Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 36

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 36
84 ÓÐINN um 20 ár, uns hún lagði af vestur í Dalasýslu til þess að taka við ráðskonustörfum hjá Skúla bróður sínum, er alist hafði upp á Skarði og þá var orðinn sýslumaður í Dalasýslu. Á þeirri ferð komst hún ekki lengra en að Elliðakoti, lagðist þar í landfarsótt og komst ekki vestur fyrir veturinn. Þá var henni spáð því, að húu ætti að eignast »ríkan mann bak við mikil fjö 11«; nokkru var sá spádómur lengri. Skömmu síðar giftist hún Jóni bónda Þórðarsyni á Úlfljótsvatni. Fóru þau hjón auslur Dyraveg, sem þa var fjöl- farnari en nú, og er þau komu á fjallsbrún, þótti Þórunni á- sannast,að maður- inn sinn byggi bak við mikil fjöll. — Jón bóndivar son- ur Þórðar Gísla- sonar, Eiríkssonar Brynjólfssonar, er bjuggu hver fram af öðrum á Úlf- ljótsvatni. Voru þeir feðgar komnir í beinan karllegg af þeim Torfa í Klofa, Lofti ríka og Skarðverjum hinum fornu. Telja sumir þann ætllegg áfram til Gellis Þorkelssonar, Ólafs feilan og Ynglinga. Móðir Jóns, kona Þórðar bónda Gíslasonar á Úlfljótsvatni, var Sigriður Gísladóttir frá Villinga- vatni, Gíslasonar Sigurðssonar af Ásgarðsætt. Þórunn misti mann sinn 8. apríl 1885 og áttu þau hjón ekki nema eitt barn, Magnús prófessor Jónsson. Fluttist hún þá nokkrum árum siðar til Reykjavíkur og dvaldi þar meðan sonur henn- ar var við nám, þangað til hún, nokkru eftir aldamótin, fluttist til Kaupmannahafnar og dvaldi þar hjá syni sínum og tengdadóttur uns hún fluttist aftur til lslands með þeim sumarið 1921. Þórunn er skýrleikskona og ber vel ellina. Berdreymin og jafnvel forspá hefur hún verið, svo sem fyrir hefur borið hjá ættfólki hennar. Trúrækin er hún mjög, ættfróð og minnug á ýmsan fornan fróðleik frá ungdæmi sínu úr Skaftafellssýslu. Hefur hún mörg þau lyndisein- kenni til að bera, er best hafa þótt með íslensk- um konum og nú þykja heldur vera að hverfa fyrir áhrifum nýrra aldarhátta. S. Sjera Friörik Friðriksson. ------ * Frh. Var svo lagt af stað frá Kornsá miðvikudaginn 28. september. Ferðin gekk seint, því öll gil og skorn- ingar voru fullir af snjó; voru víða skaflar stórir og kafhlaup. Þó komumst vjer um kveldið vesfur í Víði- dal og skiftum oss á bæina Lækjamót og Þorkels- hól. Það voru góðir bæir. Lækjamót hefur lengi verið annálað gestrisnisheimili. jeg var með þeim flokknum er gisti á Lækjamóti, og höfðum vjer ágætisnótt. Næsta morgun lögðum vjer af stað, er fjelagarnir voru komnir frá Þorkelshóli. Fyrsti farartálmi var Víðidalsá, því svo stóra skafla hafði lagt að vaðinu, að erfitt var að koma hestunum niður í ána. Síðan var haldið þar sem leiðir liggja yfir Miðfjarðarháls. Voru þar þá illir vegir og seinfarnir. I Miðfirðinum áðum vjer að Staðarbakka. Þar var prestssetur og var prestur þar sjera Lárus Eisteinsson frá Orrastöð- um. Þar var oss vel tekið og drukkum vjer þar kaffi, vel og rausnarlega úti látið. Það var tekið að rökkva er vjer lögðum þaðan. Er braftur háls og mikill á milli Miðfjarðar og Hrútafjarðar. Nýlega hafði vegur verið j lagður yfir hálsinn og lá hann þráðbeint upp bratt- ann. Himininn var þrunginn af skýjum, enda fengum vjer á hálsinum dynjandi rigningu og óveður mikið. Vjer komum að Þóroddstöðum í Hrútafirði og vor- um þar um nóttina; þar var gestgjafastaður. Um kvöldið var glatt á hjalla og urðu einstaka dálítið hýrir, en ait var það samt í hófi. Húðarigning var alla nóttina og hvarf snjór allur í bygðum og gerð- ust flóð mikil. Á Þóroddstöðum bættust oss fjelagar í hópinn. Það voru þeir Sæmundur Bjarnhjeðinsson og Halldór Júlíusson, læknis á Klömbrum. Hann var þá aðeins 10 ára gamall eða svo og var að fara suður til læringar hjá afa sínum, Halldóri yfirkennara Frið- rikssyni. Þótti víst sumum hann vera fullsmár í slíkt ferðalag með fyrirsjáanlega illa færð og vatnavexti, en hann reyndist hinn röskasti, og brá sjer hvorki við bleytu eða vosbúð. — Nú var lagt af stað frá Þóroddstöðum þann 30. sept. — Óveðrið hjeltst látlaust, og svo hafði Hrútafjarðará vaxið, að vjer urðum að sundhleypa hana. Halldór litli hafði orð á því, er upp úr ánni kom, hve hestur hans hefði verið þýður í ánni. Vjer komum við á Melum og fengum þar bestu viðtökur. Var oss sagt frá því, að áin í Miklagili á Holtavörðuheiði mundi líklega vera bráðófær á vað- inu, enda vaðið mjög tæpt, en kunnugir vissu af broti nokkru ofar, sem kynni að vera fært. Vjer hjeldum

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.