Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 30
78 ÓÐINN hve honum gengi vel að hafa fram áhugamál sin. Afstaða hans til stærri þingmála var alla jafna heppileg. Hreppsnefndaroddviti var hann kosinn strax og hann byrjaði búskap, og hreppsljóri varð hann 1904. Sýslunefndarmaður varð hann litlu síðar. Svo var hann íormaður Framfarafjelags Arnarneshrepps og formaður Sparisjóðs Arnar- neshrepps. Öllum þessum störfum gegndi hann til dauða- dags að hreppsnefndarstarfinu undanskildu, og sýnir það best það traust, sem til hans var hor- ið, enda gegndi hann öllum þessum störfum með framúrskarandi samvitskusemi og dugnaði. Hann skilur eftir ágætar endurminningar hjá öllum vinum sínum og vandamönnum. Arnarnesi, 12. rnarts 1926. Guðm Magnússon. Sl Ólafur Þóröarson og Guðlaug Þóröardóttir. Ólafur Þórðarson bóndi að Efri-Sumarliðabæ í Rangárvallasýslu fæddist að Húsum í sömu sýslu 20. ágúst 1829, og dó í Reykjavík 29. apríl 1898. Ólafur var sonur I’órðar bónda Jónssonar að Húsum, ólafssonar, Einarssonar bónda á Grafarbakka á Landi. En móðir ólafs, kona Þórðar, var Helga Jónsdóttir, Jónssonar Ólafs- sonar að Lambastöðum í Garði suður (f. 1735). Ólafur ólst upp hjá foreldrum sinum, uns faðir hans dó 1839, en var þá komið í dvöl, og vann hann fyrir mat sinum fyrst um sinn, en ekki fór hann að fá kaup fyr en hann var kominn langt nokkuð yfir fermingu, enda ekki þá sú vinnufólksekla sem nú gerist víða um sveitir þessa lands. — Ólafur var síðan í vinnu- mensku til þess er hann reisti bú að Efri- Sumarliðabæ vorið 1861, og kvongvaðist ári síðar, 17. júlí, Guðlaugu dóltur Þórðar Jónsson- ar bónda þar. Ólafi hafði græðst nokkurt fje meðan hann var einhleypur og gátu þau hjón því þegar sett saman sæmilegt bú, og þó lítið, við hæfi jarðarinnar, sem var fremur kostarýr. Jarðabætur voru ekki mjög uppi með bænd- um um það leyti, sem ólafur byrjaði búskap, og reyndar ekki heldur lengi síðan, en eigi Ijet hann það á sig fá. Hann tók þegar að bæta jörðina, og hjelt því áfram at kappi alla þá stund, sem hann bjó í Sumarliðabæ; sljettaði hann mikið af túninu og græddi það talsvert út og kom góðri rækt í það, sem áður hafði verið kallað tún; þá gerði hann og gripheldan varnargarð á tvo vegu um tún og engjar, um 1000 faðma langan, og 400 faðma langan skurð á einn veginn, en að sunnan skifti lækur lönd- um með Pjóðólfshaga og Efri-Sumarliðabæ, og fór þar sjaldan fjenaður yfir. ólafi urðu mörg handtökin að þessu starfi öllu saman, því að hann vann það einn að mjög miklu leyti, og dugði honum því ekki að sitja til allra hluta. Hið opinbera sæmdi Ólaf verðlaunum úr sjóði Krist- jáns konungs IX. fyrir jarðabætur; mun hann hafa fengið þessi verðlaun fyrstur manna í Holtahreppi. Um vetrarvertíðir reri ólafur mjög lengi í Höfnum suður, og var þar formaður margar vertíðir; farnaðist honum þar vel, enda var hann kappsamur um sjósókn sem önnur störf, framsýnn, athugull og frábærlega veðurglöggur. Er það til marks um, að á síðari búskaparár- um sínum, eftir að hann var hættur að róa, bar það oft við um vertíðir, að hann járnaði hesta og skrapp út að Stokkseyri til að fá í soðið. En það var haft að orði þar, að nú mundi fara að gefa á sjó, er ólafur í Sumarliðabæ væri kominn, og segir sagan að þetta hafi sjaldan eða aldrei brugðist; var hann því hinn mesti aufúsugestur Stokkseyringum, er hann »kom með gæftirnar« og varð gott til skiprúms. Aflaði hann oft mikils í þessum ferðum, þólt sjaldan tækju þær lengri tima en 3—6 daga, og munaði heimilið ekki lítið um þá björg, er hann dró að þannig. ólafur var verklundaður í besta lagi, svo að kalla mátti, að honum fjelli aldrei verk úr hendi nokkurn dag frá morgni til kvölds, og svo lag- inn að það bar frá, við hvað eina er hann sýsl- aði. Hann var góður smiður bæði á trje og járn, söðlasmiður og skurðhagur á trje, þótt ekkert hefði hann lært í þessum iðnum, enda smíðaði hann sjálfur hvað eina, er við þurfti á heimil- inu, en aldrei tók hann smíðar af öðrum, hafði jafnan fleiru að sinna heimafyrir en svo, að tóm ynnist til þess, þótt hann væri að vísu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.