Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 5
Ó Ð I N N 53 Ófu dagar og áratugir langan vcf frá vöggu minni. — Sje jeg gullþræði glitra í vefnum — mjúk er móðurhöndin. Vesall maður, veikgeðja, sonurinn yngsti, syrgir beisklcga. — Grimmar nornir gátu’ ei unnað mjer að kyssa hönd þína heita. Sólti jeg heim á hugarvængjum marga nótt — myrka og kalda — en aldrei lifði jeg svo auma slund, að ekki logaði á lampa þínum. Visnið sóleyjar1) vinir mínir — eignist göfuga gröf. Berið þá liinstu hjartans kveðju — manns og barna — blessaðri móður. Ivonráð skáld Vilhjálmsson kvað þelta kvæði um Sigurjón látinn: Lætur lággeng að Laxamýri skammdegissól skini varpað. — Verður ei veglegri vinarkveðja framliðnum flult frægðarmanni. Dreifast draumljúfir í dáins sölum geislar guðbornir um grátnar brár og öndvegi autt á hinn æðri bekk óðalshölda okkar hjeraðs. Hjer er höfðingi hniginn í val, starfsþegn slórhuga og slyrkur hjeraðs, kappgjarn kjarkmaður kunnur að dáðum, fengsæll á fje og flestan sigur. Loks hefir örent öldurmenni hallað höfði hæru-hvílu síðasta sinn að svölum bólslri eftir afreksverk æfidags. Hjer er gestgjafi genginn til hvíldar veitull og mildur vegfarendum. Fundu það flcstir, er fyr og siðar lögðu leiðir um Laxamýri. Herm þú mjer hjerað: hver hefir slikur lagt niður vopn að loknu slarfi og unnið þjer afrek öllu meiri síðari og fyrri sona þinna? Ilver hefir garð sinn gert svo frægan og aðdáanlegan aðkomumanni, girt hann og grætt og gagni auðgað, reist stórhýsi svo slvrk á grunni? Hver hefir látið Laxár gull ávaxtast eins, okkar manna? Ilver hefir engjateig eftir látið frábærri að fegurð og frjóscmi? Yndi og ágæti óðalsjarðar heillaði hug þinn og hjelt þjer föstum, þegar stilti streng straumkvik elfur og laxar Ijeku í Ijósum hyl, I>að er hugboð milt: að liingað vitji önd þín oftsinnis frá æðra heimi, þegar æðaifugls aftna og morgna móðurkvak frá mari ómar. Vara munu verk þín og verða metin fögur fyrirmynd framtiðarþjóð, meðan lætur um Laxár-fossa siðgöngul sól sveipað eldi. Búin er þjer hvila við brúðar lilið á fjarlægri strönd í fjalla skjóli. — ' Angar þar yfir Eyjafjarðar glitofin grund gullnum blómum. 1) Skáldið hjelt á nokkrum sóleyjarblómum og stráði þeim á kistu hennar í grörinni.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.