Fylkir - 01.01.1927, Síða 35

Fylkir - 01.01.1927, Síða 35
87 Dólómít er mag-nesía kendur kalksteiim. Líkist kalksteiui mjög að útliti, en er oftast dekkri, harðari og þyngri í sér; h. 3,5—4, eþ. 2,9—3, efnasamsetning, kolsúr magnesía (Mg COa) og kolsúrt kalk (CaCOi) sameinuð í Mg. Ca. (COs)2. Dólómít krystaliserast eins og Calcít; er kleyfur á þrjá vegu, ef krystaliseraður; freyðir ekki í kaldri salt- sýru, en leysist upp í henni heitri; bráðnar ekki fyrir Ip. né í megn- um eldi, em fellur í mola eða duft þegar hann kólnar. Brendur Dólómít blandaður sandi og vatni gefur hydrauliskt múrlím. Óbrendur Dóló- mít, blandaður þurrum leir í hlutf. 6 : 2 að vigt, og brendur f hverfi- ofnum og síðan malaður í fínasta duft, gefur hydrauliskt Cement. Finst í Noregi talsvert; einnig í Manitoba, Canada; hefur ekki enn fundizt hér á Islandi. I. fl. Kúskeljar. Þessi tegund skeldýra af ættinni Lamellibranchiata Conchifera, kyn- bálksins Mollusca Malacozoa, er hér talin næst kalksteini, eins og hon- um náskyld og hliðstæð, vegna þess hún og hennar kyn hefur síðan á annari jarðlífs-öld, Mesozoísku öldinni, átt, ásamt kóröllum, ekki lítinn þátt í að byggja og mynda helztu kalksteinslög í heimi. Eitt þeirra, eldra en Júrasteinslögin, eldra en Krítaldar myndanirnar, er nefnt eftir þessari skeldýra tegund (nl. Muschelkalk, Calcair Coquil- lier) og þekur stór svæði austan hafs og vestan. En hvorki það kalk- steint lag né Júrasteins, né Krítaldar myndanirnar hafa fundizt hér á Islandi. Island telst vera allt yngra en þær, n. 1. frá þriðju jarð- lífsöldinni (Kainozóisku öldinni). En hvað sem því líður og hvemig sem á því stendur, þá er hin hógláta og lífseiga kúskel enn við líði og byggir sjávarbotninn um- hverfis Island og inni á fjörðum þess. Er alþekt meðal ólærðra jafnt sem lærðra um allan heim og yfirleitt velmetin meðal vísindamanna jafnt sem alþýðu, eins og nöfnin Venus isiandica og Astarte borealis sýna. Hér er hún talin leiðtogi sinnar ættar, sem er stór og marg- þætt, vegna þess að hún er skeldýra nytsömust, bæði lífs og liðin. Sjávarbóndinn veit, hvers virði hún er til beitu og steinsmiðurinn veit, hvers virði skelin hennar er til kalklíms. Margir sveitabændur og garðyrkjumenn kunna einnig að meta hana til jarðræktar. Skeljamar hreinar og vel þurrar vega 1 kg. hverjar 10—12 sam- lokur og geyma 90% vigtar sinnar af kolsúru kalki; hitt er tinnu- efni (Silica, þ. e. SiOa) og vatn; og brendar gefa skeljamar 50% vigtar sinnar af hreinu kalki (CaO), sem er fyllilega jafnoki þess kalks, sem unnið er úr kalksteini (sbr. efnagreining hr. T. ó., birtai 3*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.