Fylkir - 01.01.1927, Side 83

Fylkir - 01.01.1927, Side 83
85 einasta heimili íslands. Eg óska að alþýða geri það fyrir sitt eigið fé, en ekki útlent lánsfé. Það er mögulegt, með því að spara jafnháa upp- hæð, sem farið hefur á síðustu 7 árum, fyrir áfengi, tóbak, sælgæti og ýmsar óþarfar vörur; og eg vona að leiðandi, þroskaðir menn jafnt sem uppvaxandi menn, velji þennan veg, sem leiðir til heilbrigði og lífs, fremur en þann, sem leiðir til eymdar og dauða. Eg læt þess getið að eg mun ekki óbeðinn né ólaunaður flytja það erindi oftar, sem eg hef reynt að flytja síðustu 27 ár, en sem leiðandi menn hafa jafnharðan dauðadæmt eða forsmáð. Eigi heldur mun eg rita framar, óbeðinn og borgunarlaust, í blöð þessa bæar, sem eg hef dvalið í síðustu 7 árin. Eg hef hvorki efni á né upplag til þess að jagast við menn. En um leið og eg segi það, læt eg menn vita, að eg stend við alt, sem eg hef ritað og tek ekkert af því aftur né heldur bið eg neinnar afsökunar á því, þótt eg hafi varið mannorð mitt og málefni, þegar mér var brugðið um »ó- sanninda þvætting« og »blekkingar«, og eg fullvissa menn um, að ef á mig er leitað enn og mínar beztu tilraunir óvirtar, eins og örþrif eða heimska væru, mun eg verja skoðanir mínar í þeim efnum til hins ýtrasta og eigi heldur leyfa að áliti reyndra vina sé ómaklega hallað. Hinsvegar mun eg ekki skipta mér neitt af þeim málefnum framar, sem mér er ekki gefið neitt umboð til að vinna; og eg bið menn að af- saka, ef eg hef starfað meir en mér var skyldugt, í þeirri von, að það bæri árangur að mér lifanda og að fólk hér norðanlands, einkum hér á Akureyri, mundi méta uppgötvanir nútímans nóg til að nota orku landsins til húshitunar jafnt sem til Ijósa, og ekki eyða fé sínu eins til munaðar eins og að hefur gert. Eg vísa lesendum til ritgerða minna í Akureyrar og Reykjavíkur blöðunum á síðustu 7 árum og til ritlinganna, sem eg’ hef gefið út hér á Akureyri og býð andstæðingum að sýna, ef þeir geta, hvar eg hef gert mig sekan í »ósannindum« eða »blekkingum«, þar sem um húshit- un með rafmagni, öldu með vatnsafli, var að ræða. Eg mun síðar sýna, ef kringumstæður leyfa, að verkfræðingar íslands hafa farið þar með villandi og afvegaleiðandi frásagnir, sem ekki eru allar fákænsku þeirra einni að kenna. Það sem eg hef ritað um rafveitu Akureyrar stendur, þ. á. m. g’reinin í 57. tbl. »ísl.«, sömuleiðis svar mitt í 60. tbl. »ísl.«. Reynslan mun sýna áður en mjög langt líður, að tillögur mínar og aðvaranir voru ekki »vitlausar« né óþarfar. En eg vil ekki 'eyða fleiri orðum á menn, sem leika sér að lyginni eins og tabli, forsmá raun- vísindaleg sannindi, eigin hagsmuna vegna, og svívirða mínar ýtrustu tilraunir, að vinna alþýðu verulegt. og varanlegt gagn. Akureyri, 24. Des. 1921. Frimanti B. Arngrímsson.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.