Fylkir - 01.01.1927, Page 53

Fylkir - 01.01.1927, Page 53
55 Sé brermisteinssýra unnin úr þeirri miljón kg., þá fást um 3 miljón kg. brennisteinssýru, eins og eftirfylgjandi formúla sýnir: nS03+nH20=nH2SÖ4. Eins og þegar er sagt, er atom vigt brennisteins talin 32, þegar atom vigt hydrogens (vætkis) er talin 1, og atom vigt oxygens «r talin 16. Af því getur hver maður séð að vigt hinna ósameinuðu efna til vinstri handar, nl. 80+18=98, er jöfn vigt hinna smeinuðu efna til hægri handar, og að vigt brennisteinsins er tæplega Vs þar af. Eni 3 miljón kg. brennisteinssýru, seld eins og nú, segjum á 2 kr. kg., nl. hrein og tær brennisteinssýra, ekki mórauður, rjúkandi lögur, gerir 6 miljón kr., upphæð, sem ætti að borga kostnaðinn við að hreinsa brennisteininn og breyta honum í sýru eins og hér er sagt; jafnvel þó uppgripin yrðu mun minni og verðið á sýrunni mun lægra en hér er gert ráð fyrir; því nytsemi sýrunnar er margvísleg og meira verð en markaðsverð hennar sýnir. Brennisteins þríoxyd gerir dýrabein uppleysanleg og nýtileg sem frjóefni, auðveldar en hægt er á annan hátt, nema með brennisteins- sýru einni. Hún breytir þeim í >superphosphat«, svo dýrmætt og svo mikið notað til jarðræktar. Hverjar 1000 smálestir af beinum, sem út eru fluttar árlega héðan frá lslandi, í því kjöti og fé, sem landsmenn senda til útlanda fyrir aðfluttar vörur, geta, sé brennisteinssýra notuð eins og hér er sagt, gefið landsmönnum allt að 15 hundruð smálestir superphosphats, en það, selt á 330—400 kr. smál., gerir % millión til 600 þúsund kr. Bændur geta reiknað hvers virði það er fyrir þá og' hve langt það fer til túnræktar. Útflutningur fjár og kjarnmestu matvæla er sér á parti. Erlendis er ýmislegt annað unnið úr brenni- steini, t. d. er hann ásamt phosphorus notaður í eldspítur og óteljandi margt annað. — Það er því ekki að undra þó útlendir ferðamenn komi til Mývatnsöræfa. Og það er ekki aðeins til að sjá eldborgirnar þar og myndarlegt fjallafólk eða hlusta á fuglasönginn þar á vatninu, heldur til að sjá sprengiefnin, sem þar liggja ofanjarðar ónotuð. Sýnishom þau, sem eg hef safnað af brennisteini, eru þessi: Nr. 22 tekið 1918 í Ljósavatnsskarði, pýrites, ranglega flokkað hér, heyrir til næsta flokki á undan. Sýnish. nr. 35 og nr. 60, voru bæði tekin á Þeystareykjum sumarið 1919 og send til efnarannsókna-stofunnar um haustið, sama ár (sbr. 3 og 4. bls. V. árg. Fylkis). Hið fyrtalda er hreinn brennisteinn. Sýnish. nr. 111, einnig frá Þeystareykjum, tekið sumarið 1920 við eina 100 ríkisdali á ári, til ársins 1851. Þá var hreinsuninni hætt. (Sjá sömu bls.).

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.