Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 86

Fylkir - 01.01.1927, Blaðsíða 86
20 falt hærri er öll upphæðin en öll opinber gjöld landsins voru þá (sbr. yfirlit birt á 55. bls. III. árg. Fylkis). Áhugamát og velferðarmál sin þekkja norðlendingar sjálfir alt eins vel og útgefandi Fylkis. Þarf hann þvi ekki að fjölyrða um þau í þetta sinni; aðeins minna lesendur á þær tillögur, sem hann hefur birt í fyrri árg. Fylkis, snertandi jarðrækt, kvikfjárrækt, bygging sveitaheimila jafnt sem kaupstaða úr næstum alinnlendu efni og innan þolanlegs kostnaðar, hitun heimila jafnt sem lýsing þeirra með vatnsorkurafmagni án þess dýrara verði en með vanalegu eldsneyti eða almenningi um megn, og verndun heilsu og eigna almennings með því að hagnýta efni og orku landsins sem allra bezt og mun betur en til þessa hefur verið gért. Fiöfundur þessara lína treystir þvi að norðlendingar láti ekki fleiri ár né jafnvel þetta ár svo líða, að ekki sé hafist handa til að safna í sjóð þeirri fjárupphæð innan þriggja til fjögra ára, sem þarf til að virkja hent- ustu fossa Skjálfandafljóts eða Laxár svo hægt sé að gefa hverju heimili Norðurlands sem svarar 1 kw. rafmagns á mann. Sú upphæð þarf ekki, sé rétt á haldið, að verða hærri en sú, sem Norðurland hef'ir á síðustu 3 til 4 árum eytt fyrir aðflutt eldsneyti og ljósmeti, munaðarvörur, vefn- aðarvörur og byggingarefni (sbr. Verzlunarskýrslur íslands útg. 1927). En bygging betri híbýla og hitun þeirra með rafmagni unnu úr jökulám ís- lands, og ræktun landsins frá fjöru til fjalls með eigin atorku og efnum er verk, sem vert er að koma í framkvæmd; því það gefur Norðurlandi, eigi aðeins nauðsynlegan hita og Ijós á hverju heimili á vetrum, heldur opnar það veg til að vinna úr loptinu dýrmætan áburð til jarðræktar og kraft til að breyta sjávarsandi, foksandi og vikri í byggingarstein, hentan til húsasmíðis og hverra annara bygginga, sem vera vill, ásamt blágrýtinu og hraungrýtinu sem Norðurland er ríkt af. En hlý og góð húsakynni, aukin jarðrækt og bætt vinnubrögð mundu gera sveitirnar þeim mun vist- legri og yndislegri sem þær eru sjáifar af náttúrunnar hendi, fegurri en timburhjallarnir og steinsteypu-naustin, sem hinir og aðrir hafa bygt sér, hér og þar við sjávarsíðuna, og sem oft eru óþolandi köld á vetrum þó kappkynt sé með eldsneyti, sem kostar margan mann og konu meir en þeir og þær geta borgað og heilsuna að auk. Orsakirnar til þess, að útgefandi Fylkis hefur ekki ferðast svo teljandi sé um Norðurland á siðustu þremur til fjórum árum, eru hvorki veikindi, elli, né kæruleysi hans að kenna, heldur féleysi og algerðri vöntun nauð- synlegra áhalda til að inna steina og jarðtegunda rannsóknir viðunanlega af hendi. Einar 800 kr. ísl. á ári leyfa ekki mikið til ferðakostnaðar, þegar 300 kr. á ári fyrir herbergjaleigu og 200 kr. fyrir föt og þjónustu eru frá dregnar; enda þýðingarlitið að safna steina og jarðtegundum, nema hentug rannsóknastofa sé aðgengileg til að prófa þær rækilega innan viðunanlegs tíma. En þesskonar stofa er enn ekki til hér norðanlands, þrátt fyrir itrek-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.