Fylkir - 01.01.1927, Qupperneq 69
71
danska einokunar-félagið sýndu meiri forsjá. Þeir voru ekki að blanda
sér í heims-pólitík, klæða sig í silki og skemta sér á sjónarleikjum og
bíó. Enda var engin dýrtíð né hungursneyð á Grænlandi, meðan á
styrjöldinni stóð.
f ritgerð sinni Fjárstjórn Islands, útg. fyrir þremur árum síðan,
lýkur Jón Þorláksson, núverandi Forsætisráðherra, lofsorði á fjár-
stjóm landsins frá byrjun þessarar aldar til loka ársins 1916, og telur
sjávarútveginn þeim mun arðsamari en landbúnaðinn, á sama tíma-
bili og síðan, að ekki mætti leggja hömlur á hann. Skulda kreppa rík-
isins og fjárþröng stafaði, segir höf., fyrst og fremst af trublun þeirri,
sem komst á verzlunina á stríðsárunum og leiðin út úr þeim vandræð-
um væri sparsemi á ýmsum öðrum sviðum en sjávarútveginum sjálf-
um.
Hér er ekki rúm til að rekja þá sögu, í þetta sinn, né til að rökræða
orsakirnar til áfallinna þjóðskulda, enda hefur það mál verið rætt oft-
ar en einu sinni í ritinu Fylkir. Hitt skal gert, lesendum skal vísað til
ritgerðanna, Búskapur Islands og ráðsmenska (sjá 27.—56. bls. III.
árg. Fylkis, útg. í Febrúar 1918) og tsland í stríði (sjá 86.—90. bls.
IV. árg., 72.—96. bls. V. árg. og 17.—44. bls. VII. árg. sama rits,
útg. á árunum 1919—1922); enn fremur til smágreinar með fyrir-
sögninni Hvemig á að tryggja Islandi nægan peningaforða? (sjá 45.
—46. bls. sama rits, útg. árið 1917). Loks vísast til greinanna Geng-
isfallið og framtíðin (sjá 87.—89. bls. VIII. árg. Fylkis, útg. 1923),
og Veðsetning fslands og viðreisn almennings, þ. e. fjárhagsins (sjá
60.—64. bls. IX. árg. sama rits, útg. 1924).
Mergur málsins í öllum þeim ritgerðum er sá, að hér á fslandi, sé
landbúnaðurinn (nl. kvikfjárrækt og garðrækt), ef með dugnaði og
forsjálni rekinn, ólíkt tryggari og afkomumeiri atvinnuvegur en sjáv-
arútvegurinn, rekinn, eins og síðan í byrjun þessarar aldar, meir af
kappi en forsjá og með útlendu láns fé, sem landssjóður eða ríkissjóð-
ur ábyrgist endurgreiðslu af eða gengur í ábyrgð fyrir.
Með hinni miklu sjávarútgerð, jukust útgjöld landssjóðs og lands-
manna hröðum fetum og neyddu stjórnina til að taka lán erlendis,
jafnvel snemma á þessari öld, nl. undir eins og afráðið var að legg’ja
sæsíma frá íslandi yfir Færeyar til Hjaltlands, breskrar eyar.
Féð til þess fengu landsbúar að láni! og hétu að greiða símafélaginu
35.000 kr. árstillag um 20 ár = 700 þúsund króna, en með 4% vöxtum
og vaxtavöxtum viðlögðum, rúmlega 2 milliónir króna. Með 5% vöxtum
og vaxtavöxtum viðlögðum verður upphæðin 2% millión króna. — Um
leið byrjaði stjómin lántökur og verðbréfakaup í Danmörku og hélt
þeim áfram þar til Heimsófriðurinn skall á. Þá voru skuldir landsjóðs
1—-2 milliónir króna; lítil upphæð fyrir heilt þjóðfélag, en þó vísir til