Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 74
74
NORÐURLJÖSIÐ
að hafa þennan stað, hefur virst, að gröfin hafi verið
lengd eins og í mesta flýti.
Maður að nafni Gordon taldi öruggt, að klappar-
hóll þessi væri sá staður, þar sem Kristur var kross-
festur. Gröfin inn í klettinn hjá grasgarðinum væri
sú gröf, sem Nikódemus hafði látið gjöra handa sér.
Einhvers staðar mun til forn heimild fyrir því, að Krist-
ur hafi verið hár vexti. Þetta styður þá föstu trú margra
barna Guðs, að hér hafi verið hinn sanni legstaður
Krists, en ekki þar, sem hin svo nefnda grafar-kirkja
er. Hún er að vísu staðsett utan þeirra múra, sem talið
er að hafi verið kringum Jerúsalem á dögum Krists.
Æðstu prestarnir og Faríseamir komu svo saman hjá
Pílatusi og fengu hjá honum varðmenn til að gæta graf-
arinnar. Þeir innsigluðu einnig steininn. Lá dauðarefs-
ing við því, að slík innsigli væru brotin. Allar þessar
mann-egu ráðstafanir voru ágætar. Þær eyða öllum
grun um, að hræddir og sundraðir lærisveinar Jesú
kæmu og rændu líki hans, en segðu hann síðan uppris-
inn.
Greftrunar Krists er minnst, þegar fólk er skírt nið-
urdýfingarskírn. Á þá lund ritar Páll postuli í Róm. 6.4.
3. Kristur reis aftur upp frá dauðum.
Hér á undan hefur verið sýnt fram á það, að Kristur
var alveg áreiðanlega dáinn, þegar hann var jarðaður.
,,Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur?“ var
spurt í Jobsbók.
Gam’a testamentið segir frá þremur manneskjum,
sem dóu, en voru reistar aftur upp frá dauðum. Engin
þeirra hafði verið jarðsett. Drottinn Jesús hafði reist
þrjár manneskjur upp frá dauðum, þegar hann gekk
hér um „gerði gott og græddi alla, sem af djöflinum
voru undirokaðir."
Hann hafði sagt, meðan hann var með lærisveinum
sínum og fleirum, að honum bæri að líða og deyja.
En hann mundi rísa upp aftur. Aðeins ein kona,
María frá Betaníu, systir Lasarusar, sem Jesús reisti
upp frá dauðum, virðist hafa skilið (Jóh. 11.), að hann
mundi rísa upp frá dauðum. Þess vegna smurði hún
hann, er hann kom til Betaníu sex dögum fyrir
páska. Konumar, sem bjuggu út ilmjurtir og smyrsl
og ætluðu að smyrja hann þegar eftir hvíldardaginn,
mættu upprisnum fre’sara eða komu að tómri gröf.
María Magdalena kom fyrst alJra að gröfinni. Þá var
enn dimmt. Hún sér þá. að steinninn hafði verið tek-
inn frá gröfinni. Það gerði engill frá himni. Hann velti
steininum frá og settist ofan á hann. Sigurvegari dauð-
ans og djöfulsins, sem hefur mátt dauðans, var risinn
upp. Innsigli æðstu prestanna og Faríseanna lágu brot-
in. Upprisa Jesú var orðin að innsigli dóms óvina hans.
Hér skulu taldir þeir sjónarvottar, er sáu Jesúm Krist
upprisinn:
1. María Magdalena. Hún kom að gröfinni, meðan
enn var dimmt. Þá sá hún, að steinninn hafði verið
tekinn frá gröfinni. Hún hleypur til borgarinnar og segir
þeim Pétri og Jóhannesi þetta. Þeir hlupu til grafarinn-
ar, fundu hana tóma, en sáu hann ekki.
Þá kemur María Magdalena þangað í annað sinn.
Þá birtist Drottinn Jesús henni.
2. Konur, sem búið höfðu út ilmjurtir og smyrsl,
fóru til grafarinnar. Drotinn Jesús mætir þeim og segir
við þær: „Heilar þér!“ er þær voru á leið til borgar-
innar aftur.
3. Þá mun hann hafa birst Símoni Pétri þennan
sama dag. Hvernig þeim samfundum var háttað, segir
Pétur hvergi frá.
4. Þennan sama dag fóru tveir af lærisveinum hans
til þorpsins Emmaus, sem er um 10 km. frá Jerúsalem.
Er þeir ræða þessa miklu atburði, sem hafa gerst, þegar
Meistari þeirra var svikinn, tekinn höndum, dæmdur
til dauða og líflátinn á krossi, þá kom sjálfur Jesús til
þeirra og slóst í för með þeim. Þeir þekktu hann, þegar
hann „tók brauðið, blessaði og braut það.“ Ef til vill
komu þá naglaförin á höndum hans í ljós. Þeir þekktu
hann að minnsta kosti og sneru aftur til Jerúsalem að
flytja hinum tíðindin, fundu þá samansafnaða.
5. En þegar þeir voru að tala um þetta, stóð hann
sjálfur á meðal þeirra og segir þið þá: „Friður sé með
yður!“ (Lúk. 24.36.)
6. Tómas var ekki með hinum postulunum, þegar
Drottinn Jesús kom til þeirra. Eins og kunnugt er neit-
aði hann að trúa, að Jesús væri upprisinn, nema hann
sæi naglaförin í höndum hans.
Viku síðar eru þeir aftur inni og Tómas með þeim.
Þá kom Drottinn til þeirra og segir við Tómas: „Kom
hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom
með hönd þína og legg í síðu mína; og vertu ekki van-
trúaður, heldur trúaður." Þá sannfærðist Tómas.
7. „Eftir þetta birtist Drottinn aftur lærisveinum
sínum við Tiberíasvatnið (Galíleuvatnið).“ Þeir voru
þar sjö saman. (Jóh. 21.1.)
8. Matteus segir frá því, að hann birtist þeim á
fjalli í Galíleu. „Og er þeir sáu hann, veittu þeir hon-
um lotningu." Þetta merkir, að þeir féllu fram og til-
báðu hann. Þá er sennilegt, að þarna hafi verið mildu
fleiri viðstaddir. Þegar Páll postuli ritar fyrra bréf sitt
til Korintumanna 20 árum síðar, þá segir hann, að
Kristur hafi birst fleiri en „fimm hundruð bræðrum í
einu, sem flestir eru á lífi aFt til þessa, en nokkrir eru
sofnaðir." (1 Kor. 15.5.)
9. Þá segir Páll, að næst hafi hann birst Jakobi. Þessi
Jakob mun vera Jakob hálfbróðir Jesú, er varð síðar
helsti forstöðumaður safnaðar Krists í Jerúsalem.
10. Þá segir Lúkas frá í upphafi Postulasögunnar, að
Jesús sat eitt sinn að borði með þeim. Þá bauð hann
þeim að vera kyrrir í borginni, uns þeir íldæddust krafti
frá hæðum. Síðan fór hann með þá til OlíufjaJlsins.
Þar hóf hann upp hendur sínar til að blessa þá. En
þeirri blessun varð aldrei lokið. Því að hann skildist
frá þeim, meðan hann var að blessa þá og varð upp-
numinn til himins að þeim ásjáandi.