Fylkir - 01.01.1927, Page 9

Fylkir - 01.01.1927, Page 9
11 aluminíum. Er talsvert af þeim rauða steini hér í grendinni, bæði fyrir utan og sunnan Glerá. Er óskandi, að rannsakað væri nákvæmar, hvort hvort arðvænlegt væri að vinna þá málma úr þeim steini. Sama tabla, (21. bls.) sýnir, að nr. 119, svo-nefndur »ísaldarleir«, einnig tek- inn hér í Brekkunni, inniheldur 31,8% aluminium-oxyd og 10,2% Cal- cium-oxyd. Er sá leir nánari athugunar vei’ður vegna þeirra málma og af því hann er nýtilgur til að bæta magran jarðveg. Ennfremur sýnir tablan, að mórauða duftið (gosaska) frá Núpa- felli inniheldur rúmlega 23% járn-oxyd og aluminium-oxyd og auk þess 4% calcium-oxyd. Er ekki ómögulegt að vinna mætti þá málma úr þeirri gosösku, ef málmbræðslu-ofnar og verksmiðja væru hér til; a. m. k. má nota þá gosösku til að bæta jarðveg, sem er mjög fátækur af kalki, en ríkur af Nítrogen (holdgjafaefni). Annars ex’u efnagrein- ingar á þeim sýnishornum, sem eg hef safnað, allt of fáar og ekki ein einasta nákvæm efnagreining gei’ð, þar til hr. Tr. Ólafsson tók við efnarannsókna-stofunni, síðan aðeins í 12 sýnish., eins og sjá má í tveimur síðustu árgöngum »Fylkis« og meðfylgjandi skýrslu. Samkvæmt steina skrá minni, — sjá hér á eftir j — eru sýnishomin, send árin 1918—1920, alls 114 að tölu, en 3 af þeim, n. 109 a, b, og c, eu skyldar tegundir og bera allar töluna 109 með stöfunum a, b eða c. undirrituðum, til aðgreiningar. Er því tala sýnishomanna aðeins 112, í skýrslunum, sem eru birtar í »Fylkir«. Kalksteinar. — Markverðust af þessum steinategundum er kalksteins-tegundin. Sýnishorn nr. 81 er tekið úr kalksteinsæð við Djúpafjörð í Gufudals- sókn, sumarið 1920. Var Halldór, sonur Andrésar bónda í Brekku, með mér og naut eg aðstoðar hans og foreldra hans í öllu, við þá leit. Steinninn er hvítur, kristalliseraður kalksteinn, eða »silfurberg«, þó ekki eins hreint eins og það »silfurberg«, sem eg hef séð frá Helga- staðanámunni við Reyðarfjörð. Meginhluti þess ber gula slikju, en sumt er litlaust og glært. Fyltum við Halldór kassa með molum af þessum steini, á að giska 12—15 kg., og bað eg Halldór og Andrés bónda að senda rannsóknastofunni hann, og því lofaði Halldór mér. Efast eg ekki um, að hann hafi gert það. Þar næst er lcalksteinn, nr. 67, tekinn sumarið 1919 við Hrauns-á í Öxnadal; einnig hreint kalk, eða því sem næst; en hann var einstakur og enginn veit enn, hvaðan ofan úr fjalli hann kom. Kringumstæður mínar hafa ekki leyft mér að rannsaka þessa staði frekar. Leirtegundir. — Sýnishornin af leir, sem eg safnaði og sendi rannsóknastofu Islands á árunum 1918—1920, eru 47 eða 48 taisins; tvö þeirra hafa verið efnagreind síðan (sjá ofanritað. — Leirnáman í Mókolls hálsi var seld Sturla Jónssyni vorið 1920, á 500 kr.l

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.