá þótti það sjálf- sagður skóli að vera alinn upp í sannri trú og ótta Guðs. Húslestrar voru lesnir hvern dag vetrarins og hvem helgan dag yfir sumartímann. Einnig var okkur börnunum kennt að þakka Guði við máltíðir. Bænir móður minnar hafa fylgt mér alla mína mörgu daga sem ljósberi guðlegs kærleika. Þær vom stílaðar á orð og fyrirheit Drottins Jesú. En þar með er ekki sagt, að margt hefði ekki þurft betur að fara á heimilinu. 5. Þrái þjóðin hreinni og siðprúðari æsku, þá er nauðsynlegt „að gefa gaum að orði Drottins“ og „kenna þeim unga að ganga þann veg, er hann á að ganga“. Því að Drottins orð eitt getur vísað hinn sanna veg. Ritað er í Matt.6.35.: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Hver dirfist að vantreysta loforðum Guðs? Meinið er, að fjöldinn tekur ekki tillit til vilja Guðs í daglega lífinu. Hvert sem litið er, til kennimanna eða leikmanna, fá- mennis sveitanna eða fjölmennis kaupstaðanna, eru undantekningar fáar. Ég spyr: Getur nokkur bent á það í stjórnmálaumræðum utan þings eða innan, að í það skíni, hvað sé Guðs vilji? Ég er hræddur um, að hann sé þar að mestu útilokaður, þótt þjóðin kalli sig kristna menningarþjóð. Sé nú svona ástatt um þessa veglegu stofnun þjóðarinnar — Alþingi, sem vera á í öllu hin fegursta fyrirmynd, sjá allir, hvar þjóð vor er stödd á vegi hinna eilífu hugsjóna. „Hvað höfðingjarn- ir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ Svo virðist sem fjöldinn geri allt í sínu eigin nafni, ekki síst stjómmálamennirnir, en gleymi því, að þeir eiga Guð að föður. Eigi virðast blöð sjórnmálaflokkanna uppbyggja æsk- una í siðprýði, aftur á móti ala þau upp sterka stríðs- menn, hvem fyrir sína stétt og sinn flokk, en hvetja lítið til sannleiksástar. Verst er, að þjóðin lætur sér allt þetta vel líka. 6. Ég bendi á þessa vankanta eldri kynslóðarinnar til að sýna, hverju æskan mætir frá því, að hún fyrst lítur dagsljósið, þangað til hún tekur við uppeldi nýrra einstaklinga. Sem betur fer er þó til bjartari hlið. Færi vel á, ef einhver vildi lýsa henni, þar sem hún skín í trúarljóma Guðs kærleika. Hún er eins og hreina tæra lindin, sem hverfur í gmggugt jökulfljótið, og verður alltaf bætandi lind. Þjóðina vantar mest af öllu sanna og lifandi trú, — trú, sem flytur fjöll. Lifandi trú á hið sanna orð Guðs, eins og það birtist oss í hinni helgu bók, Biblíunni, og ritað er af postulum Drottins Jesú. Ef vér förum að efast um mátt Guðs í Orðinu og yfir orðinu, hættum vér að treysta því og gemm það máttlaust í lífi og athöfnum vomm. Áhrifin em augljós. Verði æskan alin upp í lifandi trú á Guð, sem varð hold og bjó með oss fullur náðar og sannleika (Jóh. 1.14.), þá munu ávextir trúarinnar eigi láta á sér standa. Þá vex upp heilbrigð, lífsglöð æska, sem eigi þráir vín og tóbak, eða aðrar fánýtar skemmtanir, og lifir eigi í saurugleika holds og anda, en hrópar sem Davíð konungur: „Eins og hindin þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifandi Guði.“ (SáIm.42.2.-3.) Hann mun svara, þegar sálin hrópar, og æskan vaxa í Guði frelsara sínum, honum til dýrðar, og landi og þjóð til blessunar. Þegar hún er fullþroskuð fyrir Guðs orð og í orði Guðs, mun hún gera öll sín verk fyrir hans augliti. Þá verður eigi hægri höndin uppi á mðti hinni vinstri, og vinstri höndin rífur eigi niður það, sem hin hægri gerir, því að orð Guðs verður leiðarljós í öllum framkvæmdum. Þá mun þjóðin drekka úr lækjum unaðssemda Guðs. Þetta mun verða, þegar eldri kynslóðin undirbýr æsk- una í trú og sannleika til að ala upp nýja æsku. „Guði sé lof, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.“ Sigurður Þórðarson, Egg í Skagafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.