Þingvallafundartíðindi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Qupperneq 33

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Qupperneq 33
33 an viðauka við þessa tillögu: svo og á álnavöru, glysvarningi og aðjluttu smjöri, og var hann sampykktur með 15 atkv. gegn 8. IX. Alþýðumenntunarmálið. Páll Pálsson prestur: Jeg skal leyfa mjer að koma með tillögu til fundarálykt- unar. Hún er svo hljóðandi: »Fundur- inn skorar á alþingi að styðja alpýðu- menntunarmálið, eptir pví sem efni og á- stæður landsins leyfa«. Jón JaJwbsson : Jeg parf að gera grein fyrir atkvæði mínu, pví að jeg þykist vita, að allmargir hafi aðra skoðun á pessu máli en jeg, en jeg tel pað einnig víst, að all- margir sjeu á minni skoðun. pað hefir mikið verið talað og skrifað um alþýðumenntun, en hvað hefir verið gert tilað efla praktiska mentun hjá lands- inönnum—pá menntun, sem oss ríður mest á? |>ví að hvað er pað, sem útlendingar reka fyrst augun í hjá oss ? J>að eru veg- irnir um landið, þúfurnar í túnunum lijá oss, og amlóðaskapur vor í búskap til lands og sjávar. Sú menntun, sem eykur pekk- ingu vora í þessum efnum og lyptir oss á hærra stig í pessum greinum, er sú menntun, sem vjer pörfnumst mest og þurfum mest að efla. Bókleg menntun er í sjálfri sjer góð, en pó pví að eins, að praktisk menntun sje að minnsta kosti samfara eða jafnvel fari á undan. Með menntunni aukast kröfur manna til lífsnautna, og pá er til lítils að ætla að proska eða efla andlega menntun, ef prakt- isk eða verkleg menntun eykst að litlu eða engu. J>að dregur fremur úr enn bætir velgengni pjóðarinnar. Jeg met pví miklu meir pann bónda, sem sljettar eina dag- sláttu 1 túninu hjá sjer, en pann mann, sem skrifar langar ritgjörðir um alpýðu- menntun. Lestrarfjelög eru mjög gott meðal til að efla bóklega menntun almennings, og pau vil jeg styðja, og pað miklu fremur en Möðruvallaskólann, pví að helztu ávextirn- ir af honum eru, að enginn vill nú vera á honum lengur. J>að er pví mín tillaga, að afnema Möðruvallaskólann ; húsið mætti nota handa kvennaskóla, sem væri sam- eiginlegur fyrir Norður- og Austurland. Privatskóla, eins og Hljeskógaskólann, ætti að styðja, og umfram allt búnaðarskólana, ef peir eru með heppilegu fyrirkomulagi; en styrkur til þeirra parf að vera meir en lítill, til pess að peir verði að tilætl- uðum notum. J>að dugir ekki, að sjá í fjárveitingu til húsabygginga, svo að eigi purfi að kenna par í húsum, sem varla er líft í. Að öðru leyti en pessu ættu menn helzt að láta petta mál hvíla sig, og allra sízt að vera að hröngla upp mörgum alþýðuskólum. Að svo mæltu skal jeg leyfa mjer að afhenda fundarstjóra svohljóðandi tillögu til fundarályktunar: »Fundurinn skorar á alþingi að afnema Möðruvalla- skólann, og verja heldur pví fje, sem til hans gengur, til alþýðumenntunar á ann- annan hátt«. Arnbr Árnason: Jeg get eigi sam- pykkt pessa uppástungu, sem hjer liggur fyrir, pví að þingið hefir verið stefnulítið í pessu máli. Jeg vil helzt ekki pessa föstu skóla. Möðruvallaskóli verður ekki að gagni vegna vantandi barnamenntunar og hana tel jeg mest nauðsynlega. Benidikt Sveinsson kvaðst vera sam- dóma Jóni Jakobssyni, enda væri skoðun hans ekki ósameinanleg við skoðanir þeirra, sem unna bóklegri menntun alþýðunnar, pví að væri skoðun hans sú,— og pað kvaðst hann vera viss um, að væri skoðun Jóns Jakobssonar,—að bóklega menntunin ættiað vera ljós á vegum almennings í viðureign- inni við náttúruna, og í baráttu hans til að færa sjer gæði náttúrunnar í nyt. Páll Pálsson prestur: Á fundi í S.- Múlas. voru menn almennt á móti pví stóra skólafyrirkomulagi, sem kom fram á þinginu í fyrra, og samkvæmt pví hefi jeg

x

Þingvallafundartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.