Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 4
52 Ó Ð I N N frá jarðneskum efnum, en hjelt sjer þó fram í andlátið, svo sem best má verða um svo háaldr- aðan mann, sem hann var orðinn. Vjer, sem munum Laxamýrar-hjónin, Sigurjón og Snjólaugu, rennum oft til þeirra hugsjóninni og minnumst þeirra á þessa leið: Snjólaug var staðfestuleg kona, fáorð, en kunni vel að haga orðum, þung í skauti, ef þvi var að skifta, dul og hjartagóð og gjöful, Sigurjón var brennandi framkvæmdamaður, viljasterkur, úr- ræðagóður, ekki mjög tilíinninganæmur, en vildi að menn björguðu sjer sjálfir, höfðingi þó, einkan- lega heim að sækja, ofsakátur stundum, tók nærri sjer almenn vandræði, gruflaði ekkert eflir ráð- gátum lífsins, trúði guðsorði eins og barn. Hann var að öllu leyli mjög eftirminnilegur. Hann var í rauninni lröggvinn og meitlaður úr málni', sem regn og stormur fá ekki unnið á og því síður tískan, — eins og drangur, sem stendur af sjer brim ár og aldir. Slíkir menn lifa þólt þeir deyi. t*eir eru nokkurskonar bjarg aldanna, sem tönn límans vinnur lílið á, og stendur eins og minnisvarði, þeim til vcgvísis, scm vilja likja eftir þeim og færa sjer í nyt fordæmi þeirra, verknaðar og viljastyrks. Afkomendur geta litið lil slikra forfeðra cins og fjallsbrúnar, sem upp á skyldi sækja og út- sýn gefur til landsins fyrirheitna. Guðm. Friðjónsson. Rjett eftir danða Sigurjóns (1910) kom út lít- ið minningarrit um hann, búið lil prentunar af Lúðvík syni hans, og hafði hann skrifað upp ýmislegt um æfi föður síns eftir frásögn sjálfs hans. Rit þetla mun aðeins vera í höndum ná- komnustu ættingja og vina Sigurjóns, en ýmis- legt er þar um æfi hans og störf, sem ekki er um getið í greininni. Er það, sem hjer fer á eft- ir tekið þaðan. Sigurjón var fæddur á Rreiðumýri i Reykja- dal 15. júní 1833, en fluttist sex ára gamall með foreldrum sínum að Laxamýri. Snjólaug Þorvaldsdóttir var fædd að Kross- um á Árskógsströnd 30. jan. 1840, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum þangað til hún, 22 ára gömul, giftist, 28. júlí 1802, Sigurjóni Jó- hannessyni óðalsbónda á Laxamýri. Á óðali sínu, Laxamýri, bjuggu þau 44 ár, og er búskap þeirra, risnu og höfðingshætti öll þau ár við brugðið. Laxamýri var viðurkenl sem höfuðhól norð- lenskra bændahýla og húsbændurnir þjóðkunnir fyrir gestrisni við hvern, sem að garði bar. Hilt vissu færri um, hve þau hjón voru örlát við alla bágstadda, er þau náðu til, og hjálpar þurftu. Munu þeir margir meðal smælingjanna, er minn- ast þeirra með cinlægu þakklæti og hennar nú með söknuði. Öllum, sem veruleg kynni höfðu af Snjólaugu, þótti innilega vænt um liana, enda kom hún alstaðar fram til góðs eins. Rjartsýn var hún alla sína daga, eins og vel er tekið fram í kvæði því, er Jóhann sonur hennar mæltí fram við gröf hennar: Heyrðir þú móðir hljóðar bænir og liarmalölur hnipins vinar — stryki hugur þinn hcndi mjúkri enni vinar þíns elliþreylt. Konan hláklædda — þín bjarta trú — kysli augu þín á æskudögum. Rú sásl því land og ljósar liallir þar dapureygðir sjá dimmu. I’röng er lifs gata — þungar klyfjar hinda örlögin ótal mörgum. — Veikur styðji veikan, varist allir, að lirinda magnlillum í lialla. Fje og frami eru fallvölt hnoss — hraukar hrungjarnir. Sætust minning og sætastur arfur eru ástarfræ í akri hjartans.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.