Fylkir - 01.01.1927, Page 27
29
Árangurinn af ferðinni.
Steina- og jarðtegundir safnaðar á rannsóknarferð
5, —16. Okt., 1926.
Nr. 133a. Leirsteinn, rauðgulur frá Höfða í Sléttuhlíð, tekinn 7. Okt.
— 133b. Leirsteinn, bleikrauður frá sama stað, tekinn 7. Okt.
— 133c. Leirsteinn, bleikur frá sama stað, tekinn 7. Okt.
— 134. Leir (Smiðjumór), tekinn sunnan undir Þórðarhöfða 8. Okt.
— 135. Blásvartur basaltsteinn úr Þórðarhöfða sunnanverðum, tek-
inn 8. Okt.
— 136. Bleikt móberg úr Þórðarhöfða að sunnanv., tekið 8. Okt.
— 137. Dökkt móberg úr Þórðarhöfða sunnanverðum, tekið 8. Okt.
— 138. Dökkur sandur, tekinn við lón utan við Búðarskála á Bæ
8. Okt.
— 139. Dökkur leir, tekinn niður við sjó, nokkuð fyrir utan Keyki,
11. Okt.
— 140. Blóðrauður leir, tekinn á sama stað, 11. Okt.
— 141. Kalksteinn úr fjallinu Tindastóll, beint upp af Reykjum,
11. Okt.
— 142. Skolbrúnn leir, tekinn í brekkunni á Sauðárkrók 12. Okt.
Þetta eru allar tegundirnar, sem eg gat safnað í þessari ferð.
Blásvarta basaltið úr Þórðarhöfða, tveggja metra þykkt lag, á a. g.,
er mjög ríkt af járni.
Bleika móbergið, sem liggur ofan á basaltinu, á a. g. 8—10 m. þykkt
lag, er höggvanlegt og nógu hart og traust til bygginga. Dökka mó-
bergið er lausara i sér.
Sandurinn nr. 138 er einnig mjög ríkur af jámi.
Leir, nr. 139, mun duga sem eldfastur leir, svo einnig leirinn nr. 142.
Nr. 133a og 133b eru úr afar fínum leir.
Leir 140, mjög fínn átekta, er eflaust ríkur af jámi og henlar til
málninga.
Nr. 141 inniheldur að vísu kristaliserað kalk eða silfurberg, en
kristallamir eru ekki eins tærir eins og frá kalksteins-námunn i, sem
eg fann með hjálp þeirra feðga frá Brekku, Andrésar bónda og sonar
hans, sumarið 1920, í gili nokkru og urðinni fyrir neðan það, beint
upp af Þórishólma í Gufudalssókn.
Nákvæmar rannsóknir á ofangreindum tegundum hef eg ekki getað
gert vegna áhaldaleysis. Fé til steinarannsóknastofu, sem eg bað Al-
þing um í fyrravetur, 1925, er enn ófengið. — Sumar eðlisfræðilegar
frannsóknir má að vísu gera hér, og þær skal eg gera svo fljótt sem
mér er unt; en flest öll áhöld vantar.