Fylkir - 01.01.1927, Page 79

Fylkir - 01.01.1927, Page 79
81 Tímamennimir. Taka nýtt lán til að rétta við fjárhaginn og efla at- vinnuvegina um leið, segir stjórnin og íhaldsflokkurinn. En eru nokkur líkindi til að atvinnuvegimir borgi sig betur hér eftir og að afkoma ríkissjóðs verði betri en hingað til, ef sömu vinnubrögð- um og samskonar ríkisrekstri heldur áfram? Ritstjóri Fylkis hefur dirfst að mæla með því búskaparlagi, sem var alment hér norðan lands í hans ungdæmi og ástæður hans og tillögur eru birtar í II. til IX. árg. Fylkis. Einnig telur hann mögulegt að lækka kostnað ríkisreksturs að mun á sumum gjaldliðum. En hverjum? Auð- vitað á reglan, birt í upphafi þessarar greinar að gilda jafnt á meðal yfirboðinna sem undirgefinna. Góðir leiðtogar sýna gott fordæmi. Góðir skipstjórar sjá farþegjum sínum borgið jafnt sem sjálfum sér. Árásir Tímans á stjórnina fyrir að hafa tekið 17 millión kr. lán á síðustu 12 mánuðum, hafa því mikið til síns máls. En hvaða bjargráð hafa Framsóknarmenn með höndum út úr fjárhags vandræðunum? Að lækka krónuna er fásinna. En að landbúnaðurinn skuli skipa öndvegi er rétt. Til þess að efla landbúnaðinn svo hann skipi öndvegi, þarf ekki að taka nein stórlán, sé hann rekinn með dugnaði og forsjá. Til að fyrir- byggja tekjuhalla þarf ekki nýar álögur, það mun nægja, að lækka rík- isreksturs kostnaðinn. Og til að fyrirbyggja verzlunarhalla verður tryggast, að kaupa minna af útlendum vörum og hækka tolla á öllum munaðar og óþörfum vörum og það að stórum mun. Á vandræðatímum, sem þessum, má ekki taka frá landbúnaðinum, hvorki vinnumagn né fé, svo að sveitirnar eyðist af vinnufólks eklu og kauptúnin offyllist af verkafólki, heldur verður að veita landbúnaðinum það fjármagn, sem honum ber, í hlutfalli við þann fólksfjölda, sem af honum lifir og get- ur lifað. Það er sannanlegt, að landbúnaðurinn hefur á þessari öld reynst mun tryggari en sjávarútvegurinn, þegar alt kemur til alls og getur nægt til allra nauðsynja kaupa. 24. Apríl 1927. F. B. A.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.