Fylkir - 01.01.1927, Side 26

Fylkir - 01.01.1927, Side 26
28 allt ræktað land tæp 24 þús. hektara (sbr. búnaðarskýrslur íslands árið 1923); þar af voru um 500 hektarar sáðgarðar. — Þetta gætu landsmenn með því að nota hendur sínar, hesta, plóga og herfi og hentug áburðarefni, sem landið sjálft getur gefið, og sjórinn ber að landi árlega. Um leið losnuðu menn úr skuldalæðingnum, fyrir að- fluttar vörur og óþarfa, og trygðu sér og afkomendum sínum góð heimili og heillaríka framtíð. Ofvöxtur kaupstaðanna og eyðing sveitanna hefur atvinnuleysi, ör- birgð og ófarsæld. í för með sér. Aðeins 28 áheyrendur voru viðstaddir, engir ríkisborgarar bæarins, enginn hinna þriggja blaðaritstjóra. Flest heldra fólkið var á út- reiðartúrum. Tvær til þrjár línur gátu fyrirlestursinp í einu vikublaði bæarins; meira var hann ekki virtur. • * * Féleysis vegna gat eg ekki notað hlýviðri Júnímánaðar til að takast neina rannsóknarferð á hendur. Af styrknum, sem mér var ánafnaður, fékk eg ekkert fyr en í byrjun Júlímánaðar. Þá voru mér sendar, samkv. beiðni minni, og fyrir eftirlátssemi hr. M. G. atvinnumálaráð- herra, 600 kr., og þá hefði eg farið rannsóknarferð til Reykjastrandar og Tindastóls, ef heimiliskringumstæður og tíðarfar hefði leyft. En, áður en eg yrði ferðbúinn, gengu í garð óvenjumiklar rigningar, sem gerðu alla fjallvegi illfæra og allar vegleysur ófærar; og þær rign- ingar og sú ótíð varaði til Ágústmánaðarloka og fram í September. Þann tíma neyddist eg til að halda kyrru fyrir; en notaði þá mánuði eins og Júní til að ljúka við útreikninga á nokkrum mælingum, sem eg hafði sjálfur gert, á undanfömum 9—10 árum (og með tlliti til annara mælinga), innan 60 km., frá Akureyri, nl. frá Hörgárdal austur að Mývatni. — ennfremur endurtók eg í Septembermán. athug- anir á leirtegund, sem finst hér út með firðinum, skamt fyrir lutan bæinn Bjarg. Hinn 5. Okt. gat eg loksins komizt af stað í fyrirætlaða ferð, nl. með e/s. Nova, til Siglufjarðar og þaðan landveg, sem leið liggur um Siglufjarðarskarð, til bæarins Reykir á Reykjaströnd, við rætur Tinda- stóls. Ferðin varaði 12 daga, eg kom aftur með sama skipi h. 16. s. m. Er stutt lýsing af þessari ferð minni birt í 55. tbl. Dags, útg. 23. Des. sl., undir fyrirsögninni: Ferð til Tindastóls. Á eg veglyndi ýmsra kunningja á Siglufirði, í Fljótum og í Skagafirði að þakka, að eg komst leiðar minnar slysalaust, og að sú ferð varð ekki alveg árang- urslaus. 1 nefndri ferðalýsingu minni má lesa, sem fylgir:

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.