Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 44

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 44
92 Ó Ð I N N I fjelagi við Björn Blöndal og Krisiján Jónsson frá Ármóti, sem þá var á læknaskólanum, langt kom- inn þar að mig minnir, fjekk jeg sjóböðin. Við leigð- um okkur stofu í húsi Valdimars Ásmundssonar, rit- stjóra, í Þingholtsstræti, og kostaði hún húsgagnalaus 6 krcnur um mánuðinn. Við fengum stórt baðker og vatnstunnu; fengum karl einn til að sækja sjó í tunn- una á hverjum degi og kostaði það 2 krónur um mánuðinn. Svo keyptum við kol, og einhverja hjálp fengum við með ílagningu, svo heitt yrði í stofnnni kl. 1. Svo höfðum við þar baðið og svo fór jeg út að ganga, áður en borðað væri til miðdags kl. milli 3 og 4. Við Björn fengum frí við tímann 1—2 á daginn og var það eftir læknisráði. Margir voru boðnir og búnir til þess að ganga með mjer, svo sem Blöndalsbræð- ur og Bjarni Jónsson frá Vogi, sem þá var í 6. bekk. — Jeg kyntist honum strax veturinn áður, meðan við báðir borðuðum hjá rektor, og var hann mjer mjög góður og leit jeg upp til hans sem mikils gáfumanns og námsmanns. Hann var líka fyrirmyndarpiltur að allri prúðmensku og reglusemi. Það var mjög ment- andi að vera með honum; var hann fyrirtaks latínu- maður, og fræddist jeg af honum um margt, er við gengum saman. Marga mætti jeg nefna fleiri, sem sýndu mjer vináttu og góðvild, bæði þann vetur og aðra. Við Helgi Jónsson, bróðir Bjarna, vorum líka góðir mátar, og var hann dæmalaust stiltur en glaðvær og góður piltur. Við vorum um eitt skeið að hugsa um að stofna »klubb« til þess að lesa Islendingasögur og æfa úr þeim ýms merkileg samtöl; en samt varð lítið úr því. Jeg var með honum og Bjarna Sæmunds- syni í því að stofna náttúrufræðisfjelag í skólanum, mig minnir að það hjeti »Mímir«. Jeg held það hafi verið þennan vetur. Meðan jeg er að rita þetta í næturkyrðinni, koma margar myndir fram og minningar, sem vilja fá að komast að, en ætti jeg að skrifa það alt, yrði það verk í fleiri bindum, svo margir voru mjer kærir af piltum. Jeg yrði þá að telja upp bekkjarbræður mína ekki fáa, Sigurð Pjetursson frá Ánanaustum, sem oftast var efstur í beknum, fyrirmyndarpiltur að hegð- un og námi, og Gísla bróður hans, sem þá var í læknaskólanum; jeg kom heim til þeirra nokkrum sinnum og leið þar ætíð vel, Magnús Einarsson (dýra- læknir nú) síkátur og fjörugur og besti fjelagsbróðir, Karl Nikulásson, fjörið sjálft og glaðværðin. Oftast vorum við góðir vinir og þótti mjer vænt um hann mjög, en stundum kom fyrir í bili að slettist upp á vinskapinn, en aldrei stóð það lengi. Jeg verð víst að nema hjer staðar, þótt margir sjeu ótaldir, sem hug- urinn minnist með gleði og þakklæti frá þeim tíma. Sumir þeirra, sem jeg sleppi nú, koma seinna við sögu. Jeg tók nú heldur að hressast, en þó var það lengi, sem mjer gekk erfitt að sofa án svefnmeðala. Dr. Jónassen var mjer mjög góður. Einn glaðan sólskins- dag í mars kom jeg til hans í »korterinu«, en það var morgunmatarfríið frá kl. 103/4 til 111/4, og var jeg eitthvað hálflasinn. Óbeðinn skrifaði hann þá á blað: »Fr. Friðriksson verður að hafa frí til að ganga úti af því veðrið er svo gott«, og þar undir ritaði hann dag og nafn sitt. Jeg fór upp í skóla til rekt- ors og fjekk fríið og fór svo. Þá öfunduðu mig flest- ir af bekkjarbræðrum mínum. Björn Blöndal var all-heilsugóður þann vetur, en þó fjekk hann sína gömlu veiki dálítinn tíma, og sögðu menn þá, að það væri einkennilegt með okkur vinina: Annar gæti ekki vakað og hinn ekki sofið, og færi best á að við reyndum að jafna því betur niður. Um sumarmálin var jeg orðinn all-góður. Þó man jeg eftir einni nótt um vorið, að jeg vakti. Þá kom sú hugsun upp hjá mjer, að mömmu mundi batna, ef hún kæmist suður í breytt umhverfi og til hinna góðu lækna. Hún hafði þá legið 7 ár í rúminu. Þessi hugs- un staðfestist svo meir og meir hjá mjer, er fram liðu stundir. Vortíminn var yndislegur tími og naut jeg hans vel í upplestrinum. Jeg las með kappi allmiklu; jeg man að jeg las upp latínuna og eitthvað fleira með Karli Nikulássyni niðri í barnaskóla, þar sem nú er sím- astöðin. Við sátum snöggklæddir og keptumst við. Gamla konan, móðir Mortens Hansen skólastjóra> fósturföður Karls, kom inn til okkar um kl. 1 og færði okkur ilmandi kaffi með kökum. Sólin var þá að byrja að skína inn í stofuna og kaffið og hvíldar- stundin, sem af því leiddi, sólskinið og stór fluga, er suðaði í glugganum, alt þetta mótaði með afarmikilli unan mynd af því í hugann, svo jeg sje það enn fyrir mjer, og mjer finst ilminum af kaffinu bregða enn fyrir vitin á mjer, er jeg rifja þetta atvik upp. Hvílík sæla að vera í latínuskóla við próflestur á björtum vordegi með góðum vini, er kapp og áhugi fyllir sálina. Eitt sinn þetta vor hjelt Helgi Helgason hljómleika með hornasveit sinni niður á Austurvelli. Fjöldi af fólki gekk í glaða sólskini hringinn í kringum Aust- urvöll og skemti sjer. Jeg var þar á gangi. Alt í einu sá jeg lítinn dreng, yndislega fallegan, ganga þar ein- an og rak hann sig stundum á fólk. Jeg tók í hönd hans og leiddi hann. Þegar hljómleiknum var lokið,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.