Fylkir - 01.01.1927, Page 1
Meðfylgjandi greinargerð minni til þingsins, sendi eg eftirfylgjandi
bréf til II. þingmanns Eyfirðinga, sem eg treysti maxma bezt til að
mæla með tillögum mínum og óskum:
Herra
Bernharð Stefánsson, alþingism. Eyafjarðarsýslu,
Heiðraði vinur!
Reykjavík.
Nú í dag sendi eg þér eitt eintak af nr. V, VIII. og IX. árg. »Fylk-
is«, til þess að þú getir látið leiðandi menn í fjárveitinganefnd Al-
þingis sjá greinargerð mína fyrir því starfi, sem eg hef int af hendi
með þeim fjárstyrk, sem Alþing hefur veitt mér síðan 1918, til »að
safna steina- og jarðtegundum og rannsaka að hverju sé nýtt«.
Styrkur þessi nam tvö fyrstu árin (1918 og 1919) 600 kr. á ári, en
næstu þrjú árin (1920, 1921 og 1922) nam hann 1200 kr. á ári; en
síðustu tvö árin (1923 og 1924)hefur hann verið 800 kr. á ári. Hef
eg því fengið alls úr ríkissjóði, frá byrjun ársins 1918 til síðustu árs-
loka kr. (2 x 600 + 3 x 1200 +2 x 800) = 6400 kr., eða rúmlega 900
kr. á ári til jafnaðar um síðustu 7 ár. Meðfylgjandi skýrsla gefur
yfirlit yfir árangurinn af starfi mínu á þessum 7 árum.
Vænti eg þess, að þingmenn sjái og skilji, að talsvert meiri og
fullkomnari útbúnað þarf til þess að steina- og jarðtegunda-rann-
sóknir geti komið landsbúum að verulegum notum. Til þess þarf
bæði æfða og lærða starfsmenn, fleiri en Island á nú á að skipa, og
rannsóknastofur, eina í hverjum fjórðungi landsins, þó að aðal-
rannsóknastofan sé í Reykjavík. Annars er hætt við að verkið gangi
alt of seint og að áhugi almennings dofni, eða deyi út, áður en nokkuð
verulegt og arðvænlegt kemst í framkvæmd.
Eins og sjá má af skýrslunni, hefur engin nákvæm og regluleg efna-
greining verið gerð á j arðvegs-tegundum, sem eg hef sent Rann-
sóknastofunni, fyr en hr. Trausti Ólafsson tók við henni, fyrir tveimur
árum síðan; sumpart vegna þess, að hún hafði ekki öll prófefni, né
ýms önnur nauðsynleg áhöld, og sumpart vegna þess, að forstöðumaður