Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 21
23
Herra Bemh. Stefánsson endaði ræðu sína með þvi að hvetja þing-
menn til að heimsækja Frímann og sjá, hve spart hann lifði; Frímann
væri eflaust sparsamasti maðurinn á Islandi. — Þetta nægði. Þeim
þingmönnum, sem á heyrðu, þótti líklega lítil dygð í því, að lifa spart,
þegar maður hefði ekki nema einár 800 kr. á ári til að lifa af, krónan
á 60—70 au. gulls, en herbergisleiga 300 kr. um árið (eins og eg
hef goldið hér á Akureyri um síðustu 5 ár), 200 kr. á ári fyrir fata-
slit og þjónustu og 100 kr. fyrir ljós, hita og ræstingu. — Einar 200
kr. eru þá eftir, af 800 kr., eða sem svarar 4 kr. á viku. Af þeim
mundu fæstir heilvita menn vilja eyða miklu til óþarfa, né þykjast
hafa ofmikið til að lifa af. Ef til vill, hefur þingmönnum fundizt ræðu-
maður vera að sneiða sig, og gæðinga sína, embættismenn og uppá-
haldsgoð Islands, sem engir hafa líkt því svo lág laun. Sumum þeirra
endast ekki 800 kr. mánaðarlangt. — Herra B. St. minnist alls ekki
á erindi mitt til Alþingis, né á skýrslu þá, sem eg sendi honum til að
leggja fyrir þingið. Af henni mátti þó sjá, að, þrátt fyrir elli mína og
»lasleikann«, sem herra B. St. gleymdi ekki að segja þingmönnum frá,
hafði eg á árunum 1918—1921 ferðast um Norðurland þvert og endi-
langt, einnig um nokkum hluta Vestfjarða og kringum alt ísland,
safnað á þeim árum 114 sýnish. af ýmiskonar steina- og jarðtegund-
um, prófað sum þeirra sjálfur, og sent sýnishorn af þeim öllum, til
Efnarannsóknastofunnar í Kvík. Og síðan 1922, þegar styrkurinn til
mín var lækkaður úr 1200 kr. niður í 800 kr. á ári, og eg gat ekki
féleysis vegna ferðast um landið, hafði eg samt safnað 16 sýnish. hér
nærsveitis, og látið efnagreina 12 sýnish. af algengum steina- og jarð-
tegundum, þ. á. m. tvær jarðvegstegundir, til þess að sýna og sanna,
hvemig auðveldast mætti bæta híbýli almennings og byggingar yfir-
leitt, án þess að kaupa byggingarefni frá útlöndum, svo sem trjávið,
og sement, til muna, og sömuleiðis, hversu auka mætti grasræktina og
jarðrækt hér á landi yfirleitt, án þess að kaupa útlend áburðarefni,
svo sem saltpétur, guano o. s. frv. Eg hafði, árið 1920, fyrstur manna
bent á kalk-eklu fnlands, og um leið vísað veg til að vinna kalk hér á
íslandi, bæði til steinsmíðis og jarðræktar. Að því ráði hefur ekki
verið fylgt, er að kenna fáfræði og samtakaleysi bænda og búhölda,
sérplægni sements-sala og timbursala, og kæruleysi búfræðinga og
verkfræðinga, sem hafa sjálfir hugsað meir um að græða á aðfluttu
vörunum, en að spara almenningi óþörf innkaup byggingarefna, sem
hafa numið 5—6 millión króna á ári, síðan 1919, og kenna almenningi
að nota landsins algengustu og verðmætustu efni, sem enn liggja, að
miklu, eða mestu leyti, ónotuð. — Að hvorki kalk né önnur áburðarefni
hafa verið betur hirt, og meira notuð, en enn er orðið, er því undar-
legra sem þjóðfélagið ver háum upphæðum árlega til alskonar skóla