Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 42

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 42
Ó ÐI N N 9ö einn síðdag í mánaðarleyfi. ]eg ætlaði mjer að finna Guðmund, en hann var þá ekki heima. Ekkert af fyrirfólkinu var heima nema fröken Kirstín. Hún bauð mjer inn að bíða. ]eg bað hana að leika fyrir mig eitthvað fallegt. Hún svaraði fáu um en settist við hljóðfærið, opnaði stórt nótnaverk og hoppandi og leikandi komu tónbylgjurnar. Það var mjög fjörugt lag, og þróttmikið að heyra; það var eins og einn glundroði fyrir eyrum mjer. Alt í einu kom sú hugs- un að mjer: »En ef nú þetta væri nú ekkert reglu- leg lag og frökenin væri að leika á mig til þess að komast að fáfræði minni!« ]eg svitnaði við þá hugs- un. Því í heimsku hálfmentunarinnar fanst mjer alt af á því skeiði að það mundi rýra álit mitt, ef jeg hefði ekki vit á þessu, skólapilturinn sjálfur í þriðja bekk, og það væri um að gera, að láta ekki slíka fáfræði koma í ljós. — Þegar aðrir voru viðstaddir vissi jeg að öllu var óhætt, en nú var jeg einn. Þetta varð kvalræði í huga mínum. Og að loknum leik þakkaði jeg heldur þurlega fyrir og ljet ekki í ljós neina að- dáun, til þess að hafa vaðið fyrir neðan mig. ]eg átti von á að hún spyrði mig, hvernig mjer þætti þetta, og hafði úthugsað svar á reiðum höndum. En er hún spurði ekki um það, þóttist jeg sjá að alt væri með feldu. Við nánari kynningu varð jeg viss um að hún var alt of göfug sál og góð til þess, að henni hefði komið nokkuð slíkt til hugar, og hef jeg alt af sjeð eftir þessari ósæmilegu tortrygni hjá mjer. Þennan vetur tók jeg allmikinn þátt í Goodtempl- ara reglunni, en stundaði þó næstum eingöngu mína eigin stúku, Verðandi. Nokkra ársfjórðunga var jeg ritari stúkunnar og tók þátt í ýmsum málum. Þó tók jeg sjaldan til máls, því jeg var feiminn. ]eg komst í kynni við allmarga þar. Sjerstaklega hafði þó við- kynning mín við Indriða Einarsson þýðingu fyrir mig eins og áður er sagt; hann var mjer ákaflega góður. — ]eg kyntist dálítið Gesti Pálssyni, skáldi, og þótti hann skemtilegur. En meir dáðist jeg að ]óni Olafs- syni ritstjóra. Hann var í stúkunni »Einingin« en kom oft á fundi í Verðandi og talaði þar. ]eg hafði ávalt nautn af að heyra hann íala. Hann var svo fallegur og háttprúður; röddin dæmalaust falleg og eitthvað það við manninn, sem gerði mjer hlýtt um hjartað í hvert sinn, er jeg sá hann. Það hjelst alla tíð. Mjer fanst æfintýraljómi yfir honum; hann hafði reynt svo margt. Þann vetur var leikinn »Skugga-Sveinn«. ]ón 01- afsson ljek Harald. ]eg var boðinn þangað tvisvar eða þrisvar. Það var leikið í »Glasgow«, hinu stóra húsi við Fisherssund. Fyrsta sinnið fanst mjer jeg vera kominn inn í einhvern æfintýra ljóma. Frá því jeg var að læra undir skóla hafði mig alt af langað til að sjá sjónleiki, því jeg hafði þá lært þessa setn- ingu í kennaralestrarbókinni latnesku: Comoediam esse Cicero ait imitationem vitae, speculum consve- tudinis, imaginem veritatis, og hjelt að það væri hei- lagur sannleikur, að sjónleikur væri eftirstæling lífsins, spegill venjunnar, ímynd sannleikans. Daginn eftir kom jeg inn til rektors og sagði frá því í hrifningu minni, að nú hefði jeg sjeð sjónleik. Rektor sagði eitthvað á þá leið, að það væri lítið gefandi fyrir svona sjón- leiki. Mjer brá í brún og Ijet í ljós, að það mundi vera mjög mentandi, og tilfærði þessa setningu úr »Kennarabókinni«, gat þess að Perikles hefði sjeð um, að fátæklingar fengju ókeypis aðgang að sjón- leikjum Aþenuborgar, svo að þeir gætu mentast af því. — En rektor sagði, að það væri nú einhver munur á þessum frægu sorgarleikjum í fornöld og þessum daðurleikritum hjer, þar sem heldur enginn kynni að leika. — ]eg var mjög leiður yfir þessu, en þó ekki sannfærður. En er jeg fór í annað skiftið, var farinn af leiknum mesti Ijóminn. — ]eg skildi ekki í að rektor væri á þessu máli og það því síður sem jeg hafði sjeð að hann skemti sjer vel á skóla- komedíunni »Erasmus Montanus«, sem leikin hafði verið í jólaleyfinu. — Framan af vetrinum var jeg ekki eins mikið með Blöndalsbræðrum og veturinn áður og kom það til af því, að jeg var ekki á kvöldin í skólanum, en vinátta okkar hjeltst hin sama. Margir aðrir af skólabræðrum mínum urðu mjer mjög kærir, bæði af bekkjarbræðr- um og utanbekkjar. ]eg forðaðist dispútatiur og stæl- ur; þv: jeg vildi ekki gera hugi manna mjer fráhverfa með þeim. ]eg tók nokkurn þátt í fjelagslífi pilta, bæði í Framtíðinni og bekkjarfjelagi mínu. Framtíðin var hið bókmentalega fjelag alls skólans og voru fundir haldnir oftast á sunnudögum eftir bænir. Lásu piltar þar upp eftir sig sögur og kvæði og fræðirit- gerðir, og svo var skipuð dómnefnd til þess að dæma um gildi hins lesna. Þennan vetur fór jeg að yrkja nokkuð, en ljet það mest koma í bekkjarblað vort, því jeg þorði ekki að setja það í Framtíðina. ]eg reyrtdi þann vetur að búa til skáldsögu og las hana upp á Framtíðarfundi, en hún fjekk svo harðan og auðvitað maklegan dóm hjá Sigurði Pjeturssyni frá Sjávarborg, að jeg gugnaði við sögugerð. I öðrum bekk veturinn áður hafði ieg skrifað stutta sögu, sem hjet »3 gamlárskvöld«, og hlotið góðan dóm fyrir, og það hafði komið mjer til að færast of mikið

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.