Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 24

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 24
72 ÓÐINN stjóri, f. 1889, sem þau hjón dvelja nú hjá hjer i Reykjavík, og 4. Eggert söngvari, f. 1890, bú- settur í Milanó á Ítalíu. Eins og bent hefur verið á hjer að framan, hefur Stefán verið hverjum manni vinsælli og notið trausts á öllum sviðum. Hefur hann sjer- staklega melið mikils hina eldgömlu, gullnu lífs- reglu: ^Það, sem þjer viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þjer og þeim gera«. Að vilja öðrum jafnvel og sjálfum sjer og leitast við að gera rjett og hjálpa og gleðja aðra, virðist vera höfuðþátturinn í allri breytni Stefáns. Ein af þessum fyrirmyndardygðum er hófsemi lians á vín. Gekk hann fyrslur manna í Góðtemplara- regluna og hefur ætið verið strangur bindindis- maðnr. Einn sona hans hefur getið þess við mig, að hann hafi sjerstaklega stranglega varað þá bræður við allri vínnautn. enda verið þar sjálfur, eins og í fleiru, sönn fyrirmynd í allri reglusemi. Stefán hefur alla æfi verið mjög námfús og bókhneigður, notað þær stundir vel, sem mörg- um verður lítið úr, til leslurs og lærdóms, einkum á efri árum, síðan þrek til starfs, vegna vanheilsu og elli, tók að þverra. Hefur hann verið mjög vandur að vali góðra og fræðandi bóka, sem opnað hafa honum útsýn yfir ýmsar hliðar mannlífsins og náttúrunnar. Þessi hneigð hefur, eins og gefur að skilja, aukið mjög skiln- ing hans og dómgreind á mörgum sviðum. Ekkert hefur Stefán beinlínis gefið sig við opinberum störfum; ekkert blandað sjer í deilu- mál dagsins; hann hefur að náttúrufari verið mjög friðsamur, — en hann hefur engu að síð- ur fylgst vel með öllu, sem gerst hefur með þjóðinni. í atvinnumálum vorum, háttum og siðum fyr og nú, er hann flestum leikmönnum fróðari á þeim svæðum, er hann hefur dvalið. Margt þessháttar hefur hann skrifað hjá sjer, enda stöðugt haldið dagbækur um ýmsa atburði og veðurfar á 5. tug ára. Hefur Stefán nú dregið margt af þessu saman og skráð það í Æfi- minningum sinum, er hann hefur nýlega lokið við að semja, Er þar minst á sumt, er seinni tíma menn hetði bæði gagn og gaman af að kynnast, til samanburðar nútímanum. Má vel vera að þar sje nokkur skerfur til menningar- sögu vorrar, þegar hún verður rituð. í öllum framfara og þjóðmálum er Stefán frjálslyndrar skoðunar og sist hræddur við breyt- ingar, þegar hann sjer þær bygðar á þekkingu og skynsamlegri varfærni. Hann ann framförum í öllum greinum, sem miða að velferð og hag- j sæld einstaklinga og þjóða, en hatur hleypidóma, fávitsku og eigingirni, í hverri mynd sem er. Hann er djúpsær, heitur trúmaður, sem Ieggur mikið upp úr því, að trúarbrögðin eigi fyrir sjer að samræmast, fegrast og fullkomnast á kom- andi tímum og guðshugmyndin að skírast svo, að hún ljómi sem sól yfir hinu batnandi mannkyni. Þó heil san sje nú að þrotum komin og þrólt- ur og fjör mikið tekið að dvina, er Stefán enn furðu ern að úlliti og kvikur á fæti. Umhyggjan fyrir öllu, sem hinn takmarkaði verkahringur hans nær nú til, er sívakandi. Hinn vinnuglaði og velviljaði öldungur kann illa við iðjuleysi. Ef ekki er hægt að starfa úlivið, að garðrækt, sem honum hefur verið svo kær, eða öðru við hans hæfi, vinnur liann eitlhvað inni við, sjer eða öðrum til gagns, millum þess, sem hann les í blöðum og bókum, skrifar eða tekur þátt í sam- ræðum. Stöku sinnum, þegar liann á leið um bæinn i einhverjum erindum, getur honum orð- ið það á að reka inn höfuðið hjá kunningjun- * um og vita hvernig líður. Ef deyfð og drungi hefur hvilt yfir heimamönnum áður, breytist þetta skjótlega. Birta og ylur frá hinum síunga öldungi hefur dreift þunglyndinu. »Þar sem góð- ir menn fara, eru vegir guðs«. 1 tilefni af áttræðisafmælinu í vetur, gerði Múrarafjelag Reykjavíkur Stefán að heiðursfje- laga sínum og sýndi honum með því maklega viðurkenningu. S. E. Eftir dauöann. Hugðarefni hafði jeg fá, hulin pokumekki. Pað, scm aðrir sanna og sjá, sál roín griili ekki. Enga vildi jeg endurbót, engu gömlu týna. Efnishyggju settist sót á sálarglugga mína. Beðið var um bæn og fórn, boðinn guðdómskraftur. Jeg kaus heldur heimsins stjórn, og hallaði glugga aflur. > Á æðri sviðum andi minn ekkert fteytt sjer getur. Má því hýrast hann um sinn heima og læra betur. S. P. & V

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.