Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Síða 29

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Síða 29
29 hverjum að skilja, hvílík svæfandi ákrif petta hefir á rjettartilfinningu og rjettar- meðvitund manna. En svo er pessum langa drætti samfara afarmikill kostnaður. 1000 kr. fyrir báða parta í einkamálum er eigi óvanalegt, og finnst mönnum pá eigi að 1000 kr. og margra ára dráttur sje nokkuð hár skattur, og rjettur vor til að hafa hæstarjett í Danmörku fyrir æðsta dómstól nokkuð dýrkeyptur. Jeg vil svo ekki fara fleirum orðum um petta mál, sem er mjer viðkvæmara en mörg önnur. Friöbjörn Steinsson: Jeg hafði áðan nokkrar efasemdir um pað, hvort hráða nauðsyn bæri til pess að afnema dóms- vald hæstarjettar í íslenzkum málum; en eptir að jeg hef heyrt, hversu alpingis- maður B. Sveinsson hefir fært ljósar og skýrar ástæður fyrir málinu, pá hafa efa- semdir mínar að miklu leyti horfið, og pví mun jeg ekki greiða atkvæði mitt móti málinu. Atkvæðagreiðsla: Sampykkt í einu hljóði svolátandi tillaga frá flutningsmanni: Fundurinn shorar á alþingi að hlut- ast til um, að dómsvald landsins verði skipað með lögum, þannig, að hœstirjett- ur í Kaupmannahöfn verði eigi lengur œðsti dómstóll i islenzkum málum. VII. Stofnun landskóla (lagaskóla). Jón Steingrímsson flutti áskorun til alpingis um að semja og sampykkja á ný frumvarp um stofnun lagaskóla á ís- landi. Benidiht Sveinsson: |>að eru nú meir en 30 ár, síðan jeg fór að hafa afskipti af pessu máli, og pá var jeg að nema lög við háskólann í Kaupmannahöfn. þetta var árið 1855. |>á samdi jeg bænarskrá til alpingis um að stofnaður yrði laga- skóli og gekkst fyrir málinu meðal landa minna. J>á fann jeg til pess, hversu ó- eðlilegt er fyrir oss að fá embættismenn, sem eingöngu hafi tekið próf i dönskum lögum, og pað var tilætluu mín, að laga- skóli kæmi í staðinn fyrir kennslu í dönskum lögum. Síðan tók pingið málið að sjer, og nú hefir pað í öll pessi ár hvað eptir annað annaðhvort beðið um lagaskóla, meðan pað var ráðgefandi, eða sampykkt lög um petta, en stjórnin hefir að jafnaði haft sama svarið: gallhart nei. petta eru löðrungar fyrir alpingi og hina íslenzku pjóð, sem menn verða að pola. En pegar stjórnin sýndi pessa harðýðgi, pá fannst mjer rjettast að ganga feti framar og stakk upp á að stofna hjer á landi háskóla. En petta pótti ofviða fyr- ir landið, og pinginu blöskraði, og pví var nafninu breytt í landsskóla. J>egar pessu var neitað af stjórninni, pá var enn fitj- að upp að nýju, en stjórnin situr við sinn keip, og pví er ekki annað fyrir höndum en halda enn áfram í drottins nafni, og í von um, að vísindin, sannleikurinn og rjetturinn sigri að lokum ; en pví finnst mjer rjett að segja hvað manni býr í brjósti, og heimta háskóla. Almenn mál eiga að vera almenn fyrir allt landið, en sjerstök mál eiga að vera mál fyrir hin einstöku hjeruð. J>essu var á eðlilegan hátt skipað fyrir í vorum fornu lögum og eptir vorri fornu stjórnar- skipun. En petta parf að rannsaka á vís- indalegan hátt, en slíkt er eigi hægt nerna vjer höfum vísindalega stofnun til slíks. pá er staða íslands í bókmenntum heimsins eigi ófögur, pegar menn hugsa um vorar fornu bókmenntir; en hverjum stendur næst að halda starfi íslands áfram í pessu efni, og hver mundi geta lagt fram betri mannsefni til slíks, heldur en ísland? pessu mega menn ekki gleyma, og verða að hafa hugfast, að hjer parf hvöt, hjálp og aðstoð, sem brestur, ef menn hafa ekki vísindalega stofnun í landinu sjálfu. Að endingu vil jeg spyrja yður, hátt- virtu herrar: Hver er afltaugin í hinu illa sambandi, sem nú er milli Dana og

x

Þingvallafundartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.