Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 26

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 26
26 NORÐURLJÖSIÐ „Því að þér eruð dánir, og líf yðar er fólgið með Kristi í Guði.“ Kól.3.3. Drottinn Jesús er á förum heim til föðurins. Kvala- brautin og krossdauðinn eru næstu áfangar. Eftir verða elskaðir vinir hans: þeir hafa fylgt honum, þreyttir stundum og hungraðir, jafnvel legið úti með honum. Þeir voru sem litlir kvistir, gróðursettir í jarðveg Guðs ríkis, til að vaxa og verða sem mikill, aldinbær tré, sem dreifa sínum ávöxtum víðs vegar. öldin, tímabilið, sem stóð yfir þá og stendur enn, er vond öld. Unnt er þó að frelsast frá þessari vondu öld. Sú frelsun kemur aðeins fyrir Drottin vorn Jesúm Krist. Margir hafa villst á liðnum öldum og villast enn, er þeir vilja fá lausn frá öldinni vondu. Á eyðimörk- um, í hellum og í klaustrum hafa menn einangrað sig, til þess að vond áhrif heimsins næðu ekki til þeirra. Braut heilagleika og fullkomnunar hlaut að finnast, er þeir voru sem fjarstir vondum áhrifum heimsins. Ekki reyndist flestum þetta þannig. Flótti frá heiminum var ekki né verður leiðin til lausnar, heldur hitt að deyja með Kristi, setja dæmið upp þannig: „Ég hef dáið með Kristi, þegar hann dó fyrir mig.“ Engin lög né lagabálkur ná yfir dáinn mann. Hann er kominn út fyrir svið þeirra. Maður, sem er dáinn með Kristi, er kominn út fyrir það svið, þar sem lögmál syndarinnar og frumreglna heimsins ráða öllu. Hann getur ekki tekið heiminn og hégóma hans í faðm sér, fyrst hann hefur verið kross- festur með Kristi og dáinn þessu með honum. Líf and- legs kristins manns er á æðra sviði, sviði samfélags við hinn upprisna og uppstigna Drottin Jesúm og Föðurinn, sem sendi hann. „Tæling holdsins tálglit heimsins töfra eigi framar hann.“ Þeir, sem trúa nú á Drottin vom Jesúm, eru líkir óút- sprungnum rósahnöppum. Þegar því skeiði líkur, blasir rósin við í allri dýrð fegurðar sinnar og ilms, eig- anda sínum og öðrum til unaðs. 12. kafli. „Dauði, hvar er broddur þinn?“ 1 Kor. 15.56. „Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins." (l.Jóh.3.8.) „Hann, það er að segja Jesús,.... sjáum vér vegna þján-'ngar dauðans krýndan vegsemd og heiðri, til þess að hann.... skyldi dauðann smakka fyrir alla.... Þar sem nú börnin eiga hlutdeild í holdi og blóði, þá hefur hann og sjálfur fengið hlutdeild í því,.... til þess að hann fyrir dauðann gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt dauðans,. . . .djöfullinn, og frelsað alla, þá, sem af ótta við dauðann vom undir þrælkun seldir alla sína ævi.“ (Hebr.2.,8.,9.,14.,15.) „Hann afmáði skuldabréfið á móti oss,. . . . og hann tók það burt með því að negla það á krossinn.“ Kól.2.14. „Laun syndarinnar er dauði,“ lætur Andi Guðs Pál postula rita. (Róm.6.23.). Þau laun voru goldin þeím Adam og Evu og öllum þeirra afkomendum, nema tveimur. Hinn fyrri þeirra var Enok, spámaður, og sjö- undi maður frá Adam. Hann var hrifinn á brott heim til Guðs, er hann var þrjú hundruð sextíu og fimm ára gamall. (l.Mós.5.24.) Hinn síðari þeirra var spámaðurinn Elía, sem „fór til himins í stormviðri." (2. Kon. 2.11.) Oft hafa menn verið áminntir um: að búa sig undir dauðann. Merkilegt er, að nýja testamentið geymír enga slíka áminningu. Ekki eru þær samt fáar, sem það gefur á ýmsum öðrum sviðum, og er þar ritað meðal annars á þessa leið: „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð sömuleiðis fyrir Jesúm leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru,... því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengilsraust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem lif- um, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu, og síðan mun- um vér vera með Drottni alla tíma. Huggið því hver annan með þessum orðum.“ Þannig brýtur Drottinn Jesús á bak aftur vald djöfulsins, er síðar me'r verður tekinn, bxmdinn og loks gerður óvirkur um aldir alda. Þá verður dauðinn afmáður að eilífu. Slíkur er huggunarboðskapur krist- innar trúar, sem byggist á heilagri ritn:ngu. 14. kafli. „Krossfestur með Kristi.“ Gal.2.20. „Ég er (hef verið, bókstaflega) krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. En það, sem ég þó enn lifi í holdi, lifi ég í trúnni á Guðs son (bókstaflega: í trú Guðs sonar), sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölumar fyrir mig.“ (Gal.2.20.) „Allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans. Því að séum (eldri þýð.) vér orðn- ir samgrónir líkingu dauða hans, munum vér einnig verða það fyrir líkingu upprisu hans.“ (Róm.6.3.,5.) Hamrömm orka aflraxmamannsins kom að engu haldi, þegar hendur hans höfðu verið negldar við krossinn. Fráir fætur spretthlauparans rótuðust ekki úr stað, þegar þeir voru fastir orðnir við krossinn. Krossinn batt enda á athafnalífið og síðast á ævina sjálfa. Vor gamli maður, synduga eðlið, sem vér fæðumst með, getur ekki heldur notið sín hjá þeim, sem kross- festir eru með Kristi, ef þessi krossfesting „gamla mannsins" er stöðugt í huga þeirra, þegar freistingu ber að höndum. Þá minnast þeir, að þeir eru „lífgaðir með Kr:sti“ og uppstignir með Kristi,“ svo að þeir „eru í Kristi“ þar sem hann situr við hægri hönd Föðurins. (Kólossubréfið 3.1.-13., 1. Jóh. 5.20.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.