Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 15
63 ÓÐÍNN Þó margt hafi verið sagt hjer að framan af störfum Einars Þorgilssonar, eru þó enn ónefnd þau þeirra, er síst er minnst um vert, þó svo sjeu vaxin, að ekki verði talin með tölum. Eru það öll drengskapar- og mannúðar-verk hans, þau er unnin hafa verið án þess nokkrir hefðu af að segja, utan þeir er í hvert skifti nutu þeirra. En þau verk Einars eru mörg. Er hann maður framúrskarandi ráðhollur, hjálpfús og höfðing- lyndur. Vitmaður mikill og hinn úrræðabesli í öllum vandamálum. Enda sýnir öll sú alþýðu- hylli, er hann nýtur, og alt það traust, sem til hans hefur verið og er borið í hjeraðs- og lands- málum, að sveitungar hans og samsýslungar vita gerla í hvers höndum málefnum þeirra muni best borgið. Einar Þorgilsson kvænlist G. janúar 1895 Geir- laugu Sigurðardóttur frá Pálshúsum á Alftanesi. Eiga þau hjón níu börn á lífi, öll hin mannvæn- legustu. Frú Geirlaug er hin mesta gæða- og sæmdar-kona í hvívetna, sköruleg í sjón og raun. Hefur hún verið alt í senn: athafnamikil, ráð- deildarsöm húsfreyja, ástrík eiginkona og fórn- fús og umhyggjusöm móðir. 1 gestrisni og rausn eru þau hjón samvalin og um reglusemi og háttprýði er heimili þeirra fyrirmynd. Einar Þorgilsson er gervilegur maður ásýnd- um, mikill að vallarsýn og hinn alkvæðamesti í allri framgöngu. Aldurinn ber hann vel, og er svo unglegur enn að furðu gegnir. En um stór- hug mannsins og framkvæmdarþrek er það lil marks, að á sextugasta aldursári sínu rjeðist hann í að kaupa botnvörpuskip og rekur nú út- gerð þess ásamt sonum sínum, Þorgilsi og Ólafi. Margskonar vináttu- og virðingar-vottur var Einari Þorgilssyni sýndur á sextugsafmæli hans, í fyrra sumar, þar á meðal af bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Og enn var hugum hinna mörgu vina þessara ágætishjóna beint lil þeirra á ný á sextugsafmæli frú Geirlaugar með hugheilum óskum um gleðiríka og giftusama framtíð. Hafnfirðingur. Sl Dægurflögur, gamanvísur frá ýmsum tímum eftir Þorst.°Tríslason, fást hjá bóksölum eða kaup- fjelögum úti um land. Verð: 3 kr., ib. 5 kr. #.... Björn Magnússon símstjóri. Hann er bóndason úr Skagafirði, fæddur i Garðakoti í Viðvíkursveit 26. apríl 1881. For- eldrar hans, Magnús Vigfússon og Guðrún Ste- fánsdóttir, bjuggu þar til dauðadags. Björn naut í æsku kenslu hjá síra Sophoní- asi Halldórssyni í Viðvík, en fór síðan á gagn- fræðaskólann á Möðruvöllum og lauk þar námi. Á sumrum vann hann ýmist á sjó eða landi, til að standast kostnað af skóla- vistinni. Veturinn næsta eftir að Björn kom frá Möðruvöll- um gegndi hann kenslustörfum í Hegranesi í Skaga- firði, en gerðist síðan verslunar- maður á Sauðár- króki, fyrst hjá Kristjáni Gísla- syni, en síðan hjá Poppsverslun. — Arið 1901 fór Bjöin til Kaup- mannahafnar. Var ráðinn á skrifstofu Þórarins Thuliniusar. En það ár var ákveðið að simi yrði lagður hingað til landsins, og í tilefni af þvi gekst stjórnin fyrir því, að fjórir Is- lendingar næmu símritun í Ivaupmannahöfn. Björn varð einn þeirra. Þegar ritsímastöðin var reist á Seyðisfirði árið 1901, varð Björn símritari þar. Þar var hann lil þess er Vestfjarðasiminn var lagður árið 1907, en með því verki hafði hann umsjón og varð síðan slöðvarstjóri á Borðeyri. Þar var hann til 1922, er hann fluttisttil Isafjarðar, og hefur hann verið þar stöðvarstjóri síðan. Á síðastliðnu ári hafði hann verið 20 ár í þjónustu landsímans. Fjekk hann þá hálfs árs frí og notaði það til að ferðast erlendis með konu sinni. Voru þau í því ferðalagi nú í sumar. Ivona Björns er Ingibjörg Jónsdóttir hrepp- stjóra á Sauðárkróki. Þau eiga þrjú börn: einn Björn Magnússon. armoJJnÐ 6il i muv..

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.