Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 27

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 27
Ó Ð I N N 75 gjaldkeri. Hitti Ólafur hann einu sinni á götu i Kaupmannahöfn og sagði honum, hvað hann hefði fyrir stafni, og svo ástæður sínar, og lán- aði Halldór honum þá nokkurt fje, sem ólafi kom að góðu haldi. Árið 1919 tókst Ólafi loks með miklum erfið- ismunum, að koma hjer upp prent- : myndagerð, og : sýndi það sig þá bráðlega, að fyrir- tækið var ekki ó- timabært, heldur þvert á móti nauð- synlegt, enda þótt það bæri sig illa fyrstu árin. Og reyndar mun það ekkert gróðafyrir- tæki vera orðið enn sem komið er, þó mikill munur sje á því nú og á byrj- unarárunum, og er það áhuga og dugn- aði ólafs Hvanndals að þakka, að fyrir- tækið hefur haldist : uppi erfiðasta : reynslutimann og er nú komið yfir hann. En örðug- leíkarnir voru marg- ir, segir Ó. H., ekki síst rafmagnsleysið fyrstu árin, og varð þá að sæta lagi, að ná í sólarljósið til að vinna við. Ólafur Hvanndal er æltaður úr Borg- arfirði, sonur Jóns Ólafssonar í Galtavík, d. 1921, og er mynd hans og æfiágrip í Óðni 1922. Móð- ir Ólafs var Sesselja Þórðardóttir frá Innra-Hólmi, Sleindórssonar, af Deildartunguætt, alsystir Bjarna heitins frá Reykhólum. Hún dó 1901, og brá þá Jón faðir Ólafs húi um hríð, en Ólafur hafði þá stundað sjómensku öðru livoru um nokkur ár á þilskipum frá Reykjavík og hjelt hann þvi áfram um hríð. Síðan lærði hann trjesmíði hjá Samúel Jónssyni, og fjekk þar sveinsbrjef. Stund- aði svo trjesmíðar um hiíð, en fór til Kaup- mannahafnar 1907, gekk þar á teikniskóla, en lærði jafnframt glerskillagerð, og var fyrsti mað- urinn, sem við hana fjekst hjer heima. Hann kom heim 1908 og fjekst hjer um tíma við trje- smiði og skiltagerð, en fór til Khafnar aftur um haustið og tók þá að læra : prentmyndagerð, : eins og áður segir. Hann er yfir höfuð : mjög listfengur : maður, hefur skor- ið út í trje, fengist nokkuð við að mála o. s. frv. Þegar hann kom heim hingað 1911 og gat ekki komið fram áformi sínu um prentmynda- gerðina, tók hann að fást við ýmisleg störf, var m. a. túlk- ur þýskra ferða- manna, og á stríðs- árunum, 1914—’19, rak hann umboðs- sölu, og segir hann, að það fyrirtæki sitt hafi stutt að því, að hann gat loks kom- ið upp prentmynda- gerðinni. Mörgum þótti hann nokkuð kvikull sem ekki þektu hann vel. En hugur hans hef- ur altaf snúið að því, að koma hjer upp nýjum iðngreinum, og í prentmyndagerðinni hefur hann orðið hjer for- gangsmaður og komið upp þarflegu fyrirtæki. Hefur hann nú tvo pilta i kenslu, svo að þessi iðngrein þarf ekki að deyja hjer út aftur, eða lenda í höndum erlendra manna. % Ólafur Hvanndal.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.