Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 1
OÐINN 7.—12. DLAÐ 3ÖLÍ—DESEMDER 1926 XXII. ÁR Sigurjón Jóhannesson og Snjólaug Þorvaldsdóttir. Reyndar var hann kallaður um alt land Sig- urjó n á Laxamýri. Föðurnafninu var þó ekki Snjólaug Þorvaldsdóttir. slept þess vegna, að faðir hans, Jóhannes Krist- jánsson á Laxamýri, væri lílilsháttar maður. Hann var mikill maður fyrir sjer, bæði að vits- muntim, skapsmunum, karlmensku og ráðdeild. En Sigurjón gerði garðinn verulega frægan. Og þar að auk var Sigurjón svo fráhærlega ein- kennilegur í sjón og raun og í framgöngu og málrómi, að hverjum manni varð hann minnis- stæður, sem sá hann eitt sinn, þótt ekki væri oftar. Slíkir menn þurfa ekki nema nafnið silt. Kristján afi Sigurjóns var kallaður hvatvís mað- ur í framgöngu og þaðan mun Sigurjón hafa erft örlyndi og áhuga. [’að var haft til orðs í reykvíksku blaði um S'gurjón, sjötugan, að hann væri á gölunni fóthvatari en flestir æskumenn, cða allir, þar í höfuðstaðnum. Karlinn hljóp ávalt við fót — alla æfi, og á hesthaki eirði hann engri ferð, nema þeysireið. Eegar jeg var á barnsaldri, kom hann stund- um til föður míns og var þá hoðið kaffi. Sigur- Sigurjón ]óhannesson. jón var kaffimaður mikill, en drakk ávalt mola- kaffi. En svo var hann kappgjarn um ferðalagið, að ef stóð á kaffinu 10 mínútum lengur, ókyrð- ist hann og spurði, hvað sopanum liði. Hann hló þá dátt og geklc um gólf. Sami hugur ríkti heima fyrir. Man jeg það, að jeg kom eitt sinn í Laxamýri, þegar jeg var á 10. eða 12. ári, að vetrarlagi. Sá jeg þá Sigurjón vera að hlaupa á beitarhús sín í eftirlitsferð. Hann hljóp við fót og skeiðaði. Hann álti þá fje á tvennum beitar- húsum. Jeg komst að þvi, að hann hljóp á þau bæði sama dagion. Þá var annar í jólum, veð- ur gott og færi slíkt hið sama.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.