Fylkir - 01.01.1927, Síða 74
76
Vegna þess að nokkru leyti, að dýrtíðar uppbót starfsmanna varð
67%% í stað 60%; ennfremur landsíminn 354000 kr., vegamál 261000
kr., vitar 159000 kr., berklakostnaður 179000 kr., óviss gjöld 130000
kr.; ennfremur póstmál 60000 kr., og utan fjárlaga eftirfylgjandi
gjöld: Til kæliskips kaupa , 350000 kr., til ræktunarsjóðs 275000 kr.;
Flóaáveitan 226000 kr.; Vestm.höfn 108000 kr.; skiptimynt 27000 kr.;
gengisnefnd, 10000 kr.; fyrirhleðsla Markarfljóts 10000 kr.; ýmislegt
288000 kr.
»Tekjurnar«, segir fjármálaráðherra, »hafa orðið 4 milliónum kr.
lægri en næsta árið á undan og því skyldu þær ekki geta haldið áfram
að lækka.« — »Tekjur' ríkissjóðs fara að talsverðu leyti eftir kaup-
getu manna og eyðslu.«
Horfurnar 1927. »Mér sýnist þess vegna, (segir sami) rétt að segja
nokkur orð um afkomu ríkissjóðs á þessu nýbyrjaða ári 1927.« .......
»Sparnaður nauðsynlegur.r.
1 fjárlögum þessa nýbyrjaða árs eru tekjur ríkissjóðs áætlaðar
10834000 kr.; þ. e. rúmlega 1600000 kr. lægri en þær reyndust s.l. ár.
Mér sýnist samkv. framansögðu sennilegt, að svo geti farið að tekjurn-
ar geri ekki meir en ná áætlun. En fjárveitingar gjaldamegin í þess-
um sömu fjárlögum eru 276000 kr. hærri og þar að auki er fyrirfram
vitanlegt um ýms útgjöld, sem hafa ekki verið tekin upp í fjárlögin.
Mér virðist því alveg ljóst, að það muni verða mjög erfitt að halda
jöfnuði milli gjalda og tekna á þessu nýbyrjaða ári, og það getur farið
svo, að þetta verði ómögulegt.«
Fjárlagafrumv. 1928.
Tekjurnar eru áætlaðar 10494000 kr. og gjöldin 103000 kr. ,ægri.
Gengi krónunnar hefur verið óbreytt allt árið, n.l. um 81,6% af lög-
mætu gullgildi hennar. »Bankarnir skulduðu til útlanda við síðustu
árslok um 360000 p.d. sterling (rúmlega 8000000 kr. ísl.) en höfðu átt
inni í ársbyrjun um 225000 p.d. sterling (— um 5000000 kr.). Ennfr.
hefur Landsbankinn selt á árinu erlend verðbréf fyrir tæpa % millión
kr. ísl. Þessi mikla breyting á greiðslu bankanna útávið, stafar ekki
nema að nokkru leyti af óhagstæðum verzlunarjöfnuði, eða greiðslu-
jöfnuði landsins í heild á árinu.«— (»Óhagstæður v.jöfnuður«—tap!).
Að æði miklu leyti stafar hreyfingin af því, að erlent fé, sem
streymdi hingað frá útlöndum árið 1925, hefir verið dregið heim.«
Seðlaátgáfa ríkissjóðs. Samkv. lögum Nr. 7, 4. Maí; 1922, nam 3
milliónum 71000 kr. í byrjun ársins 1926......í lok ársins var seðla-
útgáfa ríkissjóðs 1477000, sem svarar til seðlaveltu 7000000 kr.«
Hinir nýu flokkar veðdeildar landsbankans tóku til starfa á árinu
1. Okt. — Ríkislán að upphæð 2% millión kr. danskar, voru tekin í
Danmörku hjá Statsanstalten og félaginu Havnia, til kaupa á veð-