Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 43
ÓÐINN 01 í fang, taka mjer of þungt efni fyrir. í öðrum bekk hafði jeg líka ort eitt vers, það var heillaósk til lítils vinar, Þórðar Thorsteinsson, sonar Steingríms skálds, og hafði Steingrímur látið vel yfir því. Ver fór, er jeg færði Sigurjóni litla frænda mínum Markússyni í Doktorshúsinu tvö vers í afmælisgjöf. Þótti gömlu Björgu ömmu vænt um þau, en Luðvik Knudsen (nú prestur á Breiðabólstað) ráðlagði mjer í trúnaði að eiga ekki við þá list framar, því það væri auðsjeð að jeg hefði enga hæfileika til þess, en því miður fylgdi jeg ekki ráðum hans; þau gerðu mig samt varfærnari. Nú verð jeg að segja frá því, sem sjerlega skygði á þennan vetur. Það var lasleiki, er stafaði af afar- miklu svefnleysi. Það byrjaði í nóvembermánuði. ]eg svaf sem sagt í Langaloftinu. Það var háttað kl. IOV2 og ljósin slökt 10 mínútum seinna. — Jeg hef ávalt verið vel vakandi á kvöldin. ]eg hefði því gjarna vilj- að lesa fram eftir, en ekki mátti auðvitað kveikja ljós eftir slökkvunartíma. Svo fór að sækja á mig svefn- leysi, fyrst framan af nóttinni, en ágerðist brátt svo, að jeg ekki mátti sofna fyr en komið var langt fram á nótt, hvernig sem jeg bylti mjer í rúminu. ]eg hafði því ekki sofið hálfa nægju mína á morgnana, er hringt var til fótaferðar kl. 7 á virkum dögum og kl. 8 um helgar. Fyrst hafði þetta ekki mikil áhrif á mig, en samt leiddist mjer fjarskalega í myrkrinu. ]eg neytti allra bragða til að sofna, taldi stundum í belg og í biðu mörg hundruð, en það kom fyrir ekki, stund- um þuldi jeg upp heil kvæði, er jeg kunni utan að eða lærði í þessu augnamiði, en ekkert hjálpaði. Svo keypti jeg mjer band og prjóna og sat uppi í rúmi mínu og prjónaði bandið á enda og rakti það svo upp aftur. Það var nokkur hvíld í þessu og tímastytt- ing, en kom þó ekki að tilætluðum notum. Jeg kvart- aði ekki við neinn um þetta og vissi enginn fyrst af því nema Björn Blöndal. En í myrkrinu sækja að and- vaka manni allskonar fáránlegar hugsanir, og gaf jeg þeim oft lausan tauminn. Það sótti á mig þunglyndi og ömurleiki, sem meir og meir fór að gera vart við sig á daginn. Það var margt, sem mjer fanst ama að og ímyndaðar sorgir sóttu mig heim. Jeg var að reyna að hrista þetta af mjer, en mjer tókst það ekki. Þeg- ar leið fram að jólafríinu ágerðist svefnleysið æ meir, en meðan jeg var allan daginn áhlaðinn, sakaði það ekki mikið. ]eg fann ekki mikinn mun á mjer við námið og heldur ekki í undirbúningstímunum. Aðeins kveið jeg fyrir nóttinni, og stundum kom það fyrir að jeg var ekki sofnaður, þegar morgunbjallan hringdi, og meir en viku, þá síðustu fyrir fríið, fanst mjer að mjer hefði ekki komið blundur á brá, en verið getur að jeg hafi mókt eitthvað þó mjer ekki fyndist það. — Svo kom jólaleyfið. ]eg var þá einn, því Kolbeinn fór austur á Bakka, og nú voru ekki skólatímarnir. ]eg fór þá á fætur á rjettum tíma og fór vestur í her- bergi okkar Kolbeins og sat þar mestallan daginn og lokaði að mjer. ]eg forðaðist pilta og mjer fanst jeg þurfa að vera einn með mínar miklu sorgir og ömurleika. Thorgrímsen tók eftir því, að jeg var öðruvísi en jeg átti að mjer, og fólkið varð þess vart, að jeg var nær því alt af inni. Svo annan í jólum kom hann upp til mfn. Þegar jeg heyrði hver það var, þá opnaði jeg. Hann kom inn og settist og spurði, hvort nokk- uð gengi að mjer. Jeg vildi fyrst ekkert um þetta tala, en með Ijúfmensku sinni og miklum »takti«, tókst honum að vinna bug á mjer. Og er jeg ætlaði að segja honum um allar sorgir mínar, voru þær eigin- lega engar. En svo sagði jeg honum frá hinum hræði- legu nóttum, og þannig komst hann að svefnleysi mínu. Og er hann hafði spurt mig spjörunum úr um það, sagði hann við mig, að jeg skyldi koma út með sjer. Svo fór hann með mig beina leið til Jónassens, af því að hann var læknir skólans, og þar varð jeg svo aftur að segja frá þessu og svara þaulspurning- um læknisins. Hann var mjer fjarskalega góður, því hann var ljúfmenni hið mesta, og svo gaf hann mjer ópíum-dropa og átti jeg að taka 30 um kvöldið og svo að koma til hans næsta dag. — Um kvöldið háttaði jeg snemma og tók dropana, en jeg fann ekki til svefns; svo lók jeg aðra 30 eftir hálftíma, og er jeg ekki sofnaði strax, leiddist mjer þófið og tók aft- ur 30, og þá sofnaði jeg og vaknaði ekki fyrri en kl. 8 næsta morgun nokkuð þungur í höfðinu. Um dag- inn fór jeg til læknisins. Hann sagði að jeg mætti ekki alt af liggja í bókum; jeg yrði að fá góða hreyfingu á hverjum degi og tiltók, að jeg ætti að ganga »stóra rundt«, en það var suður Mela, upp með Oskjuhlíð, og niður hjá Skólavörðu og heim; þetta átti jeg að gera um miðjan daginn, á morgn- ana átti jeg að ganga inn á »hlemm«, það var brúin yfir Rauðará og var talið í óbygðum, svo langt var það fyrir innan bygt ból bæjarins. Svo átti jeg helst að fá mjer góða göngu á kvöldin áður en jeg færi að sofa. Svo átti jeg að hafa sjóböð á hverjum degi, og helst að drekka eina flösku af bjór á dag. Því neitaði jeg algerlega, og var þeirri kröfu slept. Thor- grímsen hafði boðist til að gefa mjer bjórinn með morgunverði. Eftir nýárið byrjaði þetta reglulega. Allir voru mjer svo undragóðir, bæði kennarar og piltar og fleiri. Thorgrímsen og frú hans vildu alt fyrir mig gera.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.