Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 11

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 11
11 með frumv., sem horft hafi til framfara. Allt slíkt heíir koinið frá pinginu, en ekki stjórninni. Andrjes Ijeldsted: Jeg er úr pví kjðr- dæmi, þar sein menn hafa orð á sjer fyr- ir að vera apturhaldsmenn. Einu sinni var sagt, að enginn úr Borgaríirði vildi fylgja fram endurbót stjórnarskrárinnar. Nú hafa Borgíirðingar gjört grein fyrir skoðun sinni á pví máli, og eru mjög ein- beittir í að fylgja málinu fram í frum- varpsformi, og vilja verja til pess sínum síðasta pening. Einar Jónsson: I Skagafirði hefir brytt á tvíveðrungi í stjórnarskrármálinu. Sum- ir viija fara kostnaðarminni leið en að til aukaþinga purfi að koma, sökum yfir- standandi harðinda. Menn vilja hvíla sig til pess að geta háð pví snarpari orustu eptir. Sumum pykja gallar á stjórnarskrár- frumvarpinu, eins og pað nú liggur fyrir, og vera má að það sje óaðgengilegt fyrir stjórnina. Bezt væri að præða meðalveg, en ráðið til pess er enn ekki fundið. Hver- vetna um landið sjást hin eyðileggjandi á- hrif hinnar núgildandi stjórnarskrár. Yjer höfum naumast kjark til að reisa höfuðið, og meðan pingið ekki gengur á undan með rögg og atorku, er ekki að búastvið, að pjóðin hafi dáð í sjer til að hrinda af sjer ónýtum embættismönnum. |>að, sem vjer þurfum umfram allt, er innlend stjórn með tryggri ábyrgð. Jeg get ekki sjeð neitt á móti pví, að senda konungi ávarp. Jeg vil enn reyna að fá loforðið uppfyllt með ráðgjafa með ábyrgð. En sinni stjórn- in ávarpinu ekki, pá sjáum vjer, að stjórn- in vill ekkert um oss hugsa, og vil jeg pá halda stjórnarskrárbreytingunni kröptug- lega áfram í frumvarpsformi á næsta al- pingi og hvergi gugna. Hannes Hafstein : Fulltrúinn úr ísa- fjarðarsýslu (Sk. Th.) færði pað sem sönn- un fyrir, að stjórnarfyrirkomulagið, sem vjer höfum, pyrfti breytingar pegar í stað, að pað væri ýms mál landsins, sem eigi væri hrundið í lag, og stjórnin kæmi eigi með frumvörp til framfara. En ef petta sýnir nokkuð, pá gæti pað, í hæsta lagi, að eins sýnt, að stjórn sú, sem hefir verið, hafi eigi beitt valdi sínu sem bezt; en pað sannar í rauninni ekkert viðvíkjandi stjóru- arskránni, og ef mönnum er svo mikið á- hugamál með pessi mál, sem hann (Sk. Th.) tilnefndi, hvers vegna má pá eigi senda til stjórnarinnar lög um pau mál ping eptir ping, eins vel eins og stjórnar- skrárfrumvörp? J>ví pað er pó altjend eins mikil von til, að stjórnin láti sjer segjast og staðfesti pau, eins og að hún gangi ofan í sig og staðfesti stjórnarskrárfrum- vörp pau,sem hingað til fram hafa komið. Að pví er fjárhaginn snertir, skal jeg taka fram, að jeg talaði um, að landið ætti ekkert handbært fje, sem gripið yrði til, til að borga skuldina við ríkissjóð og innleysa póstávísanir vorar, og er pað rjett. |>að var jarðabókarsjóðurinn,sem jeg eink- um átti við, en viðlagasjóðurinn bætir ekki úr skák, pví hann er að mestu fast- ur, og pótt farið væri að segja upp lánum eða selja fasteignir, fæst eigi pegar gjald- eyrir fyrir pað ; og pað er snertir innrit- unarskírsteinin, pá hrökkva pau ekki næst- um fyrir poirri skuld, sem áfallin er til ríkissjóðs, hvað pá til að borga út ókomn- ar póstávísanir, sem keyptar verða fyrir hina íslenzku seðla. H. fulltrúa Isfirðinga pótti pað svo frá- leitt, að jeg skyldi vilja sníða stjórnarskrár- frumvarpið eptir pví, sem stjórnin vildi sampykkja, en ef honum pykir pað heimskuleg krafa, að stjórnarskrárfrumv. sje pannig úr garði gjört, að nokkurt vit sje í að vænta staðfestingar á pví, frá nokk- urri stjórn, pá megum við sannarlega standa á svo ólíkum grundvelli, að við naumast komum okkur saman. Gagnvart meðfulltrúa mínum (|>. G.) og fundarmanninum, sem næst talaði (G. M. í Elliðakoti), skal jeg taka fram, að pað er auðvitað, að jeg tala eptir minni eigin 2*

x

Þingvallafundartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.