Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 44

Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 44
44 NORÐURLJÓSIÐ himni? Á einhvern hátt heldur hann fyriíheitið, sem hann gaf ísrael. „Verður þá synd á hinni nýju jörðu, svo að sjúkdóm- ar verði þar?“ Getur eirihver spurt. Synd er ekki allt- af orsök sjúkdóma. og slys hljóta að geta komið fyrir þar sem er fólk með mannlegum líkama. Þarfnast þeir ekki lækninga, sem verða fyrir þeim? Eru þessi heilabrot á nokkurn hátt nytsamleg? finnst mér sem einhver spyrji. Ef til vill elcld. „En Andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs,“(l Kor.2.10.) Fræði- maðurinn Esra hafði snúið huga sínum að því: „að rannsaka lögmál Drottins, og breyta eftir því og að kenna lög og rétt í fsrael.“ (Esrabók 7.19.) Þetta var mjög hagnýtt. En opinberun sú, er Guðs orð birtir, nær langar leiðir út fyrir starfsvið Esra. Það er „langt til veggja, heiðið, (loftið) hátt,“ í heilagri ritningu, spádómum hennar og kenningum. S. G. J. BIBLÍUNÁM Hér koma leiðbeiningar handa þeim, sem vilja hafa sem mest gagn af lestri heilagrar ritningar. Gert er ráð fyrir því, að einn kapítuli sé lesinn í einu. Fari námið fram í námshópi, skal kaflinn lesinn fyrir- fram, ef unnt er, áður en komið er saman. Skulu nem- endur búa sig undir að svara sem flestum, helst öllum, eftirfarandi spumingum. Við heimanám má svara þess- um spurningum samhliða lestrinum, þegar lesin hefur verið ein málsgrein. Nemandi góður, hvað finnst þér vera: 1. Aðalefnið, sem kaflinn fjallar um? 2. Hið helsta, sem megi læra þar? 3. Helstu persónurnar, sem talað er um í kaflanum? Getur þú fundið í þessum kafla: 1. Biblíugrein, vers, sem gagnlegt er að muna? 2. Nokkra fyrirmynd eða kenning um Drottin Jesúm Krist? 3. Kennir greinin nokkuð um Guð, Föðurinn? Um heilagan Anda? 4. Nokkra fyrirmynd til að líkjast? Nokkra villu til að forðast? 5. Er í kaflanum nokkurt boðorð, sem á að hlýða? 6. Er þar nokkurt fyrirheit handa þér að trúa og tileinka þér? 7. Er þar nokkuð, sem þú getur borið saman við önnur vers eða efni í heilagri ritningu? SJÁLFSPRÓFUN. 1. Trúi ég, að eilíft líf sé til? 2. Hvað held ég, að sé eilíft líf? 3. Er ég viss um, að ég eigi eilíft líf? 4. Finn ég þörf á að eignast það, ef ég á það ekki? 5. Vil ég leggja nokkuð í sölumar til að eignast það? 6. Hvernig eignast ég eilíft líf? 7. Eignast þú eilíft líf hér í heimi, eða þegar þú deyrð? 8. Hvað á ég að gjöra, ef ég hrasa eða syndga? Svarið finnst í 1. bréfi Jóhannesar, 1. kafla, 7 — 9. grein. Hvernig á að veita Kristi viðtöku. Ef þú veist eldci, hvernig farið er að því, þá skaltu nú íhuga ritningarstaðina, sem fara hér á eftir, og breyta eftir þeim. Blessunin af því getur ekki brugðist, af því að orð Guðs er óbrigðult og fyrirheit hans stendur stöðugt, að: — „öllum, sem veittu HONUM (Jesú Kristi) viðtöku, gaf hann rétt til þess að verða GUÐS BÖRN, — þeim, sem TRÚA á nafn hans.“ (Jóh.1.12.) Segðu þess vegna af öllu hjarta: — „Ég trúi vitnisburði Guðs um Jesúm Krist, að misgerð mín var látinn koma niður á honum (Jesaja53.6.), að hann bar sjálfur syndir mínar á líkama sínum upp á tréð (l.Pét.2. 24.) og að hann lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig á krossinum (Gal.2.20.). Ég ákveð nú að veita Jesú viðtöku sem Drottni mínum og frelsara (Post.2.36. og 5.31) og kem til hans, eins og ég er (Jóh.6.37.). (Bið til Drottins og segðu honum, að þú komir til hans og takir við honum, sem Drottni og frelsara). Ég hefi nú veitt ICristi Jesú viðtöku, og ég trúi því, sem Guð segir mér í orði sínu, að syndir mínar séu fyrirgefnar, af því að Jesús dó fyrir mig (Post.13.38.-39.) og vegna nafns hans (l.Jóh.2. 12.) Þar sem ég hefi þannig veitt Jesú Kristi viðtöku sem Drottni mínum og frelsara, þá veit ég af óbrigðulu orði Guðs og fyrirheitum, að ég er Guðs barn (Jóh.1.12.), og að ég hef eilíft líf. (Jóh.3.36.); og ég segi af öllu hjarta: „Þökk sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf!“ Segðu öðrum frá Jesú. (Jóh.l.35.-51.)

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.