Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 10
Ó Ð I N N 58 um framburð á, frönskuna. Hann álti lítinn kost þeirra bóka, sem verulega hjálp gátu veitt, og tók því það ráð, að sitja um hvert tækifæri sem gafst til að tala við sjó- og ferðamenn, sem í þann tíð komu alloft til Reykjavikur. Árangur- inn af elju hans varð líka sá, að hann mun hafa náð meiri fullkomnun í því að mæla á franska tungu en flestir skólabræður hans og samtíðarmenn í landinu. En hann logði lika mikla rækt við önnur mál, svo sem ensku, þýsku, esperanto og Norðurlandamálin. Og spönsku lærði hann hjálparlaust á síðustu æfi- árum sinum svo vel, að hann gat bæði ritað hana og talað. Mun óhætt að fullyrða, að á Austurlandi sje leit á jafnfróðum tungumála- manni og Guðmundur heitinn var. í frístundum sínum var Guðmundur sílesandi. Fyrst og fremst las hann alt sem að málfræði laut og hann komst höndum yfir. En jafnframt las hann um alla hluti milli himins og jarðar, því ekkert var svo auðvirðilegt í augum hans, að hann virti það að vettugi. Hann var hinn sanni studiosus perpetuus. — En hann las þó ekki til þess að þurfa síður að hugsa, eins og sumra er siður, heldur lagði hann mælikvarða skynsemi sinnar á sjerhvert viðfangsefni og lagði sífelt til málanna frá eigin brjósti. — Það getur aldrei hjá því farið, að í fámennri sveit kenni áhrifa fráslíkum mönnum, sem Guð- mundur var. Og hver einasti samsveitungur Guð- mundar lítur með sorg og vonleysi á eyðuna, sem hann fylti áður. Þátttakan í jarðarför hans sýndi hjer betur en nokkru sinni, að »enginn veit hvað átt hefir, fyr en mist hefir«. Guðmundur Ásbjarnarson var aufúsugestur öllum þeim, er báru gæfu til þess að hafa náin kynni af honum. Þótli þá hverjum betur, sem hann fjekk lengur haldið Guðmundi í húsum sínum. Og vinum hans var það altaf óhlandið gleðiefni, ef þeir áltu von á komu hans. Og til- hlökkun þeirra fylgdi ætíð eftirvænting, því þess var altaf vísust von, að hann leiddi þá inn á ný sjónarsvið hugheima, enda var honum flest- um mönnum sýnna um, að veita öðrum hlutdeild i hinum margþætta fróðleik sínum og andagift. Það er ekki djúpt í árinni tekið, þó sagt sje að Guðmundur hafi síst verið hversdagsmaður sinna samsveitunga. t*að var aldrei laugardagur í sálu hans, og vinir hans gátu aldrei verið svo samvistum við hann, lengur eða skemur, að ekki hyrfi á meðan allur hversdagsblær af tilverunni. það birti æ í huga mjer er jeg sá hann koma álengdar og mjer var ætíð ómenguð ánægja í að tala við hann. Skifti það aldrei máli, hvort við vorum á eitt sáltir í skoðunum eða silt sýnd- ist hvorum. Við sátum oft og ræddumst við langt fram á nólt. Og þó var aldrei svo framorðið, að hann færi ekki altaf of snemma frá mjer. Það var Guðmundi áskapað, að breiða út frá sjer fjör og lifsgleði hvar sem hann kom. Og aldrei var svo dapurt í nokkru ranni, að ekki Ijelti að mun þunganum ef hann bar að garði. — Hann var líka flestum mönnum lægnari á að beina hugum manna frá smámunasemi og aukratriðum að háleitari og göfugri efnum. Guðmundur gat haft það til að vera hvass í orðum og óvæginn, ef honum þótti rjetlum mál- stað hallað. En orð hans voru altaf græskulaus og fjarri þvi að særa tilfinningar manna. Hann var líka hafinn yfir þann siðferðisbrest, að tala illa um nokkurn mann, ljóst eða leynt, og um andstæðinga sína talaði hann altaf af fullri virð- ingu og illkvitnislaust. lJarf oft mikinn siðferðis- þroska til þess að láta mólslöðumenn sína njóta sannmælis, en í því efni bar Guðmundur af flestum þeim, sem jeg hefi kynst. Guðmundur var óvanalega stór maður, en sál hans var þó miklu stærri, og andlegt sjálfstæði var eilt af höfuðeinkennum hans. Hvort sem hann fjallaði um trúmál, listir eða vísindi, þá sigldi hann sjaldnast í kjölfar viðtekinna skoð- ana. Hann ljet aldrei girða anda sinn nje dóm- greind i vitsmunakvíum hávaðasamra skriffinna, sem þykjast hafa vit og þekkingu á öllum hlut- um, en orka sjaldan annars en að afvegaleiða andlega ósjálfstæðinga. Hann var svo frjálslynd- ur í andlegum efnum, að hann gat í sömu and- ránni dáðst að Nietsche og Þórbergi Þórðarsyni, þó hann fylgdi skoðunum hvorugs þeirra i hví- vetna. Og mjer er æ í minni, hversu hrifinn hann var af »genialiteti« Weiningers, þrátt fyrir það, þó hann væri mjög andstæður kenningum hans. Með einum manni gátu samsveitungar Guð- mundar ekki mist meira en þeir gerðu við frá- fall hans. En endurminningarnar um hann verða ekki frá þeim teknar. Það er mikil raunabót. Aj. *

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.