Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 7
Ó Ð I N N 55 unarmanna, er voru aldir upp i hinum »gamla skólacc, þarsem mættustgamla takmarkaða versl- unin og hin frjálsa verslun, að þeir voru fastir fyrir og seinteknir, en ef þeir lofuðu einhverju, stóð það sem stafur á bók. Svo var það um marga verslunarmenn á Akureyri, jafnaldra Ein- ars, sem jeg þekti mjög vel um margra ára skeið, og það hygg jeg hafi ált við Einar sál., þótt jeg hefði aðeins stultan tima persónuleg kynni af lionum. Hann kvæntist 1873 Vilhclminu Pálsdóltur, systur Wilhelms þingmanns i Ganada Paulsen og þeirra bræðra, allra merkra manna, er á unga aldri fluttust vestur. Kona hans var mörg ár haldin þungum sjúkdómi, og hefur það vafa- laust haft sín áhrif á hann. En jeg man eftir þvi, að til þess var tekið, hve nákvæmur hann væri við hana, þegar þau hjuggu á Akureyri, og þau lifðu í ástúðlegu hjónabandi, þangað til hún dó á Vopnafn ði haustið 1921, eftir 48 ára hjóna- band. Þrjú börn eignuðust þau, af þeim náðu tvö fullorðins árum, Porbjörg, kona Olgeirs Friðgeirssonar, nú kaupmanns í Keflavík, og Hallgrímur myndasmiður á Akureyri. Par fjell sannur sæmdarmaður í valinn. KI. ]. Bjarni frá Vogi. (Látinn 18. júlí 1926). AUra lýkur ævidegi. Enginn má þeim sköpum renna. Jafnt er pað á láði’ og legi. Ljósin flest að skörum brenna. Nú á braut er Bjarni genginn. Bert er skarðið eftir drenginn. Pað, sem mestu máli skiftir, metið er lítt af sumum mönnum.— Hór er orðinn sjónar sviflir. Sorg pað vekur öllum sönnum vinum Islands, vorrar móður, vermt sem hel’r oss lífsins gróður. Saman fór par magn og mildi, mælska, röksnild, próttur, dugur. Manna bezt hann málin skildi. Minstur varð á ráði bugur, pegar hólt ’ann pjóðar sóma, pörf og heillir feld í dróma. Brauzt pá fram í brúnaljósum bræðin pétt og hjartans ylur. — Málin ekki reifði’ ’ann rósum — rödd var styrk og féll sem bylur — ætti list og mentir manna murka, styfa, grenna, spanna. Dirfðist nokkur fræðin fjötra, feðra vorra dýru tunga klæða’ í húsgangs tizku-tötra, títt ’ann hjó með geði þungu; varði pann veg lands og lýða listir — snilli fyrri tíða. Pessu jafnt ’ann hugði hækka heiður, gnótlir vorrar móður, vöxtinn auðs og völdin stækka, vökva’ og ylja nýlan gróður, efla manndóm, auka dygðir, auðnu proska, víkka bygðir.------- Bjart var yíir bragning slyngum — beitt var porið, viljinn keikur — barizt djarft á pjóðar þingum, pegar seyrðist málaleikur. Skörungs sál og skapið hreina skil par kunni rétt að greina. Anda hans var vítt til veggja, Viðnám selti hvergi pakið. Hugum-stór. til handa beggja hóf pví margoft slærsta takið. Víðfær hann á viti’ og máli viljans hvössu beitli stáli. Stinn varð brýnan, stórs var krafizt, stikað djúpt og viða farið. Um pað flest var handa hafizt — heldur djarft af tekið skarið —, sem er þarfast landi’ og lýði, lægir nauð og bægir striði. Pjóðar fremd var pá í stafni pekt og séð í öllum ferðum. Fár mun par hans finnast jaTni, falslaus bæði’ i orði’ og gerðum, vinur allra veikra, smárra, vörður lágra meir en hárra. Boðar skullu’ á Bjarna tíðum. Beilti’ ’ann vopnum ekki siður. Oftast í peim orrahríðum — ailur veit það frónsku lýður — kanginlyndum kisumennum kneiktist dirfð í málasennum.------- Djúpa fram um íslands ála átt vér höfum róðra marga iil að sækja sættir mála, sönnum rélti’ og frelsi’ að bjarga. — 111 og pung voru’ áratogin, úfin löngum rastasogin. Sjóinn hafa sóttan þenna synir íslands dýrstu’ og beztu, aldrei nent frá rökum renna, réttu fylgt með viti’ og festu, siglt pá mest, er sauð á keipum, svarraði hæst og gnast í reipum. Parna’ á byrðing Bjarni gengur. Bert varð skjótt, að par fór helja. Vitur bæði’ og valinn drengur

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.