Fylkir - 01.01.1927, Page 34
36
stendur, hefur eitt af tveram orftið: annaðhvort hafa eldgos hulift þau
kalksteinslög þykku hrauni út fyrir fslands strendur efta skriðjöklar
og eldgos hafa sópaft þeim og þyrlaft þeim á burt. Þser kalksteins œftar
og skánir, sem hér hafa fundizt eru, eftir aldri berg-laganna aft
dæma, til orðnar löngu eftir að skeljakalk-lögin mynduðust í Þýzka-
landi og norðan við Eystrasalt og Júrafjöll og Krítarlögin miklu urðu
til. Ekki fyr en á hinni svo nefhdu Nýöld jarðlífsins urftu brágrýtis-
lög, stuðlaberg, strandafjöll og hraunbreiftur íslands til, og sjálft
hefur landið aldrei legift öldum saman undir sjó, að því er hægt er
að sjá, þó strendur þess hafi lyptst nokkur hundruð metra, að
því jarftfræðingar segja úr hafi, vegna þrýstingar síhækkandi bergs-
dyngja og jökla um miðbik þess, og sú hækkun nemur aðeins 100—200
m. yfir núverandi sjávarmál. En á þeirri hæð hafa engin kalksteins-
lög fundizt, ekkert nema nýnefndar skánir og æðar.
Til kalksteins-hópsins teljast, auk vanalegs kalksteins, tegundimar:
Silfurberg, marmari og krít.
b. Silfwrberg (Þ. Doppelspat, E. Iceland Spar.) krystaliserast £ ská-
teninga (rhombohedra); er tært, gljáandi, gagnsætt og kleyft á þrjá
vegu. H. 3, eþ. 2,7; bráðnar ekki fyrir lp.; freyðir í kaldri saltsýru,
skiftir ljósgeislanum í tvent greinilegar en aðrir krystallar gera; er
hreinast og fegurst sinnar tegundar í heimi; getur verið mjög dýr-
mætt til ljósrannsókna áhalda; 1 kg. getur kostað svo hundruðum
króna skiftir; finst hér og þar á fslandi, þ. á. m. við Djúpafjörð áður
nefndan; en Helgustaðanáman við Eskifjörð er nafnfrægust fyrir
ágætt silfurberg.
c. Marmari er fínkomótt krystaliserað Calcít; oftast hvítur á lit,
getur þó haft ýmislega liti. Er ágætt byggingarefni og mikið notaður
jerlendis í skrauthús og ríkismanna hallir; en sjaldséður hér á Is-
landi, finst þó, að sögn, sumstaðar til fjalla, einkum í klettasprungum
(sjá G .G. B. Ágrip af jarðfræði).
d. Krít er krystallalaust kolsúrt kalk; en telst þó til Calcít-hópsins.
Myndar þykk lög erlendis, t. d. í Danmörku. Er til orðin af sædýra-
leyfum og oft leirblandin. Er sjaldsén hér á landi nema þá blönduð
leir.
Arragónít myndar hóp út af fyrir sig, sökum ólíkrar krystalla-
myndunar, meiri hörku og meiri eþ. Þegar það er hreint er það gljá-
andi, hvítt, og hálfgagnsætt; getur verift tært, er harftara en Calcít;
leysist upp í saltsýru; myndar stöngla og stólpa í hellrum (Stalactíta
og Stalagmíta); finst eins og Calcít oft í hellrum, þar sem það
(myndar stöngla eða stólpa, eins og áður er sagt. Hefur fundizt hér á
íslandi (sjá ofanbirta Steinaskrá); finst einnig þráðótt með silki-
gljáa. Lindýraskeljar eru að miklu leyti ofnar iur Arragönit.