Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 63

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 63
NORÐURLJÓSIÐ 63 Ég þekki bæði efann og trúna Eftir Frank Mangs. Frank Mangs — kunnur trúboði á Norðurlöndum — og til fleiri ára starfsmaður við blaðið „Livets Gang“ — getur horft um öxl á 60 ára predikunarstarf. I þessu starfi hefur hann unnið marga fyrir Krist bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Miklar vakn- ingar hafa fylgt Mangs. Ein hin víðtækasta er Mangs- vakningin í Osló, þar sem fleiri hundruð manns öðl- uðust nýtt líf. Hann er einnig kunnur sem mikilvirkur rithöfundur. f þessu viðtali við Evu Cronsioe, sem hér fer á eftir, talar Mangs opinskátt um spurningu, sem margir vildu sjálfsagt leggja fyrir hinn aldna leiðtoga. Hefur þú nokkru s'nni efast, Frank Mangs? „Já, það hefur komið fyrir. En jafnvel þó að mín mannlega skynsemi efist, get ég átt lifandi trú innst inni. Því að innst inni í hugskoti okkar er trúin ekki eitthvað, sem við höfum áunnið okkur, heldur gjöf, sem Jesús Kristur gefur, þegar hann fær að koma inn í hjörtu okkar. Guð er miskunnsamur. Hann snýr ekki við okkur bakinu, þegar við efumst. Hann skilur og hjálpar okkur. Slík trú er virk, þrátt fyrir efann, segir Frank Mangs. Lífið hefur ekki alltaf verið sólskin, söngur og sæla. Það hefur verið hart, mjög hart oft á tíðum, segir Mangs, sem verið hefur predikari í 60 ár, og á sínum langa lífsferli hefur hann öðlast mikla reynslu um mannleg vandamál og ýmsa erfiðleika í sambandi við trúna. Við tölum einmitt við Frank Mangs um spurning- una um trú og efa. Hvernig er hægt að hjálpa þeim, sem efast? Hvernig getur maður skýrt þetta? Er hægt að varðveita Guðs trú sína í öllum kringumstæðum? Já, svarar Mangs, „því að ein af þeim ástæðum; að ég trúi á Guð, er samhengið milli orsaka og afleiðinga. Þegar ég var ungur drengur, var ég eitt sinn úti á skíðum. þá gerðist það, allt í einu þaut snjókúla rétt hjá andlitinu á mér. Ég sá ekki þann, sem kastaði, en ég sá snjókúluna og skildi, að einhver hlaut að hafa kastað henni. Snjórinn hnoðaðist ekki þannig saman af sjálfsdáðum. Einhver hlaut að standa á bak við þetta. Einhver hlaut að hafa kastað." Sköpunin og skaparinn. Ég veit, að ég er á jarðarhnettinum, sem brunar áfram í geimnum á 29 km. hraða á sekúndu. Ég er neyddur til að trúa, að það er einhver skapari á bak við þetta. Hann hefur skapað náttúrulögmálin og gert þau þannig, að hnötturinn hreyfist og helst á braut sinni í geimnum. Sköpunarverkið neyðir mig til að trúa því, að Skapari sé á bak við sköpunina. Þetta er önnur hliðin. Á hinni hliðinni er allt, sem við höfum fengið að reyna um guðdómlega handleiðslu. Guðs handleiðsla og boð frá öðrum heimi hefur komið til mín í einmanaleik mínum. Það sýndi, að þetta er afleiðing af boði eða skipunum um hjálp handa þeim mönnum, sem þurftu einmitt á þeirri stundu á hjálp nð halda.“ „Hefur þú aldrei efast um Skaparann?" Þá verðum við fyrst að gera okkur ljóst, hvað við eigum við með orðinu efi. Það er mismunur á efa og afneitun. Hinn efagjarni spyr, en afneitarinn hefur afgreitt málið. Efasemdamaðurinn leitar að svari, en afneitarinn kærir sig ekki um neitt svar. Ég vil nefna noldcur greinileg dæmi þess, hvernig ég hefi efast. Það bar við fyrir löngu, þegar hljóð- bands-upptakan var nýbyrjuð. Ég hafði tekið með mér segulbandstæki frá Ameríku. Til þess að heyra, hvem- ig enski framburðurinn minn hljómaði, las ég allt Jóhannesarguðspjall inn á segulband. Þegar því var lokið, lagðist ég á legubekkinn og hlustaði á ensku upptökuna. Þá komst ég að því, að það er eitt að lesa og annað að heyra textann frá Biblíunni. Það leið ekki á mjög löngu, þangað til ég kom að frásögninni, sem segir frá þrætum og misklíð milli lærisveina Jóhannes- ar og Gyðings nokkurs. Þetta kom aftur og aftur. Eitthvað, sem ekki stendur heima. Ég stöðvaði bandið og hugsaði: „Hér er eitthvað, sem er ekki eins og það á að vera.“ Ég efaðist ekki um Jesúm frá Nasaret sem sannsögulega persónu. Ég ef- aðist ekki heldur um, að hann væri sá, sem hann sagðist vera og hann er. Ég efaðist aðeins um þessa frásögn. Mér fannst hún ekki geta staðist. Ef satt skal segja, sýndist þetta fjarstæðukennt. Einmitt þetta fannst mér. Ég átti svo erfitt með að trúa því, að læri- sveinarnir gætu verið svo gagnteknir af þessu. Þetta kvöld átti ég að tala og varð hræddur. Ég efaðist um eitthvað, sem stóð í Biblíunni, sem hafði mest gildi fyrir mig og gaf mér mest. Hvað átti ég að gera? Hringja og segja, að ég gæti ekki komið? Hvaða ástæðu átti ég að nefna? Að ég efaðist um áreiðanleika Jóhannesar guðspjalls? Þá heyrði ég rödd innra með mér, sem sagði: „Er það nauðsynlegt fyrir þig, að predika um efasemdir þínar, þú, sem ert sendur til að predika trú og full- vissu? Láttu þetta mál hvíla í þögn og friði.“ Þá kom dálítið einkennilegt fyrir. Spurningarnar og æsingin hurfu. Ég fór á samkomuna og fékk að reyna guð- dómlegan árangur, þar sem margir sannfærðust um synd sína og sneru sér til Drottins Jesú. Þegar ég fór heim, hugsaði ég á þessa leið: „Þetta var furðulegt. Það byrjaði með efa, en svo fékk ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.