Fylkir - 01.01.1927, Síða 16

Fylkir - 01.01.1927, Síða 16
18 Eg get fullvissað menn um, að harm leggur fram meiri vinnu en svo, að 800 kr. geti talizt sæmileg þóknun, hvað þá heldur kaup. Annars þarf ekki að fjölyrða um hvort rannsóknir hans séu styrks verðar, vegna þess, að alþingi hefur í því efni sagt til um álit sitt, þar sem honum hafa verið veittar 800 kr. árl. um nokkura ára skeið. — En nú stendur svo á, að sökum elli er þess varla að vænta að Ihann geti fengið auka atvinnu, enda vinnur hann altaf svo mikið að rann- sóknum sínum, að hann hefur engann tíma til annara starfa«, o. s. frv. Meira af þessari lofræðu leyfir hvorka rúm né tími mér að birta nú, enda þykir mér meira en nóg af svo góðu. Það var ekki elli-styrkur né sjúkrastyrkur, sem eg beiddist af alþingi. Eg var ekki þá sjötugur að aldri, og alls ekki heilsu-minni en eg hafði verið fyrir fjórum til sjö árum, meðan eg ferðaðist mest um og kringum Island. Rannsókna- tilraunir mínar höfðu alls ekki verið svo mikils virtar af alþingi né öðrum, að eg fengi nokkurn tíma fé til að kaupa nauðsynlegustu próf- efni og rannsókna-áhöld; og tveimur árum áður hafði alþingi neitað mér um 3000 kr. styrk til skeljakalkbrenzlu-tilrauna. Það var því al- veg óþarfi að hæla mér fyrir rannsókna-tilraunir, sem eg sjálfur' hafði gert. Eg gerði þar aðeins skyldu mína og heiðurinn fyrir þær rannsóknir, sem gerðar voru 1922—1924 á 12 sh., sem eg hafði safnað, á hr. Trausti Ólafsson efnafræðingur í Rvík, öllu fremur en eg. Hins vænti eg af þinginu og fjárveitinganefnd alþingis, að það og hún kynnu að meta að verðleikum vísindalegt verk, sem eg hafði unnið og sem hafði almennings heill fyrir takmark. Skýrslan, sem fylgdi bréfi mínu til B. St., sýndi hvað það verk var. (Jndirtektir alþingis má ráða af fyrstu orðum næsta ræðumanns, Kl. Jónssonar — »Einhver verður að tala við tóma stólana« —. Þing- menn hefðu gengið út, til að fá sér hressingu eða ferskt lopt, meðan Bernh. St. talaði um styrkveitingar, vegna elli og lasleika, og sá ræðu- maður (Kl. J.) studdi ekki B. St. að máli, né mitt erindi, um styrk- veiting til efnaranrisókna hér norðanlands, heldur bað hann þingið um 10000 kr. handa mjólkurfélaginu »Mjöll«, svo það gæti kept við danska mjólk, í Reykjavík. Það var vissasti vegurinn til að auka mjólkur- framleiðsluna hér á Islandi og til að lækka mjólkur-verðið í Reykjavík. Þegar til atkvæða kom, greiddu báðir formenn fjárveitinga nefndar- innar atkvæði með 2000—3000 kr. styrkjum til eins málara og annars hagyrðings eða ljóðskálds, sem Island á nú meir en nóg af, og sem altaf fjölgar eins og gorkúlum á mykjuhaugi, þrátt fyrir dýrtíðina og verðlækkun krónunnar. Annar fom. fjárveitinga-nefndarinnar, Tr. Þ., neitaði að veita þessa 400 kr. hækkun, sem B. St. bað um handa mér, og gaf sem ástæðu, að »fleiri mundu þá á eftir fara«. Hvað hann hefði sagt, ef hann hefði lesið mín eigin tilmæli, veit eg ekki. En sjálf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.