Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 42
44
og jám-oxyd, msetti því eitthvað með þá móhellu gera, betra en a8
bera hana ofan í götumar og láta hana slíta skóm.
Gosaska er oftast fínt dupt, grátt eða mógrátt á lit, sem oft finst
f leirlögum og í móhellu. Ekki ætíð auðþekt frá sandi, nema hvað
hún er oftast efnisléttari og daufari á lit. Geymir margvísleg efni,
sem eldur og vatns-gufa hafa soðið saman úr bergtegundum landsins.
Efnagreining eins sýnishoms, nr. 120, sem hr. T. Ó. efnagreindi fyrir
mig, sýnir rúmlega 63% tinnuefni (silica), 23,4% jám-oxyd og alu-
'mina, og 4% kalk. Þá ösku sendi síra Halldór Bjamarson á Presthól-
um í Núpasveit mér. Er hún líklega komin þangað úr
Kröflu, og sýnir efnasamsetning hrauntegunda hennar. Gosaska, ef
blönduð er við sand, er oft íviður sandsteina og er, eins og sandur,
oft notuð í tilbúna steina. Eru þeir léttir, en duga þó í innri veggi
og skilrúm. Til jarðræktar getur gosaska verið mjög dýrmæt, því hún
geymir margskonar frjóefni, kalk, magnesia o. fl.
V. fl. Eldrænir steinar (Igneous Rocks).
Flokkamir V og VI innifela eldræna steina, sem Island er mest-
megnis myndað af. Fimti flokkurinn innifelur yfirborðs myndanir,
mest tinnu-hraunstein, svo nefnt liparít eða rhyolít, ennfremur basalt-
tegundirnar stuðlaberg eða blágrýti og grágrýti. Sjötti flokkurinn
innifelur íambreysking af tinnuhrauni og basalthrauni, alt sundur
molað af áhrifum elds, vatns og jökla, síðan saman límt og þéttað
með vikri og sandi, nefnt einu nafni móberg. Fyrsti hópur, svonefndur
Byrðusteinn, er basalt-gosaska, samanlímd og orðin að steini undir
áhrifum hita og vatns-gufu. Er ágætur byggingasteinn, eins og Hóla-
kirkja sannar, og vísar athugulum mönnum veg til þess að vinna
byggingastein úr gosösku og kalki, þ. e. gosösku blandaðri með
kalki. Þjóðverjar hafa, á síðari árum, búið tli mikið af bygginga-
steini úr möluðu vikri og kalki (sjá I. bd. Hiitte, útg. 1919).
1. Byrðusteinn. Þessi steintegund myndar þykk lög i Hólabyrðu í
Hjaltadal og er nefnd eftir henni. Sýnishorn nr. 70 í framanritaðri
töblu er úr Hólabyrðu tekið, sumarið 1919. Sýnishorn nr. 52 er tekið
við Siglufjörð; nr. 68 á Öxnadalsheiði; bæði þessi sumarið 1919. Sýn-
ishom nr. 123 er frá Bæ í Siéttuhlíð, tekið haustið 1924. Aðeins eitt
þessara sýnishoma hefur verið efnagreint, nl. nr. 123. — Efnagrein-
ingin sýnir (sjá 14. bls. hér að framan), að það geymir 22,3% járn-
oxyd, 15,7% alumína, 1,55% kalk og 36,6% >kísilsýra< (þ. e. silica);
óákveðin efni 6,591 ; glæðitaj) 18,3%.
Hundraðstalan 22,3 af jámoxyd (FeiOs) svarar til 12% af hreinu