Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 23

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 23
ó Ð I N N 71 að ættvísir og kunnugir menn geti sjeð, að hjer er um merkar og góðar æltir að ræða í bæði , kyn. Dugnaður, ráðdeild og andlegir hæfileikar hafa gengið í erfðir. Virðist Stefán þar hafa fengið í sinn hlut fullan skerf. Helstu æfiatriðum sinum lýsir Stefán á þessa leið: Fyrstu tvö árin var hann á þremur bæj- um í Laugardalnum: Laugarvatni, Snorraslöð- um og Eyvindartungu. Þegar hann var tveggja ára, var honum komið í fóstur til Halldórs bónda Jónssonar í Hrauntúni í þingvallasveit. Þar ólst hann upp og dvaldist fram yfir tvítugs- aldur. IJað var ekki venja í þá daga, að ung- lingar lærðu mikið tii bókarinnar, enda getur Stelan þess, að auk lesturs og barnalærdómsins, kversins, hafi hann engrar menlunar notið, en vinnubrögð öll, sem á bæ eru tíð, lærði hann vel og auk þess rcglusemi og dugnað. Fermdur var hann 12V2 árs gamall. Er það tekið fram i kirkjubókinni, að liann hafi kunnað og skilið vel og verið háltprúður. Árið 1867 íluttist Stefán til Reykjavíkur með Ingiríði Ólafsdóllur, ekkju f*orleifs lyfsala Sig- h urðssonar, móður Bertels skálds. Dvaldist hann hjá henni þangað til hún andaðist, 1876. Sein- ustu 3 árin, sem Stefán dvaldi í Hrauntúni, og 10 fyrstu ár sín í Reykjavík, stundaði hann sjó- róðra, fyrst sem háseti og siðan oft sem for- maður. Á þeim árum, en aðallega 1878 og upp frá þvi, fór hann að gefa sig við steinsmíði og múrvinnu og fjekk þá mikla æfingu við bygg- ingu Reykjanessvitans og Alþingishússins. — Um þessar mundir gaf hann sig einnig nokkuð að verslunarstörfum, en síðan einungis við múr- vinnu og steinbyggingum, mest í Reykjavík, en einnig á ýmsum stöðum úti um land: Bildudal, Patrcksfirði, Hvanneyri og viðar. Tók hann að sjer fjölda smærri og stærri húsa og bygginga, ýmist upp á samningsvinnu eða daglaun. Er orð á því haft, hve nærri hann fór hinu rjetta með allar áætlanir sínar, hve ánægðir menn voru með verk hans og að hann skyldi aldrei tapa á samningum. Sýnir þetta glögglega bæði skiining mannsins á verkum þeim, er hann gaf *■ sig við, og samviskusemi í viðskiftum, einkum þegar tillit er tekið til þess, að hann hafði aldrei neinn reikning lært, nema fyrir eiginn áhuga í hjáverkum á fullorðinsárum. Þegar barnaskólinn hjer var bygður, 1898, tók Stelan að sjer alt steinsmíðið, samkvæmt hinum útlendu uppdrátt- um. Þólti slíkt vel gert þá af ólærðum manni í þeirri grein. Fleira tók hann vandasamt að sjer, og leysti það ávalt af hendi með stakri samvitsku- semi og dugnaði. Nú á seinni árum, síðan heilsan tók algerlega að bila og elliárin að fær- ast yfir, ásamt fleiri erfiðleikum, hefur, eins og að líkindum Jætur, smált og smátt dregið úr kjarki og framkvæmdum hins atorkusama manns. Árið 1911 flultist hann til sonar síns, Sigvalda læknis Kaldalóns, að Ármúla á Langadalsströnd. Dvaldist hann þar nyrora nokkur ár og stund- aði iðn sina, þegar heilsan leyfði og tækifæri bauðst. Eftir að Sigvaldi fluttist úr hjeraðinu, vitjaði Slefán aftur á fornar stöðvar og dvelur nú hjá syni sínum, Snæbirni skipstjóra, hjer í Reykjavík. Hinn 20. sept. árið 1879 gekk Stefán að eiga heitmey sína, ungfrú Sesselju Sigvaldadóttur, Einarssonar, Þórólfssonar í Kalmanstungu.1) Var móðir Sesselju Halldóra Eggertsdóltir, sýslu- manns Guðmundssonar, bróður Magnúsar sýslu- manns Ketilssonar í Búðardal. Fór Halldóra til dóttur sinnar og Stefáns tengdasonar síns 1882 og dvaldi hjá þeim upp frá því til dauðadags (28. sept. 1898). Tekur Stefán það fram, að tengdamóðir sín hafi verið bráðgáfuð og guð- hrædd kona og gengið börnunum i móður stað, meðan hennar naut við. — Sesselja er fædd að Hvanneyri í Borgarfirði 3. maí 1858. Var hún snemma bráðger og framúrskarandi að atgervi, enda er það mörgum kunnugt, hvílíkt táp og ósjerplægni hún hefur sýnt í því, er hún aðal- lega hefur helgað krafta sína, Ijósmóðurstörfun- um og Hjálpræðishernum. óhætl mun mega segja um Stefán og Sesselju, að vart muni öllu gervilegri persónur saman veljast: mikið atgervi til sálar og líkama og fram- úrskarandi mannkoslir hafa einkent þessi hjón. Hafa þessir hæfileikar þeirra komið skýrt fram í niðjum þeirra, seni eru hver öðrum mann- vænlegri og hæfileikum gæddir. Þau eignuðust alls 6 sonu. Komust 4 til fullorðinsára: 1. Sig- valdi, læknir og tónskald, fæddur 1881, nú settur hjeraðslæknir í Flateyjarhjeraði. 2. Guð- mundur Aðalsteinn, glímukappi og steinsmiður, f. 1885, búsetlur í Ameríku. 3. Snæbjörn, skip- 1) Seinni kona Einars Pórólfssonar, móöir Sigvalda, var Helga Snæbjarnardóttir prests Halldórssonar bisk- ups Brynjólfssonar á Hóluro.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.