Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 16

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 16
64 Ó Ð I N N pilt 14 ára, nú á gagnfræðaskólanum á Akureyri, og tvær dætur, 8 ára og á 1. ári. Það verður með fullum sanni sagt, að styrk og sóma þjóðfjelaganna megi rekja til heimil- anna. Þau móta ekki einasta þá, sem þar alast upp, heldur eru þau einnig nokkurskonar út- varp þess anda, er þar rikir; og því aflmeiri sem sú stöð er, því meiri verða áhrifin. Þeir sem þekkja heimili Björns Magnússonar og konu hans, og þeir eru mjög margir, munu vissulega óska þjóð sinni þess, að áhrit þess næðu víða, og að landið ætli sem flest slík. Sem betur fer, eru þeir íslendingar ekki svo fáir, sem gengið hafa úr föðurgarði, að sönnu með smáan arf fjármuna, en bestu æltarein- kenni þjóðar sinnar, er enst hafa allvel til þroska. Björn er einn þeirra. Hann er maður gildur á velli og ósmár í lund, og mun það hverium auðfundið, ef hann stendur honum á hlið. Sl Tvær heimsóknir. Hið fyrra kvöld, sem kom jeg þar, var kvöld i sólskinsljóma, og ljettur eimur enn þá var um alla ganga og stofurnar af angan brúðkaups-blóma. Jeg fann þar hjónin heit og ör við hæstu þránna flæði, með blys í augum, bros á vör og bjartan svip og glaðleg svör, svo frjáls og fögur bæði. I5ar sýndist öllu í unað breytt, hvert orð með fagnaðs hreimi. En þögn var sveipað eilthvað eitt, sem armlög höfðu sælast veitt og mest var hnoss í heimi. — Hið seinna kvöld, er kom jeg þar, jeg knúði hurðir lengi. Á súg, en engri angan bar. Einn áratugur liðinn var, og margt var breytt hjá mengi. Jeg leit þar ílest í reglu og röð, sá rós á hverjum glugga; þó hjengu sumum hnýpin blöð, og húsið fanst mjer drungastöð í skúmi, þögn og skugga. Og þar var kominn risi í rann, sá rammi, hljóði, bleiki — og sitt á hvoru hnjenu hann með hjónin sat og ljett sjer vann, — hinn leiði hversdagsleiki. Jak. Thor. tí Runólfur Bjarnason bóndi á Hafrafelli. Rúnólfur er fæddur á Hafrafelli í Fellum25. apríl 1865, sonur Bjarna bónda Sveinssonar á Hafra- felli Guðmunds- sonar hrepp- stjóra á Bessa- stöðum í Fljótsdal. Kona Guðmundar var Þorbjörg Pjet- ursdóttir Pjeturs- sonar Jónssonar Gunnlaugssonar bónda á Skjöld- ólfsstöðum. Pjetur afi Porbjargar var sonur Ólafar Pjet- ursdóttur Bjarna- sonar sýslumanns Oddssonar á Bust- arfelli. — Móðir Bjarna Sveinssonar á Hafrafelli var Guðrún Bjarnadóttir frá Viðfirði, komin af síra Stefáni ólafssyni í Vallanesi. Bjarni var og kominn af Bustarfellssýslumönnum og Árna Gíslasyni sýslu- manni á Hlíðarenda og er nafn Runólfs úr þeim ættboga. Móðir Runólfs en kona Bjarna var Anna Bjarnadóttir Jónssonar ^orsteinssonar bónda á Melum í Fljótsdal; er það mjög fjöl- menn ætt. Runólfur hefur dvalið á Hafrafelli allan sinn aldur að undanteknum tveim árum, er hann var á búnaðarskólanum^ Eiðum í tíð Guttorms >

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.