Fylkir - 01.01.1927, Side 33

Fylkir - 01.01.1927, Side 33
85 steinninn er kalk (CaO; er þaö etandi alkaliskt efni, sem litar rauðan iitmus-pappír bláan, og dreklcur í sig vatn með áfergi svo vatnið sýð- ur, þar til kalkið er full-leskjað (»siökkt<). Bæði leskjað kalk og óleskjað kalk dregur í sig kolsýru (CO2) úr andrúmsloptinu, nema kalkið sé geymt í loptheldum ílátum eða steypt- um loptheldum gryfjum. Sé óleskjuðu kalki blandað saman við hreinan blágrýtis-sand eða tinnu-sand, í hlutfallinu 1 : 2 og vatni helt í hræruna þar til hún er gegnvot og hún síðan látin standa, sezt hún að stundu liðinni og eftir nokkra daga verður hún að hörðum steini. Sé hræru þessari, áður hún harðnar, drepið á milli steina með múr-skeið, eins og múr- smiðir gera, þá límir hún steinana saman er hún harðnar og verður þeim jafnhörð. Þetta eðli kalk-steinsins gerir hann hentan og dýr- mætan til alskonar steinsmíðis. Kalk, þannig unnið og blandað með sandi, er hið alþekta múrlím (»Mortar«). Sé óbrendum kalksteini blandað saman við hreinan þurran leir í hlutfallinu 6 :2 að vigt og hvort-tveggja brent í hverfiofni yfir megn- um eldi og síðan malað í fínasta duft, þá fæst úr blönduninni hið alþekta Cement, svo dýrmætt og nú alment notað til steinsmíðis. Cementsbrensla er uppgötvun síðustu aldar; því þó Rómverjar byggju til cement fyrii' nítján öldum síðan, þá var þeirra cement, »Róman sement«, annarar tegundar. Kristnu mentaþjóðunum lærðist ekki sú list, að búa til gott Cement, fyr en á miðri síðustu öld. Eng- lendingurinn, Thomas Parker, á heiðurinn af því að hafa manna fyrst brent Cement úr leirblandinni kalksteinsleðju. Hann brendi leðju úr ánni Thames og hepnaðist að vinna úr því Cement, í byrjun 19. aldar, að þvi ritað er. Nú er sú list alþekt orðin og Cement vinisælt um allan heim, og búið til hvar sem hentug og nægileg efni eru fyrir hendi; þvi það er sterkara en kalklím, og Cement-steypa eða svonefnd »stein-steypa« úr Cementi, sandi og möl í hlutfallinu 1:2:4 eða 1:3:6 þykir ódýrari og hentari til húsabyggingar en sá steinn, sem hér á íslandi er helzt um að gera, jafnvel þótt höggvinn grásteinn og högvinn Byrðu-steinn sé eflaust eins endingar-góður eins og bezta steypa. Því miður er Island mjög fátækt af kalksteini og alveg sand- laus leirlög eru hér óvíða til. Engin kalksteinslög hafa hér á landi enn fundist, aðeins þunnar skánir ofan á berglögum, t. d. í »Esjunni« eða æðar í giljum og sprungum, eins og við Djúpafjörð í Gufudals- sókn (Barðastrandasýslu). Erlendis eru víða umfangs-mikil kalksteinslög bæði austan hafs og vestan, t. d. í Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi, en vestanhafs svo að segja í öðru hvoru ríki eða fylki. Hér á Islandi er því ekki að heilsa. Hafi kalksteinn nokkurn tíma myndast, þar sem Island nú 3

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.