Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 19

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 19
ÓÐINN 67 son vísi iil varasjóðs fyrir Sjúkrasamlag Reykja- víkur og gaf af'tur í sjóð þnnn á sextugsafmæli sínu. Sá sjóður er nú liðugar 3000 kr. B. H. Bjarnason hefur jafnan gefið sig allan að verslun og er nú talinn vel fjáður maður. Oft hefur honum fundist sem verksvið sitt væii alt of þröngt, en hefur þó ekki viljað dreifa sjer, heldur kept á þessu sviði að ákveðnu marki, sem hann eitt sinn setti sjer. Fomihvammur. Síðan um miðja 19. öld að býlið Fornihvamm- ur í Noiðurárdal var bygður, hefur þar verið viðkomustaður flestra, sem ferðast hafa milli Norðurlands og Suðurlands, og gistingarstaður l'jölda margra, einkum að vetrarlagi. Fram yfir 1880 bjuggu í Fornahvammi fálæk- ir menn, í litlum húsakynnum, sem áttu þess lítinn kost að veiía ferðamönnum nauðsynlegan beina. Hjer skal því minst þess fólks, er fyrst geiði þar góðan gistingarstað, sem fyllilega stóð á sporði hverjum góðum gestabæ í miðri sveit að þvi er þá gerðist, en það voru þau hjón Davíð Bjarnason og Þórdís Jónsdóttir, og dóttir þeirra Friðrika María, er jafnan var hjá þeim og eflir það búslýra hjá Davíð syni sinum til dauðadags. Davið bóndi Bjarnason í Fornahvammi var fæddur að Þóroddsstöðum í Hrútafirði árið 1821. Ólst hann upp hjá foreldtum sínum, er þar bjuggu, en var eigi gamall er hann misti föður sinn. Eltir lát hans mun Davíð hafa lítið dvalist með móður sinni, sem bráðlega giftist aftur; en var i vistum hjá vandalausum hjer og þar í Hrútafirði uns hann kvæntist árið 1850. Þrem árum síðar fluttust þau bjón Davíð og Þórdís vestur í Dalasýslu og dvöldust þar við bú á ýmsum stöðum um 9 ára skeið. Mun fjarhng- ur þeirra þau ár hafa verið mjög óhægur, og víst er það, að styrk nokkurn fengu þau af sveit sinni hjer nyrðra a síðuslu árum er þau dvöldu þar vestra. Árið 1862 fluttust þau að vestan aftur, og bygðu, nieð rnði og tilstyr k Jón* bónda Jóns- sonar a Melum, býli a svonefndum Meladal fram af Hrutatirði og nelndu býlið Gilhaga. Bjuggu þau þar í 13 ár og farnaðist mjög vel, höfðu þó eingöngu sauðfjárbú en aldrei kýr, enda var býl- ið túnlaust en fóðurbætisgjöf þektist lítt á þeim árum. Voru þau orðin við allgóð efni, er þau árið 1875 flultust að Þóroddsstöðum í Hrútafirði, og bjuggu þar í 2 ár í tvíbýli við Daniel dbrm. Jónsson, náfrænda Davíðs. Árið 1877 fluttust þau að Melum og höfðu mestan hluta jarðarinnar til ábúðar um 6 ár. í hinum miklu harðindum 1881- '2 var mik- ill Ameríkuhugur í mönnum hjer norðanlands og fóru þá ýmsir vandamenn Davíðs vestur. Var hann næstum ráðinn til vesturfarar áiið 1883 og mun kona hans hafa ráðið mestu um að svo varð eigi, heldur tóku þau til ábúðar Fornahvamm, er þá lá við að legðist í eyði. Bygðu þau þar þegar a fyrsta ári svo rúmgóðan bæ, að dæmi voru til að þau hý.stu um 20 manns í einu og veittu öllum góð- an beina og aðhlynningu. t Fornahv. bjuggu þau við góð efni þar til Þórdís andaðist árið 1895. Eftir lát hennar bjó Davið áfram i Fornah. með Friðriku dóttur sinni, uns hann árið 1900, nær áttræður að aldri, fluttist til Ameríku og andað- ist þar 4 árum siðar hjá Bjarna syni sínum, er var kominn þangað fyrir mörgum árum. Davíð Bjarnason var maður »mikill vexti og afrendur að afli«, dökkur á hár og skegg, sljett- hærður og hárið þunt, en þó ekki sköllóttur, föl- leilur í andliti, varaþunnur og munnfríður, nefið beint og hafið upp að framan, brúnamikill, enn- ið hátt og afturkembt. Sknpstór var hann mjög, hvass í máli og rómsterkur og hóstaði jafnan skarpt, er hann byrjaði mál sitt, djarfmáll, hrein- skilinn og litt laginn á að dylja skap sitt eða stilla sína slóru lund. En þólt sá breiskleiki yrði oft lilefni til misklíðar milli hans og annara þá sljett- ist oftast fljótt yfir það aftur og var hann jafn- an vinsæll maður. Nokkuð drakk hann, eins og flestir gerðu á yngri árum hans, þó sjaldan svo, að hann yrðí miður sín af víni, en örskiitamað- ur var hann þá enn meiri en ella. Smiður var hann góður, bæði á trje, járn og kopar, og iðju- maður hinn mesti; sást sjaldan sleppa verki úr hendi. Voru smíðarnar hans kærasta starf, en til bústarfa var hann minna hneigður þó hann hefði gott vit á ílestu, er að þeim laut. Var hann oftlega að smíðum hjá öðrum og smiðnði viða biðstofur og önnur ba^jarhús, er suni stauda enn í da^. Þórdis kona Daviðs var Jonsdottir bonda að Hlaðhamri. Fædd á þeim bæ og dvaldi þar í

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.