Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 6
6 NORÐURLJÖSIÐ D.C. (höfuðborg Bandaríkjanna, þýð) eru þrír aðal- flokkar í stjórnmálum: Republikanar, Demokrat- ar og Hanastéls (cocktail) flokkurinn. Stjórnmála- menn Sovét-manna nota þann flokk skynsamlega. Djöfullinn er að tortýna Bandaríkjunum með flösk- unni sem brugguð er með tárum, innihaldið þykkt með blóði, smekkbætt með dauða og blandað með sérhverri sorg, sem unnt er að ímynda sér.“ Áfengið tortýnir heimilunum. Talið er, að 60% af öllum erfiðleikum á heimilum séu sprottin af drykkju- skap. Hæstaréttardómari nokkur taldi, að 72% af þeim hjónaskilnuðum, sem hann leyfði, væru að kenna á- fenginu. En eins og heimilunum farnast, þannig farn- ast þjóðinni. „Unga fólkið nú á dögum haltrar, hrasar, reikar og steypist niður í svelginn á þessari hræðilegu hringiðu siðferðislegs brjálæðis, af því að feður og mæður og fullorðið fólk í þessu landi hefur leitt það niður þessa götu. Það er að reyna að ná mæðrum sinum og feðr- um.“ (Sam Morris.) Hvað segir Guð um þennan mikla tortýnanda? Fordæming sterks drykkjar er mjög skýr í biblíunni. Það hefur verið sagt, að „162 greinar í biblíunni snerti drykkjuskap. Ritningin segir meir um þetta en hún gerir um lygi, hórdóm, þjófnað, sviksemi eða jafnvel guðlast. Orðskviðirnir 20.1.: „Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur.“ í Orðskv. 23.31.,32. grein er ritað: „Horf þú elcki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur Ijúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.“ Billy Sunday (víðkunnur vakningaprédikari snemma á þess- ari öld. Þýð.) lýsti yfir þessu: Jón Byggkorn er versti óvinur Krists, hann er besti vinur djöfulsins" „Áfeng- ið er djöfullinn í fljótandi mynd.“ Áfengið hjálpar til að fyrirdæma sálina. Eina syndin, sem fyrirdæmir sálina, er vantrú. En áfengið ryður van- trúnni braut og því að hafna Kristi sem frelsara. Sam kvæmt 1 Korintubréfi 6.10. munu drykkjumenn „ekki guðsríki erfa.“ Jesaja 5.14. fræðir okkur á þessa leið■ „Fyrir því vex græðgi Heljar, og hún glennir ginið sem mest hún má.“ „Og fjárhættuspilarinn fundinn var þar, og fátæklegt, útkulnað drykkjumanns skar. Og vínsalinn líka, sem veitti þeim vin. Og valdhafi, er fékk honum leyfisbréf sín. Með válegum gráti og veini þeir fóru, þar voru þeim tilkynntir dómarnir stóru. Þeir óskuðu’ að fjöll vildu yfir þá hrynja. En of seint kom bænin, þeir loks máttu skynja.“ Höfundur ókunnur. (Lauslega þýtt. S.G.J.) Það er til von handa þeim, sem eru ðsjálfbjarga og hjálparlausir. í guðspjalii Lúkasar, 19. kafla og 10. grein er oss gefið þetta góða orð: „Því að Manns-sonurinn er kom- inn til að leita að hinu týnda og frelsa það. „í guð- spjaili Jóhannesar 8.36. stendur: „Ef því sonurinn gerir yður frjálsa, munuð þér verða sannarlega frjáls- ir.“ Og í 1. bréfi Jóhannesar lesum vér: „Og blóð sonar hans, Jesú Krists, hreinsar oss af allri synd.“ Vinur minn, Drottinn Jesú Kristur er sigurvegari tortímandans mikla. Vilt þú í dag taka á móti honum sem frelsara þínum og Drottni þínum? (Þýtt úr „The Sword of the Lord, 24. 6. 1977.) S.G.J. þýddi. Ranglátur ávinningur Eftir dr. John R. Rice. Vera má að einhverjum blæði undan sverðshöggum dr. Rice, en sannleikann verður Norðurljósið að segja þrátt fyrir það. Greinin var rituð 1976. Ritstj.) Menn þiggja mútur hjá þér til þess að úthella blóði, þú hefur tekið fjárleigu og vexti (bannað í Iögmálinu) og haft af náunga þínum með ofríki, en mér hefur þú gleymt, segir Herrann Drottinn. En sjá ég slæ hönd- um saman yfir því rangfengna fé, sem þú hefur dreg- ið þér, og yfir blóðskuld þeirri, sem í þér er.“ (Esekiel 22.12.13.) Oss furðar ekki, að biblían segir: „Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Af fégirnd selja menn saurlífis- rit. Af fégirnd selur skækjan líkama sinn og drýgit hina auvirðilegustu synd. Ríki bóndinn, sem Kristur segir frá, ráðgerði, hvern- ig hann gæti grætt meira. En „ ... á þessari nóttu verð- ur sál þín af þér heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hefur aflað?‘“ (Lúk.12.) í fyrirsögnum kaflanna hér á eftir bendum vér á þrjár leiðir hræðilegar, sem óguðlegt fólk fer til að græða peninga. 1 Læknir, sem framkvæmir fóstureyðingu í gróða- skyni, er morðingi. Reiður Guð mun telja Bandaríkin sek um úthellingu saklauss blóðs einnar milljónar myrtra barna síðastlið- ið ár. (1,276,000 var talan, sem birt var í „Sverði Drottins“ árið í fyrra 1977. Þýð.) Þetta var gert með samþykki þingmanna, lækna og samþykki óguðlegra kvenna. Þeir verða að mæta Guði sem morðingjar. 2. Framleiðendur og seljendur tóbaks græða fé ó- heiðarlega. Þegar ég fyrir nokkru síðan predikaði í Winston Salem, Norður-Carolínu, í tóbakslandinu miðju, kom ég fram með þessa ábendingu: „Fyrst 200,000 þúsund manns munu deyja af lungnakrabba árlega sem orsak- ast af vindlinga reykingum, hvers vegna blátt áfram biðjum við ekki um það, að þeir, sem deyja úr lungna- krabba, verði fólkið í tóbakslandinu?“ Þetta féll þeim ekki vel að hevra. Allir vita, að vindl- ingar valda oft lungnakrabba. Oft fá þeir sem pípn reykja, krabbamein í vör eða háls. Lungnaþan, sem hindrar, að nægilegt súrefnismagn komist í blóðið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.