Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 3
Ó Ð I N N 51 verið aðfinslumikill við fólk sitt og hann ætlað- ist til mikils af því. En ef hann þóltist hafa sýnt af sjer ósanngirni, bætti hann oft úr skák með peningaglaðningu eða einhverju öðru. Hann rak eftir fólki sínu stundum og hinsvegar hældi hann þeim, sem vel dugðu. Hann liafði augun alstað- ar og vissi um alt á heimilinu, hvernig við horfði. Hann var árrisull og gekk snemma til hvilu. Heilsugóður var hann að því undanskildu, að hann þjáðist af tannpinu; harðsterkur maður og fylginn sjer, skjótur að hugsa og álykta, og ráðsnjall. Snjólaug kona hans var hæglát en þung á bárunni, skapdeildarkona og vitsmunadrjúg, en önnum kafin langa æfi og gat eigi sint bókhneigð sinni. Annríki hcnnar má marka á því, að í heimili var um og yfir 20 manns, sifeldur gesta- gangur, og verkamenn tímunum saman. Oft spurði húsbóndinn konu sína, hvort þetta eða hilt væri nú ekki tilbúið — maturinn, kaffið o. s. frv. — Þá svaraði hún með hægðinni og brá sjer hvergi: »Jeg er nú að, eins og þú munt sjá, það er nú að komast í kring; en alt vill lagið hafa«. Samfarir þeirra voru góðar. Og kalla mátti, að Sigurjón tryði á Snjólaugu. Sigurjón kvæntist 29 ára gamall Snjólaugu Þorvaldsdótlur frá Krossum á Árskógsströnd. Snjólaug hjet móðir Snjólaugar á Laxamýri, Baldvinsdóttir, var sá Baldvin bróðir Hallgríms prests, föður Jónasar skálds. Úr þeirri ættkvisl mun skáldgáfa Jóhanns vera runnin, sonar Sig- urjóns og Snjólaugar. Úeim varð 13 barna auðið og lifðu 7 foreldra sína: Egill og Jóhannes, bænd- ur á Laxamýri, Jóhann leikritaskáld, Líney, gift Árna prófasti Björnssyni í Görðum, Snjólaug, gift Sigurði brunamálasljóra Björnssyni i Beykjavik, SolTia nuddlæknir á Akureyri og Lúðvik útgerð- armaður og kennari á Akurcyri. Sigurjón lagði mikla rækt við uppeldi barnanna. Jóhannes, Lúðvík og Jóhann námu skólalærdóm, dælur sínar scndi hann á kvennaskóla. En á sumrum unnu systkinin að heyskap og annari búsýslu. Egill lærði úr- og silfursmiði og gullsmíði. Sigurjón sneiddi sig hjá opinberum málum, var þó lengi sáttasemjari og hreppsnefndarfor- maður. IJann álti um skeið í brösum út af lax- veiði í Laxá og í málaferlum við æðarfugladráp- ara. Honum fjell illa, að fást við þau mál, þó að hann vildi að vísu kjósa fuglinn undan morð- vopnum. Sú var orsök til þess, að hann vægði til við fugla-ræningjana, eða morðvargana rjelt- ara sagt, að þeir þrættu fyrir verk sín og jafn- vel sóru. Sigurjón vildi heldur þola órjetlinn, en stefna sekum lýð i þann vanda. Og sama koslinn tóku synir hans, þegar þeir tóku við yfirráðum á Laxamýri. — Því alla tiðina er æðarfuglinn drepinn, þótt sárgrætilegt sje og skaðsamlegt. Siguijón hallaðist snemma á þá sveifina að beita öllum kröftum sínum við búskapinn. Fyrst bjó hann móti bræðrum sínum, Jónasi, sem seinna varð góður bóndi að Þverá í Reykjahverfi, og Laxárfoss. Kristjáni, sem síðar bjó að Núpum og var þar ferjumaður, frábærlega einkennilegur í orðum og málrómi og þó ólíkur Sigurjóni, svo sem mest mátli verða. Eftir að Sigurjón varð einn á Laxa- mýri, tók hann til að byggja iveruhús úr timbri og gera jarðabætur í mýrinni með skurðum og görðum. Varð hann forkólfur og fyrirbátur í þessum efnum hjer í sýslu og vara þessi verk enn eins og nýgerð væru. Túnið girti hann. En þúfurnar biðu þangað til synir hans tóku við búi og jörð, Egill og Jóhannes. Sigurjón og Snjólaug tluttust frá Laxamýri eftir 44 ára búskap og settust þá að á Akureyri. Synir þeirra tóku þá til fulls við höfuðbólinu. Jeg, sem þetta rita, var viðstaddur burtför þeirra frá óðalinu og þótti rnjer þau vera hetjuleg í bragði á þessu augnabliki, sem mjer fanst vera heldur átakanlegt. En enginn sá þeim bregða. Snjólaug andaðist á Akureyri (Eyrinni), eftir 7 ára viðdvöl. En Sigurjón átti afturkvæmt að Laxamýri og þar dó hann, með hugann snúinn

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.