Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 6
54 Ó Ð I N N Einar Th. Hallgrímsson. Nýlega er lálinn einn af okkar elstu og vel metnustu verslunarmönnuin, Einar Hailgrims- son verslunarstjóri á Norður- og Austurlandi um 40 ár. Hann var fæddur á Stokkablöðum í Eyjafirði 4. september 1846 og bar nafn móður- föður síns, því hann bjet fullu nafni Einar Thor- lacius. Foreldrar bans voru Hallgrímur Kristjáns- son gullsmiður á Akureyri og kona lians Ólöf, dóltir hins nafnkunna prestaöldungs sjera Ein- ars Hallgrímssonar Tborlacius í Saurhæ í Eyja- firði. Hallgrímur gullsmiður var hróðir sjera Þórarins í Vatnsfirði, föður sjera Kristjáns Eldjárns, og var faðir þeirra sjera Kristján Þorsteins- son á Völlum í Svarfaðardal, prests í Stærra-Árskógi, Hall- grímssonar merkispresls ogskálds Eldjárnssonar. Bar Hallgrímur prestur Eldjárnsson nafn Hall- gríms Pjeturssonar, er hann var í ætt við. Kona sjera Hallgríms var Ólöf Jónsdóttir prests á Völl- um, er var í beinan karllegg kominn af hinni nafnkunnu Hrólfsælt í Skagafirði, er rekja má í beinan karllegg upp til Lofts rika, og þaðan upp til Landnáms- manna. Kona sjera Porsteins Hallgrímssonar var Jórunn Lár- usdóttir klausturhaldara Schevings, en móðir Lárusar var Jórunn Sleinsdóttir hiskups. Bróðir sjera Kristjáns á Völlum var sjera Hallgrímur faðir Jónasar skálds, en kona hans, þ. e. sjera Krisljáns, var Porhjörg Pórarinsdóttir prests í Múla Jónssonar. Bróðir sjera Pórarins var Bene- dikt Gröndal skáld og yfndómari. Sjera Einar Thorlncius í Saurhæ var sonnr sjera Hallgrims Einarssonar Thorlacius í Mikla- garði í Eyjafirði, en sjera Hallgrimur var sonur sjera Einars prests í Kaldaðarnesi Jónssonar í Brimnesi, Ketilssonar á Eiðum, og síðari konu hans Elínar Hallgrímsdóttur sj'slumanns í Múla- sýslu, Jónssonar sýslumanns sama staðar, Por- lákssonar biskups Skúlasonar, dóttursonar Guð- hrands biskups á Hólurn Porlákssonar. Jón sýslumaður Porláksson og Hallgrímur sonur hans nefndu sig Thorlacius af Þorláki biskupi, og hefur það haldist í þessari ælt, þólt í kvenn- legg sje. Kona Þorláks biskups var Kristín Gisla- dóltir lögmanns í Bræðratangu Hákonarsonar, er að langfeðgum var komin af hinni nafnfrægu Langsælt. Kona sjera Hallgríms í Miklagarði var Ólöf Hallgrimsdóttir, systir sjera Þorsteins fyr- nefnds, svo að foreldrar Einars voru þremenn- ingar. Kona sjera Einars í Saurhæ og móður ólafar var Margrjet Jónsdóltir prests hins lærða á Möðrufelli, einhvers hins gagnmerkasta presls á sínum tíma, sem margt merkra manna er frá komið. Hallgrímur gullsmiður, faðir Einars, setlist að á Akureyri, og rak þar iðn sina til dauðadags. Þar ólst Einar upp, ásamt syst- kinum sínum, Ólafíu, er var kona Stefáns Jónssonar verslunarstjóra á Sauðárkróki, og Kristjáni, er lengi var veilingamaður á Seyð- isfirði, og eru þau bæði nú látin. Um fermingaraldur rjeðst Einar sem húðarsveinn til B. Steincke kaupmanns á Akureyri, og var við þá verslun uns Steincke fór alfarinn af landi buit. Pá varð hann verslunarstjóri fyrir Chr. Johnasen kaupmann á Akureyri nokkur ár, en 1888 varð hann verslunarstjóri Gránufjelagsins á Siglufirði, síðan á Oddeyri og 1892 á Vesldalseyri, og var þar fyrir fjelagið til vors 1914, er vcrslun þessi var seld. Pá llultist hann til Vopna- fjarðar, og rak þar verslun fyrir eiginn reikning til vors 1924. Pá liælti hann verslun og flutlist til Keflavíkur til dótlur sinnar og tengdasonar, og þar andaðist hann 12. mars þ. á. Á meðan hann var á Vestdalseyri var hann skipaður bretskur vicekonsúll þar, og gegndi þeim starfa þangað til hann llultist þaðan. Hann gegndi og ýmsum trúnaðarslörfum í þeim hæjarfjelögum, er hann hjó í. Einar sál. Hallgrímsson yar maður fremur lágur vexli, og grannur alla æfi. Fáskiftinn var hann og yfirlætislaus og Ijet miklu minna til sín taka en liann hafði hæfileika til, því hann var maður vel gáfaður og hafði lesið mikið og því víða heima. Hann var áreiðanlegur í öllum viðskiflum, og því allajafnan vel metinn, og sómi sinnar stjeltar. Var það einkenni margra versl- Einar Th. Hallgrímsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.