Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 9
ÓÐINN 57 að Guðmundi, hann sá þar ólókunnan persónu- leik, sem hann varð að fá einhverja ráðningu á. En um Guðmund er það að segja, að jafn- skjótt og hann sá mann úr framandi landi, sem hann sá á auðkenni gáfna- og mentamannsins, þá opnaðist fyrir hugskotssjónum hans nj'r og stór heimur fullur menta og visinda, lífs og framfara, og hann varð að skygnast yfir þrösk- uldinn meðan þess var kostur og njóta sem lengst hinnar stóru hug- sýnar, sem vafalaust var honum styrkasta stoðin í mótblæstri lífsins. Það var þessi innri þörf, sem gerði það svo eðlilegt, er hann tók ókunna menn tali, að engum gat til hugar komið að þykkjast við eða finnast framkoma hans á nokkra lund ókurteis. Og um hvað gátu svo þessir menn rætt? Yar það um veginn og veðrið, snjó- inn í hlíðunum eða forina á götunum? — Nei. Guð- mundi ljet ekki að tala um slík efni. En þegar hann hafði tekið útlenda ferða- menn tali, ræddi hann jafn- an um málefni sem gest- inum voru hugstæð og það með svo mikilli greind og þekkingu, að gesturinn gleymir þvi, hvar hann er, og finst hann vera kominn heim til átthaganna og vera að ræða við gamalkunnan vin, sem hann hefur ekki lengi sjeð. I’eir ganga til skips, setjast niður og sökkva sjer niður í fjörugar samræður. En útlendingurinn fyllist oftsinnis eðlilegri undr- un. í viðræðunum frjettir hann ýmislegt um þennan viðfeldna íslending, meðal annars það, að hann hafi alið allan aldur sinn á íslandi og lengst af í fámennri sveit, milli þröngra fjallaveggja. Og undrun hans mundi ekki minka, ef hann vissi að hið andlega sjónar- svið sveitnnganna er ef til vill sínu þrengra en hið náttúrlega. Hann spyr Guðmund hverju það sæti, að hann hafi svo glögga innsýn í málefni, sem liggja óravegu frá hversdagslífi hans og enginn gæti ætlað að hann Ijeti sig nokkru skifta. Hann reynir líka að fá skýringu á þvi, hvað til þess komi, að Guðmundur tali svo vel móður- mál hans. En svörin eru ófullnægjandi og stóri íslendingurinn sívaxandi ráðgáta. Skipið er að fara. Þeir verða að skilja. Nokkr- ar klukkustundir hafa þeir nú ræðst við og þó finst þeim þeir vera nýbyrjaðir. En nú er ekki til setunnar boðið. Hjartanlegar kveðjur — hug- heillar óskir um endurfundi. Guðmundur kemst á síð- ustu stund á land, því skip- ið hefur þegar leyst land- festar. — En útlendingurinn hoifir með aðdáun á stóra íslendinginn, meðan skipið skríður óðfluga út fjörðinn. Og jafnan siðan, er hann reynir að minnast Eski- fjarðar, sjer hann alt í þoku, nema þennan eina mann. Honum gleymir hann aldrei. Á latínuskólaárum Guð- mundar Ásbjarnarsonar var lítil rækt lögð við hin lif- andi mál; var það að von- um, því hin ómælta latina skipaði þá öndvegi meðal námsgreina skólans. Kensl- an í nýrri málunum var líka mjög tengd latínu- kenslunni og laut einkum að rækilegri málfræðistil- sögn, enda voru kennar- arnir fyrst og fremst mál- fræðingar og latínugarpar, en miður vel að sjer í framburði málanna. Af þessu leiddi að allri kenslu i framburði málanna var ábótavant og reyndi því mjög á þrek og natni þeirra nem- enda, er vildu komast áfram í því efni. Og Guð- mundur var einn þeirra, sem strax á skólaárun- um hneigðist meir að nýju málunum, enda opnuðu þau honum leið að þeim efnum, er nær stóðu huga hans en hin klassisku fræði Rómverja. Hjer reyndi líka fljótt á dugnað hans óg samviskusemi við það, sem hann mat mest, enda entist honum hvorttveggja til æfiloka. Hann lagði heldur ekki leið sína þar sem hægast var og áreynsluminst, heldur lagði frá öndverðu mesta stund á það málið, sem langerfiðast var Guömundur Ásbjarnarson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.