Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 24

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 24
24 NORÐURLJÓSIÐ var lcveðinn upp sá dómur, að Jesús skyldi krossfest- ur og líflátinn. Deyddur var hann og lagður í gröf. Síðan reis hann upp og birtist eftir það lærisveinum sínum. Biblían segir aðeins frá einum ófrelsuðum manni, sem hafði séð hann, síðan hann steig upp til himins. Það var of- sóknarmaðurinn Sál frá Tarsus. En hann var af Guði fyrirhugaður til að verða þjónn og vottur Drottins Jesú Krists. Ofsóknarinn fékk það hlutverk sem þjónn Krists: að boða sem víðast afturhvarf og fyrirgefning synda fyrir trú á Drottin Jesúm. Það kemur hvergi fram, að Guð hafi nokkru sinni minnt hann á, hvernig hann breytti sem ofsóknari, lastmælandi og smánari. Allt var þetta fyrirgefið, þegar Sál frá Tarsus voru fyrirgefnar synd- irnar og hann gerður að nýjum manni, hreinsaður af öllu ranglæti. Hvílíkur dásamlegur boðskapur! ,,Ég mun alls ekki framar minnast synda þeirra.“ Jafnvel sú synd, að þjóð- in afneitaði Jesú, lokaði ekki náðardyrum Guðs. Enn á þessum tímum standa náðardyrnar opnar þeim, sem í fávisku sinni afneita guðdómi Jesú og friðþægingu hans. Ef syndir þessar eru játaðar fyrir Guði, þá fyrir- gefur hann þær. Svo trúfastur er Guð og orði sínu trúr. Svo mikið gildi hefur blessaða nafnið Jesús frammi fyrir Guði og persónan, sem ber þetta dýrlega nafn. 8. kafli. Hásæti náðarinnar. Hebr.4.16. „Kristur leið,.... t'l þess að hann gæti leitt oss til Guðs.“ (lPét.3.18.) „Hann, sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki lílca gefa oss allt með honum?“ (Róm.8.32.) „. . . . Hann getur og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð.“ (Hebr.7.25.) Menn hafa spurt: „Hvað er náð?“ Svarið er oft á þessa leið: „Náð er óverðskulduð hylli, velgerðir, líkn- semi, sem Guð auðsýnir þe;m, sem ekkert eiga skilið frá hans hendi, nema hegningu fyrir syndir sínar.“ Þetta, hásæti náðarinnar, táknar það, að nú situr náð Guðs að völdum í breytni hans gagnvart mönn- unum, bæði þeim, sem eru honum fjarlægir enn, og líka hinum, sem komið hafa til hans fyrir trúna á soninn hans, Drottin Jesúm Krist. Þegar maðurinn með synd sinni hafði gert sig óhæfan til að dvelja í Eden-garði og var rekin það- an, yfirgaf Guð mennina elcki, því að við lesum löng- um tíma síðar, að „Nói gekk með Guði.“ Guð átti alltaf einhverja, sem dýrkuðu hann og lifðu nálægt honum. Aðrir voru fjarlægir honum. Biblían talar um þá sem heiðingja. Þeir stóðu fyrir utan sáttmálana, sem Guð hafði gert við ættfeður Israels og ísraelslýð sjálf- an. Drottinn Jesús kom og úthellti blóði sínu á kross- inum á Golgata. Hann dó vegna synda vorra, dó í stað þeirra, sem deyja mundu og eilíflega glatast án hans. Úthelling blóðs Drottins Jesú, er sá grundvöllur, sem Guð gat reist á musteri náðar sinnar. Fjarlægir sem nálægir mega ganga þangað inn. Mörg börn Guðs finna til þess, hve óstyrk þau eru, ófullkomin, fjarri takmarki fulls þroska í trúnni. Þeim er boðið að ganga með djörfung að hásæti náð- arinnar. Þegar þau leita eftir því að öðllast meira frá Guði en þau hafa fengið ennþá, er þeim óhætt að koma til hans rneð djörfung. Náðin situr í hásæti sínu og getur frelsað til FULLS. Guð gefi, að þetta megi verða reynsla, sem allra flestra barna hans. 9. kafli. „Faðirinn eiskar soninn.“ Jóh.5.20. „Jesús segir. . . .: „Enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig.“ Jóh.14.6. „Hann hefur rifið niður millivegginn, sem skildi þá að, er hann afmáði í holdi sínu það, sem orsakaði fjandskapinn. . . .Fyrir hann eigum vér hvorirtveggja (heiðingjar og Gyðingar) aðgang til Föðurins." Efes. 2.14.-18. „Þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn,.... svo að vér fengjum sonarréttinn. En þar eð þér eruð synir, þá hefur Guð sent Anda sonar síns í hjörtu vor, sem hrópar: Abba, Faðir. (Gal.4.4.-6.) „öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn.“ (Jóhannes 1.12.) Hugtakið, að Guð er faðir, var ekki óþekkt á tím- um gamla sáttmálans. Drottinn spurði ísrael fyrir munn Malakí: „Sé ég nú faðir, hvar er þá heiðurinn sem mér ber?“ (1.6.) öldurn fyrr hafði spádóms orð frá Drottni hljómað á þessa leið: „Sannlega ert þú faðir vor. . . . þú, Drottinn ert faðir vor, „frelsari vor frá aldaöðli" er nafn þitt.“ (Jes. 6.16.) En opinberun miklu fyllri var gefin, er Drottinn Jesús, kom og heilagur Andi, þegar hann var farinn. Menn, sem lifðu á undan komu Drottins Jesú, þekktu Guð fyrst og fremst sem réttlátan og heilagan. En Drottinn Jesús og heilagur Andi hafa kennt oss í guðspjöllunum og í ritningum postula Drottins, að þekkja Guð sem kærleiksríkan föður. Hans kærleikur nær til allra þeirra manna, sem ritningin nefnir heið- ingja, og hinna, sem hún kallar Gyðinga. Ef við hefðum lifað á dögum Jesú og heyrt um hann mundum við líklega flest viljað sjá hann og heyra. Hefði hann þá verið að kenna í musterinu, þá voru forgarð- ar framan við það. Allra næst inngöngunni var for- garður heiðingjanna. Þangað máttu þeir koma, sem ekki voru ísraelsmenn eða Gyðingar að ættemi, nema þeir hefðu lát;ð umskerast og gengið þar með í þjóð- félag Gyðinga. Innan við forgarð heiðingjanna lá annar forgarð- ur. Þangað máttu allir Gyðingar koma, umskornir menn. I þeim forgarði stóð Drottinn Jesús stundum og predikaði. Hefur þá mátt heyra til hans fram í ytri forgarðinn þótt veggurinn væri á milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.